Komin á örorkubætur eftir að hafa fengið boltann í höfuðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. febrúar 2019 10:00 Guðrún Ósk Maríasdóttir hefur ekkert getað spilað handbolta í vetur. vísir/valli Guðrún Ósk Maríasdóttir, einn besti handboltamarkvörður landsins undanfarin ár, gekk í raðir Stjörnunnar síðasta sumar eftir að vinna hvern titilinn á fætur öðrum með Fram, síðast Íslandsmeistaratitilinn fyrir tæpu ári síðan. Lítið varð úr fyrsta tímabilinu í Garðabænum þar sem að Guðrún, sem var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar 2017 er hún varð meistari með Fram, fékk skot í höfuðið úr hraðaupphlaupi frá Perlu Ruth Albertsdóttur, leikmanni Selfoss, í leik liðanna í annarri umferð Olís-deildarinnar. Guðrún kláraði leikinn en var drifin upp á spítala að honum loknum þar sem að hún var greind með heilahristing. Við tók endurhæfing en alltaf fann Guðrún fyrir stöðugum hausverk til lengri tíma og var hún þá greind með „post-concussion syndrome.“ „Einkennin eru mismunandi eftir einstaklingum en ég fæ mikinn höfuðverk og er með sjóntruflarnir, ljósfælni og hljóðfælni. Einnig skortir mig einbeitingu og fleira sem hefur mikil áhrif á daglegt líf. Það hefur gert það að verkum að ég get ekki stundað handbolta,“ segir Guðrún Ósk í viðtali við RÚV.Heilahristingurinn og eftirmála hans hafa mun meiri áhrif á Guðrúnu en bara það að geta ekki æft handbolta. Daglegt líf reynist Guðrúnu erfitt og er hún komin á örorkubætur, að því segir í frétt RÚV, og hefur hún hefur þurft að hætta að vinna. Guðrún og maðurinn hennar, Árni Björn Kristjánsson, eiga einnig fatlaða stelpu og í baráttunni við veikindi sín hefur hreinlega reynst erfitt að sjá um hana og halda heimili á sama tíma. „Það hefur reynst erfitt að hugsa um hana og hvað þá að vera með heimili. Ég hef þurft að hætta í vinnu þannig að þetta hefur haft töluvert áhrif utan handboltans,“ segir Guðrún Ósk sem er að ná bata en það gerist hægt. „Ég myndi ekki segja [að ég sjái mun] dag frá degi en kannski frá mánuði til mánaðar. Ég sé samt framfarir þegar kemur að augnhreyfiæfingum og jafnvægi. Ég get kannski unnið lengur á lágum púls en ég gerði í byrjun. Ég get núna farið í göngutúr sem er jákvætt. Það gat ég ekki gert fyrst,“ segir Guðrún Ósk Maríasdóttir.Frétt RÚV má sjá hér. Heilbrigðismál Olís-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Guðrún Ósk Maríasdóttir, einn besti handboltamarkvörður landsins undanfarin ár, gekk í raðir Stjörnunnar síðasta sumar eftir að vinna hvern titilinn á fætur öðrum með Fram, síðast Íslandsmeistaratitilinn fyrir tæpu ári síðan. Lítið varð úr fyrsta tímabilinu í Garðabænum þar sem að Guðrún, sem var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar 2017 er hún varð meistari með Fram, fékk skot í höfuðið úr hraðaupphlaupi frá Perlu Ruth Albertsdóttur, leikmanni Selfoss, í leik liðanna í annarri umferð Olís-deildarinnar. Guðrún kláraði leikinn en var drifin upp á spítala að honum loknum þar sem að hún var greind með heilahristing. Við tók endurhæfing en alltaf fann Guðrún fyrir stöðugum hausverk til lengri tíma og var hún þá greind með „post-concussion syndrome.“ „Einkennin eru mismunandi eftir einstaklingum en ég fæ mikinn höfuðverk og er með sjóntruflarnir, ljósfælni og hljóðfælni. Einnig skortir mig einbeitingu og fleira sem hefur mikil áhrif á daglegt líf. Það hefur gert það að verkum að ég get ekki stundað handbolta,“ segir Guðrún Ósk í viðtali við RÚV.Heilahristingurinn og eftirmála hans hafa mun meiri áhrif á Guðrúnu en bara það að geta ekki æft handbolta. Daglegt líf reynist Guðrúnu erfitt og er hún komin á örorkubætur, að því segir í frétt RÚV, og hefur hún hefur þurft að hætta að vinna. Guðrún og maðurinn hennar, Árni Björn Kristjánsson, eiga einnig fatlaða stelpu og í baráttunni við veikindi sín hefur hreinlega reynst erfitt að sjá um hana og halda heimili á sama tíma. „Það hefur reynst erfitt að hugsa um hana og hvað þá að vera með heimili. Ég hef þurft að hætta í vinnu þannig að þetta hefur haft töluvert áhrif utan handboltans,“ segir Guðrún Ósk sem er að ná bata en það gerist hægt. „Ég myndi ekki segja [að ég sjái mun] dag frá degi en kannski frá mánuði til mánaðar. Ég sé samt framfarir þegar kemur að augnhreyfiæfingum og jafnvægi. Ég get kannski unnið lengur á lágum púls en ég gerði í byrjun. Ég get núna farið í göngutúr sem er jákvætt. Það gat ég ekki gert fyrst,“ segir Guðrún Ósk Maríasdóttir.Frétt RÚV má sjá hér.
Heilbrigðismál Olís-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira