Réttarhöldin sögð vera farsi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. febrúar 2019 07:30 Quim Torra forseti Katalóníuhéraðs. vísir/getty Réttarhöldin yfir leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar hófust við hæstarétt Spánar í Madrid í gær. Málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar haustið 2017. Áratuga fangelsisvistar er krafist fyrir meinta uppreisn og uppreisnaráróður. Verjendur fóru með opnunarorð sín og ræddu einna helst um tvennt. Annars vegar sökuðu þeir spænsk stjórnvöld um mannréttindabrot. Hins vegar kvörtuðu þeir yfir meintri hlutdrægni dómstólsins, sögðu réttarhöldin pólitísk og fóru fram á frestun þar sem verjendur hafa enn ekki fengið öll gögn í hendur. Quim Torra, forseti Katalóníu, sagði á blaðamannafundi að hann færi fram á að alþjóðlegum samtökum yrði heimilað að stunda eftirlit með hinum „farsakenndu réttarhöldum“. Þeirri beiðni hefur hæstiréttur áður hafnað og sagt nóg að þeim sé sjónvarpað. „Nú er fyrsta degi réttarhalda, sem aldrei hefðu átt að fara fram, lokið. Það að við séum að horfa upp á kjörna fulltrúa fyrir dómi er árás á lýðræðið,“ sagði Torra. Torra krafðist þess einnig að Pedro Sanchez forsætisráðherra mætti til alvöru viðræðna til þess að ræða um nýja atkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Ellegar gætu katalónskir flokkar ekki stutt fjárlagafrumvarp hans í atkvæðagreiðslu á þinginu í dag. Fái hann ekki þann stuðning er talið að frumvarpið verði fellt og að stjórn sósíalista boði til nýrra kosninga. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Sjá meira
Réttarhöldin yfir leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar hófust við hæstarétt Spánar í Madrid í gær. Málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar haustið 2017. Áratuga fangelsisvistar er krafist fyrir meinta uppreisn og uppreisnaráróður. Verjendur fóru með opnunarorð sín og ræddu einna helst um tvennt. Annars vegar sökuðu þeir spænsk stjórnvöld um mannréttindabrot. Hins vegar kvörtuðu þeir yfir meintri hlutdrægni dómstólsins, sögðu réttarhöldin pólitísk og fóru fram á frestun þar sem verjendur hafa enn ekki fengið öll gögn í hendur. Quim Torra, forseti Katalóníu, sagði á blaðamannafundi að hann færi fram á að alþjóðlegum samtökum yrði heimilað að stunda eftirlit með hinum „farsakenndu réttarhöldum“. Þeirri beiðni hefur hæstiréttur áður hafnað og sagt nóg að þeim sé sjónvarpað. „Nú er fyrsta degi réttarhalda, sem aldrei hefðu átt að fara fram, lokið. Það að við séum að horfa upp á kjörna fulltrúa fyrir dómi er árás á lýðræðið,“ sagði Torra. Torra krafðist þess einnig að Pedro Sanchez forsætisráðherra mætti til alvöru viðræðna til þess að ræða um nýja atkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Ellegar gætu katalónskir flokkar ekki stutt fjárlagafrumvarp hans í atkvæðagreiðslu á þinginu í dag. Fái hann ekki þann stuðning er talið að frumvarpið verði fellt og að stjórn sósíalista boði til nýrra kosninga.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Sjá meira