Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. febrúar 2019 22:55 Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar.Fréttaskýringarþátturinn Kveikur fjallaði um málið í kvöld en í þættinum kom fram að bílaleigan Procar hefði átt við kílómetrastöðuna í bílum sem hafa verið seldir. Akstursmælar bílanna voru færðir niður og þannig gefið til kynna að þeir væru eknir minna en þeir raunverulega voru. Fyrrverandi starfsmaður bílaleigunnar, sem vildi ekki láta nafn síns getið, sagði að bílaleigan Procar hefði leigt bíla út til ferðamanna en að seinna hefði verið átt við kílómetrastöðu bílanna og þeir seldir sem notaðir bílar hérlendis. Gögn sem Kveikur hefur undir höndum sýna að tugir þúsunda kílómetra hafa verið teknir af akstursmælum í tugum bíla. „Þennan dómgreindar-og trúnaðarbrest er ekki hægt að afsaka en fyrirtækið hefur fullan vilja til að bæta hlut þeirra sem urðu sannarlega fyrir tjóni í þessum viðskiptum,“ segir í tilkynningu sem forsvarsmenn Procar sendu frá sér í kvöld. Þeir sem keyptu bíla af bílaleigunni á árunum 2013-2016 er boðið að hafa samband með tölvupósti við Draupni lögmannsþjónustu á netfangið dls(hjá)dls.is sem mun hafa milligöngu um greiðslu bóta. Þá geta þeir sem keyptu bíla af Procar á umræddu tímabili fengið ópersónugreinanleg afrit af leigusamningum viðkomandi bíls til að fá fullvissu um hvort átt hafi verið við kílómetramæli hans. Á árunum 2013-2015 seldi Procar um 659 notaða bíla en fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að átt hafi við kílómetramæla í um 100-120 þeirra en endanleg tala liggur ekki fyrir að svo stöddu. „Forsvarsmenn Procar biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk, sem unnið hefur fyrir fyrirtækið í góðri trú, afsökunar á þessum mistökum.“ Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Procar Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar.Fréttaskýringarþátturinn Kveikur fjallaði um málið í kvöld en í þættinum kom fram að bílaleigan Procar hefði átt við kílómetrastöðuna í bílum sem hafa verið seldir. Akstursmælar bílanna voru færðir niður og þannig gefið til kynna að þeir væru eknir minna en þeir raunverulega voru. Fyrrverandi starfsmaður bílaleigunnar, sem vildi ekki láta nafn síns getið, sagði að bílaleigan Procar hefði leigt bíla út til ferðamanna en að seinna hefði verið átt við kílómetrastöðu bílanna og þeir seldir sem notaðir bílar hérlendis. Gögn sem Kveikur hefur undir höndum sýna að tugir þúsunda kílómetra hafa verið teknir af akstursmælum í tugum bíla. „Þennan dómgreindar-og trúnaðarbrest er ekki hægt að afsaka en fyrirtækið hefur fullan vilja til að bæta hlut þeirra sem urðu sannarlega fyrir tjóni í þessum viðskiptum,“ segir í tilkynningu sem forsvarsmenn Procar sendu frá sér í kvöld. Þeir sem keyptu bíla af bílaleigunni á árunum 2013-2016 er boðið að hafa samband með tölvupósti við Draupni lögmannsþjónustu á netfangið dls(hjá)dls.is sem mun hafa milligöngu um greiðslu bóta. Þá geta þeir sem keyptu bíla af Procar á umræddu tímabili fengið ópersónugreinanleg afrit af leigusamningum viðkomandi bíls til að fá fullvissu um hvort átt hafi verið við kílómetramæli hans. Á árunum 2013-2015 seldi Procar um 659 notaða bíla en fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu að átt hafi við kílómetramæla í um 100-120 þeirra en endanleg tala liggur ekki fyrir að svo stöddu. „Forsvarsmenn Procar biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk, sem unnið hefur fyrir fyrirtækið í góðri trú, afsökunar á þessum mistökum.“
Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Procar Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira