Fjögurra barna mæður sleppi við greiðslu tekjuskatts Atli Ísleifsson skrifar 11. febrúar 2019 10:22 Victor Orban hefur gegnt embætti forsætisráðherra Ungverjalands frá 2010. Getty Victor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur kynnt nýja áætlun ungverskra stjórnvalda sem ætlað er að bregðast við aukinni fólksfækkun í landinu. Samkvæmt áætluninni skulu konur sem eignast fjögur börn eða fleiri sleppa við greiðslu tekjuskatts til æviloka. Orban sagði áætlunina ætlaða að tryggja framtíð Ungverjalands án þess að þurfa að treysta á komu innflytjenda til landsins. Stjórn Orban hefur verið hörð í afstöðu sinni gegn komu flóttamanna til landsins, sér í lagi múslima. Ungverjum hefur fækkað um 32 þúsund manns á ári á síðustu árum og hafa ungverskar konur eignast færri börn en meðaltal aðildarríkja ESB segir til um. Áætlunin felur meðal annars í sér að ungum pörum verða boðin vaxtalaus lán upp að 10 milljónum ungverska fórinta, um 4,4 milljónum króna. Verður lánið afskrifað þegar þau hafa eignast þrjú börn.„Þurfum ungversk börn“ Orban segir að „Vesturlönd“ hugsi á þann veg að svarið við fólksfækkuninni séu að fá fleiri innflytjendur til landsins. Ungverjar hugsi hins vegar á annan hátt. „Við þurfum ekki að svara fjöldanum. Við þurfum ungversk bör,“ segir Orban. Ungverskar konur eignast nú að meðaltali 1,45 börn, en meðaltalið í ríkjum Evrópusambandsins er 1,58. Hlutfallið er hæst í Frakklandi, 1,96 börn, en lægst á Spáni, 1,33 börn. Ungverjaland Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Victor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur kynnt nýja áætlun ungverskra stjórnvalda sem ætlað er að bregðast við aukinni fólksfækkun í landinu. Samkvæmt áætluninni skulu konur sem eignast fjögur börn eða fleiri sleppa við greiðslu tekjuskatts til æviloka. Orban sagði áætlunina ætlaða að tryggja framtíð Ungverjalands án þess að þurfa að treysta á komu innflytjenda til landsins. Stjórn Orban hefur verið hörð í afstöðu sinni gegn komu flóttamanna til landsins, sér í lagi múslima. Ungverjum hefur fækkað um 32 þúsund manns á ári á síðustu árum og hafa ungverskar konur eignast færri börn en meðaltal aðildarríkja ESB segir til um. Áætlunin felur meðal annars í sér að ungum pörum verða boðin vaxtalaus lán upp að 10 milljónum ungverska fórinta, um 4,4 milljónum króna. Verður lánið afskrifað þegar þau hafa eignast þrjú börn.„Þurfum ungversk börn“ Orban segir að „Vesturlönd“ hugsi á þann veg að svarið við fólksfækkuninni séu að fá fleiri innflytjendur til landsins. Ungverjar hugsi hins vegar á annan hátt. „Við þurfum ekki að svara fjöldanum. Við þurfum ungversk bör,“ segir Orban. Ungverskar konur eignast nú að meðaltali 1,45 börn, en meðaltalið í ríkjum Evrópusambandsins er 1,58. Hlutfallið er hæst í Frakklandi, 1,96 börn, en lægst á Spáni, 1,33 börn.
Ungverjaland Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira