Skammast sín ekki fyrir að enduróma málflutning félagsmanna Sighvatur Jónsson skrifar 28. febrúar 2019 14:15 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Forseti Alþýðusambans Íslands segir það hlutverk sitt að enduróma málflutning félagsmanna og standa með þeim. Forsetinn hefur fengið aðvörun um málshöfðun frá starfsmannaleigunni Menn í vinnu vegna ummæla í máli rúmenskra verkamanna. Fleiri verkalýðsforystumenn hafa fengið slíkar aðvaranir. Stéttarfélag verkamannanna hefur falið lögmanni að gæta hagsmuna þeirra. Framkvæmdastjóri Eflingar og tveir starfsmenn Alþýðusambands Íslands hafa fengið lögfræðibréf frá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Hjá ASÍ fengu Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdarstjóri og Drífa Snædal forseti bréf. „Mér barst pakki í gærkvöldi þar sem er krafa um afsökunarbeiðni og greiðslu miskabóta með hótun um málsókn,“ segir Drífa Snædal. Hún segir að farið sé fram á eina milljón króna í miskabætur og greiðslu lögfræðikostnaðar. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, greindi frá því á Facebook í gær, að farið væri fram á sömu bótaupphæð í bréfi sem honum barst ásamt því sem krafist er afsökunarbeiðni frá honum. Málið snýst um ummæli fólksins vegna umfjöllunar um aðbúnað rúmenskra verkamanna hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu í kjölfar fréttar á Stöð 2 um málið. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að hún sé gagnrýnd fyrir ummæli vegna málsins á heimasíðu félagsins. „Ég tel mig eiga að enduróma málflutning okkar félagsmanna, standa með þeim og ég gerði það og skammast mín ekkert fyrir það,“ segir Drífa. Rúmensku verkamennirnir eru í stéttarfélaginu Eflingu. Félagið hefur falið Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni að gæta hagsmuna þeirra. Ragnar og lögmönnum hans er veitt umboð til að innheimta vangoldin laun fyrir mennina, afla gagna og krefjast opinberrar rannsóknar á hugsanlega refsiverðu athæfi Manna í vinnu og kæra ef til þess kemur, segir í tilkynningu frá Eflingu. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Forseti Alþýðusambans Íslands segir það hlutverk sitt að enduróma málflutning félagsmanna og standa með þeim. Forsetinn hefur fengið aðvörun um málshöfðun frá starfsmannaleigunni Menn í vinnu vegna ummæla í máli rúmenskra verkamanna. Fleiri verkalýðsforystumenn hafa fengið slíkar aðvaranir. Stéttarfélag verkamannanna hefur falið lögmanni að gæta hagsmuna þeirra. Framkvæmdastjóri Eflingar og tveir starfsmenn Alþýðusambands Íslands hafa fengið lögfræðibréf frá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Hjá ASÍ fengu Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdarstjóri og Drífa Snædal forseti bréf. „Mér barst pakki í gærkvöldi þar sem er krafa um afsökunarbeiðni og greiðslu miskabóta með hótun um málsókn,“ segir Drífa Snædal. Hún segir að farið sé fram á eina milljón króna í miskabætur og greiðslu lögfræðikostnaðar. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, greindi frá því á Facebook í gær, að farið væri fram á sömu bótaupphæð í bréfi sem honum barst ásamt því sem krafist er afsökunarbeiðni frá honum. Málið snýst um ummæli fólksins vegna umfjöllunar um aðbúnað rúmenskra verkamanna hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu í kjölfar fréttar á Stöð 2 um málið. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að hún sé gagnrýnd fyrir ummæli vegna málsins á heimasíðu félagsins. „Ég tel mig eiga að enduróma málflutning okkar félagsmanna, standa með þeim og ég gerði það og skammast mín ekkert fyrir það,“ segir Drífa. Rúmensku verkamennirnir eru í stéttarfélaginu Eflingu. Félagið hefur falið Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni að gæta hagsmuna þeirra. Ragnar og lögmönnum hans er veitt umboð til að innheimta vangoldin laun fyrir mennina, afla gagna og krefjast opinberrar rannsóknar á hugsanlega refsiverðu athæfi Manna í vinnu og kæra ef til þess kemur, segir í tilkynningu frá Eflingu.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira