Þurfa ný lagaleg vopn og leita til Ragnars Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2019 09:55 Ragnar Aðalsteinsson er reyndur á sviði mannréttindalögfræði. Vísir/GVA Efling-stéttarfélag hefur falið Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni að gæta hagsmuna 18 verkamanna hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Er Ragnari og öðrum lögmönnum hjá Rétti – Aðalsteinsson & Partners veitt umboð til innheimtu vangoldinna launa og greiðslna rúmenskra verkamanna sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Er þeim veitt heimild til að afla gagna sem málið kann að varða og krefjast opinberrar rannsóknar á hugsanlega refsiverðu athæfi Manna í vinnu og kæra ef til þess kemur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu þar sem vísað er í fréttir Stöðvar 2 að kvöldi 7. febrúar síðastliðinn.Rúmensku verkamennirnir sem rætt var við í fréttum Stöðvar 2.vísir/sigurjón„Þar var sagt frá ömurlegum kjörum og aðbúnaði fjölda rúmenskra starfsmanna hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Samkvæmt framburði mannanna fengu þeir ekki greitt fyrir unnar vinnustundir, dvöldu í þröngu ólöglegu íbúðarhúsnæði og borguðu fyrir það óhóflegar upphæðir sem dregnar voru frá launum þeirra,“ segir í tilkynningu til fjölmiðla. Fulltrúar Eflingar og ASÍ skoðuðu aðbúnað mannanna og virkjuðu í kjölfarið framkvæmdateymi fyrir þolendur mansals. Starfsmenn kjaramálasviðs Eflingar hafa fundað með verkamönnunum og aflað frekari gagna um málið. Vegna gruns um umfangsmikið refsivert athæfi og hugsanlegt mansal var málið fært í hendur lögmannastofunnar Réttar. „Efling hefur lengi beitt sér gegn ítrekuðum brotum á kjarasamningum, sem framin eru í skjóli óljósra samninga, „útleigu“ á starfsfólki og skorts á sektarheimildum. Í Kröfugerð Eflingar, sem samin var af félagsmönnum í haust er þess meðal annars krafist að heimilt sé að innheima sektir vegna alvarlegra brota á kjarasamningi.“Viðar Þorsteinsson er framkvæmdastjóri Eflingar.VísirViðar Þorsteinsson framkvæmdastjóra Eflingar segir það óviðunandi að slík mál komi upp aftur og aftur, jafnvel hjá sömu aðilum undir nýrri kennitölu. „Kjaramálasviði og lögmönnum Eflingar hefur tekist að reka launakröfur með góðum árangri gegn starfsmannaleigum. En það sem við sjáum núna eru nýstárlegar aðferðir, hjá sömu aðilum, við að féfletta fólk framhjá lögum og reglum. Það kallar á að við beitum fyrir okkur nýjum lagalegum vopnum og samstarf okkar við Rétt er dæmi um það. Við erum mjög ánægð að Ragnar Aðalsteinsson og Réttur hafi fallist á að taka málið upp á sína arma.“Greint var frá því á Vísi í gærkvöldi að Viðari hefði borist krafa frá Mönnum í vinnu um afsökunarbeiðni og greiðslu einnar milljónar vegna ummæla sem hann hafi látið falla í fjölmiðlum. Drífa Snædal, forseti ASÍ, greinir frá því að hún hafi sömuleiðis fengið slíkt kröfubréf. Vinnumarkaður Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira
Efling-stéttarfélag hefur falið Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni að gæta hagsmuna 18 verkamanna hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Er Ragnari og öðrum lögmönnum hjá Rétti – Aðalsteinsson & Partners veitt umboð til innheimtu vangoldinna launa og greiðslna rúmenskra verkamanna sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Er þeim veitt heimild til að afla gagna sem málið kann að varða og krefjast opinberrar rannsóknar á hugsanlega refsiverðu athæfi Manna í vinnu og kæra ef til þess kemur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu þar sem vísað er í fréttir Stöðvar 2 að kvöldi 7. febrúar síðastliðinn.Rúmensku verkamennirnir sem rætt var við í fréttum Stöðvar 2.vísir/sigurjón„Þar var sagt frá ömurlegum kjörum og aðbúnaði fjölda rúmenskra starfsmanna hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Samkvæmt framburði mannanna fengu þeir ekki greitt fyrir unnar vinnustundir, dvöldu í þröngu ólöglegu íbúðarhúsnæði og borguðu fyrir það óhóflegar upphæðir sem dregnar voru frá launum þeirra,“ segir í tilkynningu til fjölmiðla. Fulltrúar Eflingar og ASÍ skoðuðu aðbúnað mannanna og virkjuðu í kjölfarið framkvæmdateymi fyrir þolendur mansals. Starfsmenn kjaramálasviðs Eflingar hafa fundað með verkamönnunum og aflað frekari gagna um málið. Vegna gruns um umfangsmikið refsivert athæfi og hugsanlegt mansal var málið fært í hendur lögmannastofunnar Réttar. „Efling hefur lengi beitt sér gegn ítrekuðum brotum á kjarasamningum, sem framin eru í skjóli óljósra samninga, „útleigu“ á starfsfólki og skorts á sektarheimildum. Í Kröfugerð Eflingar, sem samin var af félagsmönnum í haust er þess meðal annars krafist að heimilt sé að innheima sektir vegna alvarlegra brota á kjarasamningi.“Viðar Þorsteinsson er framkvæmdastjóri Eflingar.VísirViðar Þorsteinsson framkvæmdastjóra Eflingar segir það óviðunandi að slík mál komi upp aftur og aftur, jafnvel hjá sömu aðilum undir nýrri kennitölu. „Kjaramálasviði og lögmönnum Eflingar hefur tekist að reka launakröfur með góðum árangri gegn starfsmannaleigum. En það sem við sjáum núna eru nýstárlegar aðferðir, hjá sömu aðilum, við að féfletta fólk framhjá lögum og reglum. Það kallar á að við beitum fyrir okkur nýjum lagalegum vopnum og samstarf okkar við Rétt er dæmi um það. Við erum mjög ánægð að Ragnar Aðalsteinsson og Réttur hafi fallist á að taka málið upp á sína arma.“Greint var frá því á Vísi í gærkvöldi að Viðari hefði borist krafa frá Mönnum í vinnu um afsökunarbeiðni og greiðslu einnar milljónar vegna ummæla sem hann hafi látið falla í fjölmiðlum. Drífa Snædal, forseti ASÍ, greinir frá því að hún hafi sömuleiðis fengið slíkt kröfubréf.
Vinnumarkaður Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira