Börnum í íslensku samfélagi mismunað Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2019 11:00 Margrét Júlía Rafnsdóttir. „Barnasáttmálinn er tæki fyrir sveitarfélög og alla aðila sem eru að vinna að málefnum barna og með börnum að hafa sem leiðarljós í öllu starfi. Þegar sveitarfélög ákveða að innleiða sáttmálann, þurfa þau að tryggja réttindi allra barna, í öllu starfi á vegum sveitarfélagsins,“ segir Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri Barnaheilla. Hún segir að börnum í íslensku samfélagi sé í dag mismunað vegna efnahagslegrar stöðu foreldra. „Börn bera ekki ábyrgð á við hvaða aðstæður þau búa. Við verðum að tryggja öllum börnum grundvallarmannréttindi óháð stöðu þeirra eða stöðu foreldra þeirra. Efnahagsleg staða foreldra á ekki að koma í veg fyrir að börn njóti þeirra réttinda sem þeim ber samkvæmt Barnasáttmálanum,“ segir Margrét Júlía. Í Barnasáttmálanum er kveðið á um réttindi barna, ábyrgð og skyldur stjórnvalda, svo og ábyrgð foreldra. Samfélagið verði að búa svo um hnútana að foreldrar geti sinnt uppeldisskyldum sínum og hlúð vel að börnum sínum. „Sem dæmi má nefna að samkvæmt Barnasáttmálanum eiga öll börn rétt á hvíld, tómstundum, leikjum og skemmtunum, sem hæfa aldri þeirra og þroska og til frjálsrar þátttöku í menningarlífi og listum. Ekki geta öll börn stundað tómstundastarf, m.a. vegna kostnaðar sem því fylgir. Þarna verða sveitarfélög að marka sér stefnu, þannig að öll börn geti tekið þátt án mismununar,“ segir Margrét Júlía. „Börn eiga jafnframt rétt á gjaldfrjálsri grunnmenntun. Því hafa Barnaheill barist fyrir því að sveitarfélög leggi af þann sið að láta foreldra kaupa hluta af námsgögnum barna sinna hvert haust. Sú barátta hefur borið árangur, en tryggja þarf að þessi kostnaður verði ekki lagður á aftur og það er einungis hægt með því að tryggja það í lögum.“ Öll börn eiga rétt á að njóta umönnunar foreldra sinna. Þó má til dæmis nefna að barn á engan sjálfstæðan veikindarétt, heldur er rétturinn foreldranna og fer eftir atvinnustöðu þeirra, stéttarfélagi og er samkvæmt kjarasamningum og mjög mismunandi. „Staða barna sem veikjast eða fæðast veik getur því verið mjög mismunandi og er það algjörlega óásættanlegt. Það þarf að tryggja í lögum um almannatryggingar og að rétturinn sé ávallt barnsins. Að búa vel að börnum og fjölskyldum þeirra frá upphafi er fjárfesting til framtíðar. Síðast en ekki síst: Ef við ætlum að tryggja börnum jarðar lífvænlega framtíð, þurfum við sem erum fullorðin að taka höndum saman, vinna gegn loftslagsbreytingum og annarri umhverfisvá. Börnin okkar og barnabörn eiga það skilið.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
„Barnasáttmálinn er tæki fyrir sveitarfélög og alla aðila sem eru að vinna að málefnum barna og með börnum að hafa sem leiðarljós í öllu starfi. Þegar sveitarfélög ákveða að innleiða sáttmálann, þurfa þau að tryggja réttindi allra barna, í öllu starfi á vegum sveitarfélagsins,“ segir Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri Barnaheilla. Hún segir að börnum í íslensku samfélagi sé í dag mismunað vegna efnahagslegrar stöðu foreldra. „Börn bera ekki ábyrgð á við hvaða aðstæður þau búa. Við verðum að tryggja öllum börnum grundvallarmannréttindi óháð stöðu þeirra eða stöðu foreldra þeirra. Efnahagsleg staða foreldra á ekki að koma í veg fyrir að börn njóti þeirra réttinda sem þeim ber samkvæmt Barnasáttmálanum,“ segir Margrét Júlía. Í Barnasáttmálanum er kveðið á um réttindi barna, ábyrgð og skyldur stjórnvalda, svo og ábyrgð foreldra. Samfélagið verði að búa svo um hnútana að foreldrar geti sinnt uppeldisskyldum sínum og hlúð vel að börnum sínum. „Sem dæmi má nefna að samkvæmt Barnasáttmálanum eiga öll börn rétt á hvíld, tómstundum, leikjum og skemmtunum, sem hæfa aldri þeirra og þroska og til frjálsrar þátttöku í menningarlífi og listum. Ekki geta öll börn stundað tómstundastarf, m.a. vegna kostnaðar sem því fylgir. Þarna verða sveitarfélög að marka sér stefnu, þannig að öll börn geti tekið þátt án mismununar,“ segir Margrét Júlía. „Börn eiga jafnframt rétt á gjaldfrjálsri grunnmenntun. Því hafa Barnaheill barist fyrir því að sveitarfélög leggi af þann sið að láta foreldra kaupa hluta af námsgögnum barna sinna hvert haust. Sú barátta hefur borið árangur, en tryggja þarf að þessi kostnaður verði ekki lagður á aftur og það er einungis hægt með því að tryggja það í lögum.“ Öll börn eiga rétt á að njóta umönnunar foreldra sinna. Þó má til dæmis nefna að barn á engan sjálfstæðan veikindarétt, heldur er rétturinn foreldranna og fer eftir atvinnustöðu þeirra, stéttarfélagi og er samkvæmt kjarasamningum og mjög mismunandi. „Staða barna sem veikjast eða fæðast veik getur því verið mjög mismunandi og er það algjörlega óásættanlegt. Það þarf að tryggja í lögum um almannatryggingar og að rétturinn sé ávallt barnsins. Að búa vel að börnum og fjölskyldum þeirra frá upphafi er fjárfesting til framtíðar. Síðast en ekki síst: Ef við ætlum að tryggja börnum jarðar lífvænlega framtíð, þurfum við sem erum fullorðin að taka höndum saman, vinna gegn loftslagsbreytingum og annarri umhverfisvá. Börnin okkar og barnabörn eiga það skilið.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira