Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. febrúar 2019 23:30 Michael Cohen svaraði spurningum þingmanna í um sjö tíma. Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. Talið er víst að vitnisburður Cohen muni skaða Trump en lögmaðurinn gat þó ekki lagt fram óyggjandi sönnunargögn sem muni koma Trump í vanda, að því er fram kemur í samantekt Reuters.Meðal þess sem kom fram í málflutningi hans er að Donald Trump hafi vitað fyrirfram að Wikileaks hygðist leka tölvupóstum sem stolið var úr tölvukerfi Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar 2016. Einnig sýndi hann kvittanir fyrir greiðslu á peningum til tveggja kvenna sem hafa sagst átt í kynferðislegum samskiptum við Trump. Sagði Cohen að Trump hafi fyrirskipað honum að kaupa þögn kvennanna.Í máli Cohen kom einnig fram að hann hefði engin sönnunargögn undir höndum sem sýnt gætu fram á samráð forsetaframboðs Trump við Rússa í forsetakosningunum 2016 en það er meðal þess Robert Mueller, sérstakur saksóknari rannsakar.Þó hafi Trump sjálfur haft puttana í samningaviðræðum vegna fasteignaviðskipta í Moskvu á sama tíma og hann var í framboði. Sagði Cohen einnig að það væri „eitthvað skrýtið“ við samband Trump og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Búist er við að vitnisburður Cohen komi sér ekki vel fyrir Trump, ekki síst í ljósi þess að fyrrverandi einkalögfræðing forsetans er að ræða. Repúblikanar í þingnefndinni komu forsetanum til varnar og eyddu mestu púðri í að reyna draga úr trúverðugleika Cohen. Cohen hefur játað nokkur brot, sem snúa meðal annars að því að ljúga að þingmönnum og brot á kosningalögum vegna greiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stephanie Clifford, eða Stormy Daniels. Cohen mun hefja afplánun á þriggja ára dómi sínum í byrjun maí.„Ég er ekki viss um að Michael Cohen geti sagt sannleikann,“ sagði James Comer, þingmaður Repúblikana. Héldu þingmenn þeirra því fram að vitnisburður Cohen væri ekkert annað en örvæntingarfull tilraun Demókrata til þess að leggja drög að vantrausti á Trump. Þrátt fyrir að fundurinn stæði yfir í sjö tíma var Cohen rólegur og yfirvegaður á meðan fundinum stóð. Þá varaði hann þingmenn Repúblikana við að fylgja forsetanum í blindni, líkt og hann sjálfur hafi gert. „Ég gerði það sama og þið eruð að gera síðastliðin tíu ár. Ég verndaði herra Trump í tíu ár. Því fleiri sem fylgja Trump í jafn mikilli blindni og ég gerði, því fleiri muni hljóta mín örlög,“ sagði Cohen sem sagði að lokum að hollusta hans í garð Trump hefði kostað hann allt sem hann ætti. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00 Bein útsending: Lögmaður Trump ræðir við þingmenn Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun saka forsetann um að hafa brotið lög í embætti og segja hann vera rasista og svikahrapp. 27. febrúar 2019 14:30 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira
Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. Talið er víst að vitnisburður Cohen muni skaða Trump en lögmaðurinn gat þó ekki lagt fram óyggjandi sönnunargögn sem muni koma Trump í vanda, að því er fram kemur í samantekt Reuters.Meðal þess sem kom fram í málflutningi hans er að Donald Trump hafi vitað fyrirfram að Wikileaks hygðist leka tölvupóstum sem stolið var úr tölvukerfi Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar 2016. Einnig sýndi hann kvittanir fyrir greiðslu á peningum til tveggja kvenna sem hafa sagst átt í kynferðislegum samskiptum við Trump. Sagði Cohen að Trump hafi fyrirskipað honum að kaupa þögn kvennanna.Í máli Cohen kom einnig fram að hann hefði engin sönnunargögn undir höndum sem sýnt gætu fram á samráð forsetaframboðs Trump við Rússa í forsetakosningunum 2016 en það er meðal þess Robert Mueller, sérstakur saksóknari rannsakar.Þó hafi Trump sjálfur haft puttana í samningaviðræðum vegna fasteignaviðskipta í Moskvu á sama tíma og hann var í framboði. Sagði Cohen einnig að það væri „eitthvað skrýtið“ við samband Trump og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Búist er við að vitnisburður Cohen komi sér ekki vel fyrir Trump, ekki síst í ljósi þess að fyrrverandi einkalögfræðing forsetans er að ræða. Repúblikanar í þingnefndinni komu forsetanum til varnar og eyddu mestu púðri í að reyna draga úr trúverðugleika Cohen. Cohen hefur játað nokkur brot, sem snúa meðal annars að því að ljúga að þingmönnum og brot á kosningalögum vegna greiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stephanie Clifford, eða Stormy Daniels. Cohen mun hefja afplánun á þriggja ára dómi sínum í byrjun maí.„Ég er ekki viss um að Michael Cohen geti sagt sannleikann,“ sagði James Comer, þingmaður Repúblikana. Héldu þingmenn þeirra því fram að vitnisburður Cohen væri ekkert annað en örvæntingarfull tilraun Demókrata til þess að leggja drög að vantrausti á Trump. Þrátt fyrir að fundurinn stæði yfir í sjö tíma var Cohen rólegur og yfirvegaður á meðan fundinum stóð. Þá varaði hann þingmenn Repúblikana við að fylgja forsetanum í blindni, líkt og hann sjálfur hafi gert. „Ég gerði það sama og þið eruð að gera síðastliðin tíu ár. Ég verndaði herra Trump í tíu ár. Því fleiri sem fylgja Trump í jafn mikilli blindni og ég gerði, því fleiri muni hljóta mín örlög,“ sagði Cohen sem sagði að lokum að hollusta hans í garð Trump hefði kostað hann allt sem hann ætti.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00 Bein útsending: Lögmaður Trump ræðir við þingmenn Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun saka forsetann um að hafa brotið lög í embætti og segja hann vera rasista og svikahrapp. 27. febrúar 2019 14:30 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira
„Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00
Bein útsending: Lögmaður Trump ræðir við þingmenn Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun saka forsetann um að hafa brotið lög í embætti og segja hann vera rasista og svikahrapp. 27. febrúar 2019 14:30