Menn í vinnu vilja milljón frá Viðari auk afsökunarbeiðni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. febrúar 2019 23:29 Viðar Þorsteinsson er framkvæmdastjóri Eflingar. Mynd/Stöð 2 Starfsmannaleigan Menn í vinnu hefur krafið Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóra Eflingar, um afsökunarbeiðni og greiðslu einnar milljónar vegna ummæla hans um starfsemi fyrirtækisins, ella standi hann frammi fyrir málshöfðun.Viðar greinir frá þessu á Facebook og birtir mynd af kröfubréfinu sem hann segir hafa borist til hans í kvöld. „Í kvöld var dyrabjöllunni hringt heima hjá mér og mér fært stórt pappírsumslag með nafninu mínu handskrifuðu á. Glaðningurinn reyndist svo vera hótun um lögsókn frá starfsmannaleigunni Mönnum í vinnu. Þar eru talin upp ýmis ummæli sem ég hef látið falla í fjölmiðlum um starfsemi fyrirtækisins. Ég er krafinn um afsökunarbeiðni og 1.000.000 í skaðabætur,“ skrifar Viðar. Í bréfinu er vísað til ummæla Viðars um starfsmannaleiguna í ýmsum miðlum og þess krafist að hann birti afsökunarbeiðni á vef Eflingar auk þess sem að hann fái grein birta eftir sig á Vísi og Stöð 2 að því er fram kemur á vef Fréttablaðsins. Þar segir einnig að Viðar hafi ekki í hyggju að bregðast sérstaklega við kröfum Manna í vinnu. „Núna koma sömu aðilar til baka eins og stökkbreyttur vírus undir nýjum kennitölum. Núna gera þau þetta nánast rétt á pappírnum, gefa kannski út réttan launaseðil, en hafa fundið nýjar leiðir til að féfletta fólkið framhjá lögum og reglum,“ var meðal annars haft eftir Viðari á vef Eflingar eftir fréttaflutning af aðstæðum rúmenskra verkamanna á vegum Manna í vinnu. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira
Starfsmannaleigan Menn í vinnu hefur krafið Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóra Eflingar, um afsökunarbeiðni og greiðslu einnar milljónar vegna ummæla hans um starfsemi fyrirtækisins, ella standi hann frammi fyrir málshöfðun.Viðar greinir frá þessu á Facebook og birtir mynd af kröfubréfinu sem hann segir hafa borist til hans í kvöld. „Í kvöld var dyrabjöllunni hringt heima hjá mér og mér fært stórt pappírsumslag með nafninu mínu handskrifuðu á. Glaðningurinn reyndist svo vera hótun um lögsókn frá starfsmannaleigunni Mönnum í vinnu. Þar eru talin upp ýmis ummæli sem ég hef látið falla í fjölmiðlum um starfsemi fyrirtækisins. Ég er krafinn um afsökunarbeiðni og 1.000.000 í skaðabætur,“ skrifar Viðar. Í bréfinu er vísað til ummæla Viðars um starfsmannaleiguna í ýmsum miðlum og þess krafist að hann birti afsökunarbeiðni á vef Eflingar auk þess sem að hann fái grein birta eftir sig á Vísi og Stöð 2 að því er fram kemur á vef Fréttablaðsins. Þar segir einnig að Viðar hafi ekki í hyggju að bregðast sérstaklega við kröfum Manna í vinnu. „Núna koma sömu aðilar til baka eins og stökkbreyttur vírus undir nýjum kennitölum. Núna gera þau þetta nánast rétt á pappírnum, gefa kannski út réttan launaseðil, en hafa fundið nýjar leiðir til að féfletta fólkið framhjá lögum og reglum,“ var meðal annars haft eftir Viðari á vef Eflingar eftir fréttaflutning af aðstæðum rúmenskra verkamanna á vegum Manna í vinnu.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira