Keyptu meira en tíu lúxusíbúðir Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 27. febrúar 2019 07:00 ÞG Verk byggir Hafnartorgið. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari ÞG Verk hefur selt eða samþykkt kauptilboð í allar íbúðir nema tvær, samtals þrjátíu íbúðir, í fyrstu tveimur húsum á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. Þetta staðfestir Davíð Már Sigurðsson, sölu- og markaðsstjóri ÞG Verks, í samtali við Markaðinn. Fyrir skemmstu var samþykkt eitt kauptilboð um kaup fjárfesta á meira en tíu lúxusíbúðum í húsunum tveimur. Davíð Már segir aðspurður að kaupendur að íbúðunum þrjátíu, sem voru settar í sölu um mitt síðasta ár, séu Íslendingar. Meðalverð á fermetra hefur verið um 800 þúsund krónur sem hann segir vel viðunandi. Það sé talsvert hærra en gangi og gerist í öðrum nýbyggingum á svæðinu. Samkvæmt söluvef ÞG Verks eru samanlagt 70 íbúðir í fimm mismunandi byggingum á Hafnartorgi. Eins og áður segir hafa 30 íbúðir í tveimur fyrstu húsunum nú verið seldar og stendur til að setja íbúðir í hinum blokkunum þremur formlega í sölu í næsta mánuði, að sögn Davíðs Más. Þó kemur til greina að ÞG Verk haldi einhverjum íbúðum og eigi þær áfram í tvö til þrjú ár. Haft var eftir Þorvaldi Gissurarsyni, forstjóra ÞG Verks, í Markaðinum í síðasta mánuði að verkefnið kostaði í heild um 13 til 14 milljarða. Um það bil helmingur fjárhæðarinnar væri lánsfé frá Landsbankanum. „Eins lengi og þarf á að halda,“ svaraði Þorvaldur spurður hve lengi fyrirtækið gæti beðið með að selja eignirnar á meðan markaðsaðstæður væru krefjandi. „Ég hef engar áhyggjur af Hafnartorgi. Það er ekkert óeðlilegt að svona verkefni taki lengri tíma í markaðssetningu og sölu en hefðbundið húsnæði. Það kemur ekki á óvart. Þetta er allt önnur vara sem verið er að bjóða en annars staðar,“ sagði hann. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Segir það „tóma tjöru“ að Beckham-hjónin hafi sýnt íbúðum á Hafnartorgi áhuga Staðfesting á því fékkst frá vini Beckham-hjónanna, Björgólfi Thor. 17. október 2018 20:25 Síminn krefst húsleitar hjá RÚV vegna fréttar um Hafnartorg íminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. 10. október 2018 22:45 Beðið með sölu á lúxusíbúðum Ekki hefur verið ákveðið hvenær lúxusíbúðir í þremur blokkum á Hafnartorgi sem ÞG Verk byggir verða settar formlega í sölu. 30. janúar 2019 06:00 Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Sjá meira
ÞG Verk hefur selt eða samþykkt kauptilboð í allar íbúðir nema tvær, samtals þrjátíu íbúðir, í fyrstu tveimur húsum á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. Þetta staðfestir Davíð Már Sigurðsson, sölu- og markaðsstjóri ÞG Verks, í samtali við Markaðinn. Fyrir skemmstu var samþykkt eitt kauptilboð um kaup fjárfesta á meira en tíu lúxusíbúðum í húsunum tveimur. Davíð Már segir aðspurður að kaupendur að íbúðunum þrjátíu, sem voru settar í sölu um mitt síðasta ár, séu Íslendingar. Meðalverð á fermetra hefur verið um 800 þúsund krónur sem hann segir vel viðunandi. Það sé talsvert hærra en gangi og gerist í öðrum nýbyggingum á svæðinu. Samkvæmt söluvef ÞG Verks eru samanlagt 70 íbúðir í fimm mismunandi byggingum á Hafnartorgi. Eins og áður segir hafa 30 íbúðir í tveimur fyrstu húsunum nú verið seldar og stendur til að setja íbúðir í hinum blokkunum þremur formlega í sölu í næsta mánuði, að sögn Davíðs Más. Þó kemur til greina að ÞG Verk haldi einhverjum íbúðum og eigi þær áfram í tvö til þrjú ár. Haft var eftir Þorvaldi Gissurarsyni, forstjóra ÞG Verks, í Markaðinum í síðasta mánuði að verkefnið kostaði í heild um 13 til 14 milljarða. Um það bil helmingur fjárhæðarinnar væri lánsfé frá Landsbankanum. „Eins lengi og þarf á að halda,“ svaraði Þorvaldur spurður hve lengi fyrirtækið gæti beðið með að selja eignirnar á meðan markaðsaðstæður væru krefjandi. „Ég hef engar áhyggjur af Hafnartorgi. Það er ekkert óeðlilegt að svona verkefni taki lengri tíma í markaðssetningu og sölu en hefðbundið húsnæði. Það kemur ekki á óvart. Þetta er allt önnur vara sem verið er að bjóða en annars staðar,“ sagði hann.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Segir það „tóma tjöru“ að Beckham-hjónin hafi sýnt íbúðum á Hafnartorgi áhuga Staðfesting á því fékkst frá vini Beckham-hjónanna, Björgólfi Thor. 17. október 2018 20:25 Síminn krefst húsleitar hjá RÚV vegna fréttar um Hafnartorg íminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. 10. október 2018 22:45 Beðið með sölu á lúxusíbúðum Ekki hefur verið ákveðið hvenær lúxusíbúðir í þremur blokkum á Hafnartorgi sem ÞG Verk byggir verða settar formlega í sölu. 30. janúar 2019 06:00 Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Sjá meira
Segir það „tóma tjöru“ að Beckham-hjónin hafi sýnt íbúðum á Hafnartorgi áhuga Staðfesting á því fékkst frá vini Beckham-hjónanna, Björgólfi Thor. 17. október 2018 20:25
Síminn krefst húsleitar hjá RÚV vegna fréttar um Hafnartorg íminn hefur krafist þess að Fjölmiðlanefnd rannsaki hvort að óeðlileg tengsl séu á milli auglýsingasölu og fréttaflutnings hjá RÚV. Málið er tilkomið vegna fréttar um framkvæmdir á Hafnartorgi sem Síminn telur að hafi verið dulin auglýsing. 10. október 2018 22:45
Beðið með sölu á lúxusíbúðum Ekki hefur verið ákveðið hvenær lúxusíbúðir í þremur blokkum á Hafnartorgi sem ÞG Verk byggir verða settar formlega í sölu. 30. janúar 2019 06:00