Setja léttkolsýrðan kollagendrykk á markað Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 27. febrúar 2019 09:00 Frá vinstri: Erla Anna Ágústsdóttir, Telma Björg Kristinsdóttir, Kristín Ýr Pétursdóttir og Hrönn Margrét Magnúsdóttir Nýr íslenskur og sykurlaus drykkur með viðbættu kollageni verður fáanlegur í verslunum á næstu dögum. Drykkurinn Collab var hannaður af Feel Iceland og Ölgerðinni, en Feel Iceland vinnu kollagen úr íslensku fiskroði. Hrönn Margrét Magnúsdóttir, annar stofnandi Feel Iceland, segir að hugmyndavinnan hafi hafist fyrir tveimur árum. „Hugmyndin á bak við drykkinn er góð hráefni og við viljum alls ekki fara í felur með það. Dósirnar voru því hannaðar þannig að innihaldslýsingin er framan á þeim með vörumerkinu. Þú sérð greinilega hvað þú ert að drekka,“ segir Hrönn í samtali við Markaðinn. Feel Iceland hefur þróað og markaðssett fæðubótarefni og húðvörur sem eru unnar úr aukaafurðum íslensks sjávarfangs. Markmiðið er að nýta auðlindir úr hafinu sem hafa ekki verið nýttar áður og jafnvel hent, til þess að láta fólki líða betur á náttúrulegan hátt og án þess að skaða umhverfið.Nýi drykkurinn. Nú bætist drykkur við vörulínuna en til að byrja með verða framleiddar tvær bragðtegundir; annars vegar ferskju- og mangóbragð og hins vegar límónu- og ylliblómabragð. „Það sem er líka skemmtilegt við þennan drykk er að það voru aðallega konur sem komu að hönnun, hugmyndavinnu og þess háttar,“ segir Hrönn. Hún segir að Collab sameini íslenskt hugvit og íslenskt hráefni. Enginn annar drykkur í heiminum sem inniheldur koffín og íslenskt kollagen sem er unnið úr fiskroði. „Feel Iceland kollagenið er eitt hreinasta prótein sem þú getur fengið, engin viðbætt aukaefni og unnið úr íslensku sjávarfangi. Kollagen er eitt helsta uppbyggingarprótein líkamans þannig að það er mjög mikilvægt fyrir okkur að fá það í nægilegu magni. Eftir 25 ára aldur byrjar að hægja á framleiðslu líkamans á kollageni og því er mikilvægt að bæta það upp með einhverjum hætti.“ Spurð hvort Feel Iceland hafi í hyggju að sækja á erlenda markaði með Collab svarar Hrönn að fyrirtækið hafi nú þegar fengið fyrirspurnir að utan. Fyrst um sinn verði þó einblínt á sölu drykkjarins hér heima. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Æskubrunnurinn kollagen KYNNING: Þorbjörg Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og næringarþerapisti, hefur góða reynslu af Feel Iceland-vörunum. 1. september 2015 13:30 Hólmfríður ráðin framkvæmdastjóri Ankra - Feel Iceland Hólmfríður Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ankra - Feel Iceland. 27. júní 2017 10:27 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Nýr íslenskur og sykurlaus drykkur með viðbættu kollageni verður fáanlegur í verslunum á næstu dögum. Drykkurinn Collab var hannaður af Feel Iceland og Ölgerðinni, en Feel Iceland vinnu kollagen úr íslensku fiskroði. Hrönn Margrét Magnúsdóttir, annar stofnandi Feel Iceland, segir að hugmyndavinnan hafi hafist fyrir tveimur árum. „Hugmyndin á bak við drykkinn er góð hráefni og við viljum alls ekki fara í felur með það. Dósirnar voru því hannaðar þannig að innihaldslýsingin er framan á þeim með vörumerkinu. Þú sérð greinilega hvað þú ert að drekka,“ segir Hrönn í samtali við Markaðinn. Feel Iceland hefur þróað og markaðssett fæðubótarefni og húðvörur sem eru unnar úr aukaafurðum íslensks sjávarfangs. Markmiðið er að nýta auðlindir úr hafinu sem hafa ekki verið nýttar áður og jafnvel hent, til þess að láta fólki líða betur á náttúrulegan hátt og án þess að skaða umhverfið.Nýi drykkurinn. Nú bætist drykkur við vörulínuna en til að byrja með verða framleiddar tvær bragðtegundir; annars vegar ferskju- og mangóbragð og hins vegar límónu- og ylliblómabragð. „Það sem er líka skemmtilegt við þennan drykk er að það voru aðallega konur sem komu að hönnun, hugmyndavinnu og þess háttar,“ segir Hrönn. Hún segir að Collab sameini íslenskt hugvit og íslenskt hráefni. Enginn annar drykkur í heiminum sem inniheldur koffín og íslenskt kollagen sem er unnið úr fiskroði. „Feel Iceland kollagenið er eitt hreinasta prótein sem þú getur fengið, engin viðbætt aukaefni og unnið úr íslensku sjávarfangi. Kollagen er eitt helsta uppbyggingarprótein líkamans þannig að það er mjög mikilvægt fyrir okkur að fá það í nægilegu magni. Eftir 25 ára aldur byrjar að hægja á framleiðslu líkamans á kollageni og því er mikilvægt að bæta það upp með einhverjum hætti.“ Spurð hvort Feel Iceland hafi í hyggju að sækja á erlenda markaði með Collab svarar Hrönn að fyrirtækið hafi nú þegar fengið fyrirspurnir að utan. Fyrst um sinn verði þó einblínt á sölu drykkjarins hér heima.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Æskubrunnurinn kollagen KYNNING: Þorbjörg Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og næringarþerapisti, hefur góða reynslu af Feel Iceland-vörunum. 1. september 2015 13:30 Hólmfríður ráðin framkvæmdastjóri Ankra - Feel Iceland Hólmfríður Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ankra - Feel Iceland. 27. júní 2017 10:27 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Sjá meira
Æskubrunnurinn kollagen KYNNING: Þorbjörg Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og næringarþerapisti, hefur góða reynslu af Feel Iceland-vörunum. 1. september 2015 13:30
Hólmfríður ráðin framkvæmdastjóri Ankra - Feel Iceland Hólmfríður Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ankra - Feel Iceland. 27. júní 2017 10:27