Kjötið þjappar saman Framsóknarmönnum Ari Brynjólfsson skrifar 27. febrúar 2019 06:00 Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður framsóknar. Framsóknarflokkurinn hefur ekki gefið það út hvort flokkurinn muni styðja frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu kjöti. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgönguráðherra, sagði á þingi í gær að Framsóknarmenn muni bregðast við málinu af hörku og það eigi að leita allra leiða til þess að verja sérstöðu Íslands á sviði landbúnaðarmála. Flokkurinn hélt fund á Hótel Sögu í síðustu viku um hrein matvæli og heilbrigði dýra. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir fundinn hafa þétt raðirnar í flokknum í andstöðu við frumvarpið og skapað samstöðu sem flokknum hefur vantað í kjölfar klofnings flokksins fyrir einu og hálfu ári síðan. Daginn fyrir fundinn var frumvarpið sett í samráðsgátt stjórnvalda en frumvarpið heimilar innflutning á hráu kjöti og eggjum frá löndum innan EES. Kristján Þór sagði í síðustu viku að stjórnvöld hafi ekki átt annarra kosta völ í kjölfar dóma Hæstaréttar og EFTA-dómstólsins. „Við Framsóknarmenn teljum að nauðsynlegt sé að bregðast við af talsverðri hörku í málinu en það getur verið að við þurfum einfaldlega að horfa á þetta sem tvö mál,“ sagði Sigurður Ingi.Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Annars vegar sé að bregðast við dómunum og hins vegar að verja sérstöðu Íslands þegar kemur að heilsu búfjár og sjúkdómastöðu. „Evrópusambandið hefur ekki léð máls á að skilja þann hluta málsins og ég tel að við eigum að taka það upp og gera samhliða.“ Guðni segir frumvarpið uppgjöf og það þurfi að fara lengra með málið. „Forsendurnar eru breyttar frá því ég var ráðherra og barðist gegn þessu. Þá var verið að tala um gin- og klaufaveiki, í dag erum við að tala um eitruð matvæli. Kjöt sem er svikin vara og veldur skaða,“ segir Guðni. „Þetta á ekki að vera neitt álitamál. Mér finnst að ríkisstjórnin ætti að taka málið upp á vettvangi EES. Þar eru greinilega fyrirvarar sem snúa að dýraheilsu og dýravernd.“ Varðandi stöðuna í flokknum segir Guðni klofning Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr flokknum og átök hans og Sigurðar Inga hafa haft sín áhrif. Flokkurinn sé hins vegar að þétta raðirnar með andstöðu við frumvarpið. „Það þarf stundum eitt mál til að sætta þessa gömlu fjandmenn, segir í ljóði. Þá dó barn. Stundum þarf það til svo menn þjappist saman og sjái sína hagsmuni.“ Birtist í Fréttablaðinu Framsóknarflokkurinn Landbúnaður Samkeppnismál Tengdar fréttir Aukinn innflutningur skili 900 milljónum í vasa neytenda Ætla má að ábati neytenda af nýju frumvarpi, sem heimilar í auknum mæli innflutning á ófrystum landbúnaðarafurðum, muni nema næstum 900 milljónum króna á ári. 21. febrúar 2019 12:15 Segir Ísland sitja í súpunni vegna óbilgirni ESB og ásóknar heildsala Samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra segir frumvarp landbúnaðraráðherra, sem meðal annars heimilar innflutning á fersku kjöti, vera til marks um að íslensk stjórnvöld séu að gefa sig undan þrýstingi heildsala og Evrópusambandsins. 21. febrúar 2019 20:30 Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Lögmaður FA telur áhyggjur Bændasamtakanna óþarfar Félag atvinnurekenda fagnar frumvarpi landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum. 21. febrúar 2019 14:15 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Framsóknarflokkurinn hefur ekki gefið það út hvort flokkurinn muni styðja frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu kjöti. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgönguráðherra, sagði á þingi í gær að Framsóknarmenn muni bregðast við málinu af hörku og það eigi að leita allra leiða til þess að verja sérstöðu Íslands á sviði landbúnaðarmála. Flokkurinn hélt fund á Hótel Sögu í síðustu viku um hrein matvæli og heilbrigði dýra. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir fundinn hafa þétt raðirnar í flokknum í andstöðu við frumvarpið og skapað samstöðu sem flokknum hefur vantað í kjölfar klofnings flokksins fyrir einu og hálfu ári síðan. Daginn fyrir fundinn var frumvarpið sett í samráðsgátt stjórnvalda en frumvarpið heimilar innflutning á hráu kjöti og eggjum frá löndum innan EES. Kristján Þór sagði í síðustu viku að stjórnvöld hafi ekki átt annarra kosta völ í kjölfar dóma Hæstaréttar og EFTA-dómstólsins. „Við Framsóknarmenn teljum að nauðsynlegt sé að bregðast við af talsverðri hörku í málinu en það getur verið að við þurfum einfaldlega að horfa á þetta sem tvö mál,“ sagði Sigurður Ingi.Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Annars vegar sé að bregðast við dómunum og hins vegar að verja sérstöðu Íslands þegar kemur að heilsu búfjár og sjúkdómastöðu. „Evrópusambandið hefur ekki léð máls á að skilja þann hluta málsins og ég tel að við eigum að taka það upp og gera samhliða.“ Guðni segir frumvarpið uppgjöf og það þurfi að fara lengra með málið. „Forsendurnar eru breyttar frá því ég var ráðherra og barðist gegn þessu. Þá var verið að tala um gin- og klaufaveiki, í dag erum við að tala um eitruð matvæli. Kjöt sem er svikin vara og veldur skaða,“ segir Guðni. „Þetta á ekki að vera neitt álitamál. Mér finnst að ríkisstjórnin ætti að taka málið upp á vettvangi EES. Þar eru greinilega fyrirvarar sem snúa að dýraheilsu og dýravernd.“ Varðandi stöðuna í flokknum segir Guðni klofning Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar úr flokknum og átök hans og Sigurðar Inga hafa haft sín áhrif. Flokkurinn sé hins vegar að þétta raðirnar með andstöðu við frumvarpið. „Það þarf stundum eitt mál til að sætta þessa gömlu fjandmenn, segir í ljóði. Þá dó barn. Stundum þarf það til svo menn þjappist saman og sjái sína hagsmuni.“
Birtist í Fréttablaðinu Framsóknarflokkurinn Landbúnaður Samkeppnismál Tengdar fréttir Aukinn innflutningur skili 900 milljónum í vasa neytenda Ætla má að ábati neytenda af nýju frumvarpi, sem heimilar í auknum mæli innflutning á ófrystum landbúnaðarafurðum, muni nema næstum 900 milljónum króna á ári. 21. febrúar 2019 12:15 Segir Ísland sitja í súpunni vegna óbilgirni ESB og ásóknar heildsala Samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra segir frumvarp landbúnaðraráðherra, sem meðal annars heimilar innflutning á fersku kjöti, vera til marks um að íslensk stjórnvöld séu að gefa sig undan þrýstingi heildsala og Evrópusambandsins. 21. febrúar 2019 20:30 Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Lögmaður FA telur áhyggjur Bændasamtakanna óþarfar Félag atvinnurekenda fagnar frumvarpi landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum. 21. febrúar 2019 14:15 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Aukinn innflutningur skili 900 milljónum í vasa neytenda Ætla má að ábati neytenda af nýju frumvarpi, sem heimilar í auknum mæli innflutning á ófrystum landbúnaðarafurðum, muni nema næstum 900 milljónum króna á ári. 21. febrúar 2019 12:15
Segir Ísland sitja í súpunni vegna óbilgirni ESB og ásóknar heildsala Samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra segir frumvarp landbúnaðraráðherra, sem meðal annars heimilar innflutning á fersku kjöti, vera til marks um að íslensk stjórnvöld séu að gefa sig undan þrýstingi heildsala og Evrópusambandsins. 21. febrúar 2019 20:30
Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00
Lögmaður FA telur áhyggjur Bændasamtakanna óþarfar Félag atvinnurekenda fagnar frumvarpi landbúnaðarráðherra sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum. 21. febrúar 2019 14:15