Birta mynd af „skammarlistanum“ í almennu rými Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. febrúar 2019 18:47 Listinn sést hér hanga á töflu, að því er virðist í almennu rými á Grand hótel. Mynd/Efling Stéttarfélagið Efling segir það ekki rétt að listi yfir veikindi starfsmanna á Grand hótel í Reykjavík hafi aðeins legið á skrifstofu yfirmanns, líkt og fram kom í máli framkvæmdastjóra hjá Íslandshótelum í dag. Efling birti mynd af listanum, þar sem hann sést hanga í almennu rými á hótelinu, máli sínu til stuðnings nú síðdegis. Efling sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem fyrst var greint frá listanum. Þar var fullyrt að áðurnefndur „skammarlisti“, þar sem nöfnum starfsfólks var raðað eftir því hver tók mesta veikindadaga árinu 2018, hefði hangið uppi á hóteli í Reykjavík. Með fylgdi nærmynd af listanum. Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók hins vegar fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. Listinn hafi aðeins legið inni á skrifstofu yfirmanns og að um væri að ræða eðlilegt yfirlit um veikindi starfsmanna. Efling svaraði svo ummælum framkvæmdastjórans með nýrri mynd af listanum þar sem hann sést hanga uppi á töflu í almennu rými. Í færslu Eflingar, sem birt var á Facebook í dag, segir að framkvæmdastjórinn hafi farið með rangmæli. „Myndin sem við birtum í morgun var tekin í almennu rými fyrir starfsfólk, sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Starfsfólk hefur haft samband við Eflingu til að benda á þessar rangfærslur.“ Ekki náðist í Salvöru Lilju Brandsdóttur, hótelstjóra Grand hótel, við vinnslu þessarar fréttar. Hún sagði í samtali við RÚV í dag að það væri af og frá að listinn hafi hangið uppi fyrir allra augum. Listinn hafi verið á lokaðri stjórnendastöð yfirkokks en síðan farið á flakk. Þá verði hann að sjálfsögðu fjarlægður. Kjaramál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Sjá meira
Stéttarfélagið Efling segir það ekki rétt að listi yfir veikindi starfsmanna á Grand hótel í Reykjavík hafi aðeins legið á skrifstofu yfirmanns, líkt og fram kom í máli framkvæmdastjóra hjá Íslandshótelum í dag. Efling birti mynd af listanum, þar sem hann sést hanga í almennu rými á hótelinu, máli sínu til stuðnings nú síðdegis. Efling sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem fyrst var greint frá listanum. Þar var fullyrt að áðurnefndur „skammarlisti“, þar sem nöfnum starfsfólks var raðað eftir því hver tók mesta veikindadaga árinu 2018, hefði hangið uppi á hóteli í Reykjavík. Með fylgdi nærmynd af listanum. Framkvæmdastjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Íslandshótelum, sem eiga Grand hótel, þvertók hins vegar fyrir það að listinn hefði hangið uppi á hótelinu í samtali við Mbl í dag. Listinn hafi aðeins legið inni á skrifstofu yfirmanns og að um væri að ræða eðlilegt yfirlit um veikindi starfsmanna. Efling svaraði svo ummælum framkvæmdastjórans með nýrri mynd af listanum þar sem hann sést hanga uppi á töflu í almennu rými. Í færslu Eflingar, sem birt var á Facebook í dag, segir að framkvæmdastjórinn hafi farið með rangmæli. „Myndin sem við birtum í morgun var tekin í almennu rými fyrir starfsfólk, sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Starfsfólk hefur haft samband við Eflingu til að benda á þessar rangfærslur.“ Ekki náðist í Salvöru Lilju Brandsdóttur, hótelstjóra Grand hótel, við vinnslu þessarar fréttar. Hún sagði í samtali við RÚV í dag að það væri af og frá að listinn hafi hangið uppi fyrir allra augum. Listinn hafi verið á lokaðri stjórnendastöð yfirkokks en síðan farið á flakk. Þá verði hann að sjálfsögðu fjarlægður.
Kjaramál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Sjá meira