Val neytenda Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 25. febrúar 2019 07:00 Þegar landsmenn bregða sér til annarra landa sjá þeir iðulega af hverju þeir eru að missa hér á landi í matarúrvali. Sumir ráða ekki við sig þegar þeir sjá allt það sem þar fæst á hagstæðu verði og láta sér ekki nægja að háma í sig erlent kjöt og fleira góðgæti, heldur setja í ferðatöskur sínar til að taka með heim. Um leið rúmar hugurinn ekki alltaf þá hugsun hvort íslensk lög leyfi slíkan flutning. Þessir ferðalangar eiga sér vissar málsbætur og þær helstar að það eru svo mörg furðuleg og skrýtin boð og bönn á Íslandi að ekki er alltaf hægt að muna eftir þeim öllum. Þegar heim kemur eru ýmsir stoppaðir í tollinum með góssið sem er umsvifalaust gert upptækt. Þannig hefur ósoðið kjöt lent í ruslinu í stað þess að rata á borð ferðalangsins. Einhverjir sleppa þó og gæða sér á matvöru sem samkvæmt skilgreiningu íslenskra yfirvalda á að vera þeim hættuleg. Engar sérstakar fréttir berast af því að viðkomandi lögbrjótar, sem eru stór hluti landsmanna, hafi veikst hastarlega. Nú hefur Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, lagt fram frumvarp sem heimilar innflutning á fersku kjöti, eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk. Íslenskir neytendur sjá þannig fram á aukið vöruúrval með tilheyrandi samkeppni. Þeir ættu samt ekki að fagna of snemma. Andstæðingar frumvarpsins eru að setja sig í stellingar en þeir telja ekki einungis að slíkur innflutningur ógni sérhagsmunum íslensks landbúnaðar heldur muni hann einnig eiga eftir að valda stórfelldu heilsutjóni meðal þjóðarinnar. Þeir sem lengst ganga í þeim áróðri spara ekki stóru orðin. Rifja má upp orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrir örfáum árum en hann hélt því fram að ef menn borðuðu erlent kjöt sem væri ekki nógu vel eldað ættu þeir á hættu að fá sýkingu sem gæti leitt til breytingar á hegðunarmynstri. Orðrétt sagði Sigmundur Davíð: „Þannig að menn hafa jafnvel velt upp þeirri spurningu og rannsakað hvort þetta kunni að breyta hegðun heilu þjóðanna.“ Eins og kunnugt er stofnaði Sigmundur Davíð heilan stjórnmálaflokk í kringum sjálfan sig. Í engum íslenskum stjórnmálaflokki er jafn mikil foringjadýrkun og í Miðflokknum þannig að auðvelt er að geta sér þess til að þingmenn flokksins muni fara hamförum gegn frumvarpi landbúnaðarráðherra. Önnur afturhaldsöfl á þingi, og nóg er af þeim, munu gera slíkt hið sama. Engin ástæða er til að kvíða því að heilsu þjóðarinnar muni hnigna illilega verði leyfður hér innflutningur á fersku kjöti, enda verður sú vara heilbrigðisvottuð frá því landi sem hún kemur frá. Hér á landi hefur of lengi verið látið eins og viðskiptahindranir séu bæði sjálfsagðar og eðlilegar. Þær eru það ekki. Neytandinn á sinn rétt og valið á að vera hans. Þegar frumvarp landbúnaðarráðherra kemur til afgreiðslu á þinginu munu þingmenn vonandi bera gæfu til þess að standa með samkeppni, gegn viðskiptahindrunum, og setja hagsmuni neytenda í forgrunn, eins og vera ber. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Neytendur Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Þegar landsmenn bregða sér til annarra landa sjá þeir iðulega af hverju þeir eru að missa hér á landi í matarúrvali. Sumir ráða ekki við sig þegar þeir sjá allt það sem þar fæst á hagstæðu verði og láta sér ekki nægja að háma í sig erlent kjöt og fleira góðgæti, heldur setja í ferðatöskur sínar til að taka með heim. Um leið rúmar hugurinn ekki alltaf þá hugsun hvort íslensk lög leyfi slíkan flutning. Þessir ferðalangar eiga sér vissar málsbætur og þær helstar að það eru svo mörg furðuleg og skrýtin boð og bönn á Íslandi að ekki er alltaf hægt að muna eftir þeim öllum. Þegar heim kemur eru ýmsir stoppaðir í tollinum með góssið sem er umsvifalaust gert upptækt. Þannig hefur ósoðið kjöt lent í ruslinu í stað þess að rata á borð ferðalangsins. Einhverjir sleppa þó og gæða sér á matvöru sem samkvæmt skilgreiningu íslenskra yfirvalda á að vera þeim hættuleg. Engar sérstakar fréttir berast af því að viðkomandi lögbrjótar, sem eru stór hluti landsmanna, hafi veikst hastarlega. Nú hefur Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, lagt fram frumvarp sem heimilar innflutning á fersku kjöti, eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk. Íslenskir neytendur sjá þannig fram á aukið vöruúrval með tilheyrandi samkeppni. Þeir ættu samt ekki að fagna of snemma. Andstæðingar frumvarpsins eru að setja sig í stellingar en þeir telja ekki einungis að slíkur innflutningur ógni sérhagsmunum íslensks landbúnaðar heldur muni hann einnig eiga eftir að valda stórfelldu heilsutjóni meðal þjóðarinnar. Þeir sem lengst ganga í þeim áróðri spara ekki stóru orðin. Rifja má upp orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrir örfáum árum en hann hélt því fram að ef menn borðuðu erlent kjöt sem væri ekki nógu vel eldað ættu þeir á hættu að fá sýkingu sem gæti leitt til breytingar á hegðunarmynstri. Orðrétt sagði Sigmundur Davíð: „Þannig að menn hafa jafnvel velt upp þeirri spurningu og rannsakað hvort þetta kunni að breyta hegðun heilu þjóðanna.“ Eins og kunnugt er stofnaði Sigmundur Davíð heilan stjórnmálaflokk í kringum sjálfan sig. Í engum íslenskum stjórnmálaflokki er jafn mikil foringjadýrkun og í Miðflokknum þannig að auðvelt er að geta sér þess til að þingmenn flokksins muni fara hamförum gegn frumvarpi landbúnaðarráðherra. Önnur afturhaldsöfl á þingi, og nóg er af þeim, munu gera slíkt hið sama. Engin ástæða er til að kvíða því að heilsu þjóðarinnar muni hnigna illilega verði leyfður hér innflutningur á fersku kjöti, enda verður sú vara heilbrigðisvottuð frá því landi sem hún kemur frá. Hér á landi hefur of lengi verið látið eins og viðskiptahindranir séu bæði sjálfsagðar og eðlilegar. Þær eru það ekki. Neytandinn á sinn rétt og valið á að vera hans. Þegar frumvarp landbúnaðarráðherra kemur til afgreiðslu á þinginu munu þingmenn vonandi bera gæfu til þess að standa með samkeppni, gegn viðskiptahindrunum, og setja hagsmuni neytenda í forgrunn, eins og vera ber.
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar