FH tók gullið á heimavelli Anton Ingi Leifsson skrifar 24. febrúar 2019 17:26 Guðbjörg Jóna vann til gullverðlauna i dag. vísir/getty Annar dagur meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss fór fram í Kaplakrika í dag en fjölmargar greinar voru á dagskránni í dag. FH stóð uppi sem sigurvegari í heildarstigakeppninni. Hafnarfjarðarliðið nældi sér í 50 stig en í öðru sætinu var ÍR með 48 stig. Breiðablik var svo í þriðja sætinu með 21 stig. Í kvennaflokki var það hins vegar ÍR sem vann en þær nældu í 29 stig. FH lenti í öðru sætinu með stigi minna og Breiðablik var í þriðja sætinu með tíu stig. FH vann hins vegar í karlaflokki með þremur stigum. Þeir fengu 22 stig og ÍR-ingarnir voru í öðru sætinu með nítján stig. Breiðablik endaði í þriðja sætinu með ellefu stig. Kormákur Ari Hafliðason, FH, kom fyrstur í mark í 200 metra hlaupi karla en hann kom í mark á 22,21 sekúndum. Þetta var hans besti tími. Hinrik Snær Steinsson var annar og Guðmundur Ágúst Thoroddsen, Aftureldingu, þriðji. Hinrik Snær kom hins vegar fyrstur í mark í 400 metra hlaupi en hann hljóp á sínum besta tíma eða 48,87 sekúndum. Nú var Kormákur annar en í þriðja sætinu var Bjarni Anton Theodórsson úr Fjölni. Í 3000 metra hlaupi karla voru ÍR-ingar í þremur efstu sætunum. Þórlófur Ingi Þórsson kom fyrstur í mark á nýju meti en hann hljóp á níu mínútum og níu sekúndum. Vilhjálmur Þór Svansson og Vignir Már Lýðsson komu næstir. Í sömu grein í kvennaflokki var það Elín Edda Sigurðardóttir sem stóð uppi sem sigurvegari. Hún hljóp á 10:12,98 sem er hennar besti tími en Fríða Rún Þórðardóttir var í öðru sæti. Helga Guðný Elíasdóttir var í þriðja sæti. Boðhlaupsveit FH kom fyrst í mark í 4x400 metra hlaupi karla er hún hljóp á 3:26,74. Sveit Breiðabliks var um fjórum sekúndum á eftir Hafnarfjarðarliðinu en í þriðja sæti voru Fjölnismenn. ÍR stóð uppi sigurvegari kvennamegin en þær hlupu á 3:54,02. FH var í öðru sæti rúmri sekúndu á eftir ÍR-ingunum en í þriðja sætinu var B-sveit ÍR. Ísak Óli Traustason var fljótastur í mark í 60 metra grindahlaupi er hann kom í mark á 8,27 sekúndum. Sindri Magnússon og Dagur Fannar Einarsson voru í næstu sætum á eftir.María Rún vann til verðlauna í dag.vísir/sentMaría Rún Gunnlaugsdóttir, FH, var fljótust í kvennaflokki í grindahlaupi. Fjóla Signý Hannesdóttir var í öðru sætinu og Hildigunnur Þórarinsdóttir var sú þriðja. Kristján Viggó Sigfinnsson, Ármanni, stökk hæst í hástökki karla en hann stökk 1,97. Bjarki Rúnar Kristinsson var annar og ÍR-ingurinn Kolbeinn Tómas Jónsson var þriðji. Ísak Óli Traustason stökk lengst í langstökki karla en hann stökk 6,80 metra. Gunnar Eyjólfsson var annar og Hermann Orri Svavarsson var í þriðja sætinu á sínu besta stökki. Kvennamegin var það Hafdís Sigurðardóttir sem stökk lengst eða 6,18 metra. María Rún Gunnlaugsdóttir var í öðru sætinu og Birna Kristín Kristjánsdóttir í því þriðja. Ólympíuverðlaunahafinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir kom fyrst í mark í 200 metra hlaupi kvenna en hún var um 40 sekúndubrotum á undan Þórdísi Evu Steinsdóttur. Í þriðja sætinu var Agnes Kristjánsdóttir. Í 800 metra hlaupi kvenna kom Ingibjörg Sigurðardóttir fyrst í mark, á undan Söru Mjöll Smárdaóttur og Sólrúnu Soffíu Arnardóttur. Í stangarstökki kvenna var það Bogey Ragnheiður Leósdóttir, FH, sem stökk hæst og stóð uppi sem sigurvegari en Stella Dögg Eiríksdóttir Blöndal var í öðru sæti. Rakel Ósk Dýrfjörð Björnsdóttir var í þriðja sætinu. Síðasta grein dagsins var svo kúluvarp kvenna en þar var María Rún öflugust og kastaði sitt besta kast eða 12,75 metra. Irma Gunnarsdóttir var önnur og Helga Margrét Haraldsdóttir var í því þriðja. Frjálsar íþróttir Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Sjá meira
Annar dagur meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss fór fram í Kaplakrika í dag en fjölmargar greinar voru á dagskránni í dag. FH stóð uppi sem sigurvegari í heildarstigakeppninni. Hafnarfjarðarliðið nældi sér í 50 stig en í öðru sætinu var ÍR með 48 stig. Breiðablik var svo í þriðja sætinu með 21 stig. Í kvennaflokki var það hins vegar ÍR sem vann en þær nældu í 29 stig. FH lenti í öðru sætinu með stigi minna og Breiðablik var í þriðja sætinu með tíu stig. FH vann hins vegar í karlaflokki með þremur stigum. Þeir fengu 22 stig og ÍR-ingarnir voru í öðru sætinu með nítján stig. Breiðablik endaði í þriðja sætinu með ellefu stig. Kormákur Ari Hafliðason, FH, kom fyrstur í mark í 200 metra hlaupi karla en hann kom í mark á 22,21 sekúndum. Þetta var hans besti tími. Hinrik Snær Steinsson var annar og Guðmundur Ágúst Thoroddsen, Aftureldingu, þriðji. Hinrik Snær kom hins vegar fyrstur í mark í 400 metra hlaupi en hann hljóp á sínum besta tíma eða 48,87 sekúndum. Nú var Kormákur annar en í þriðja sætinu var Bjarni Anton Theodórsson úr Fjölni. Í 3000 metra hlaupi karla voru ÍR-ingar í þremur efstu sætunum. Þórlófur Ingi Þórsson kom fyrstur í mark á nýju meti en hann hljóp á níu mínútum og níu sekúndum. Vilhjálmur Þór Svansson og Vignir Már Lýðsson komu næstir. Í sömu grein í kvennaflokki var það Elín Edda Sigurðardóttir sem stóð uppi sem sigurvegari. Hún hljóp á 10:12,98 sem er hennar besti tími en Fríða Rún Þórðardóttir var í öðru sæti. Helga Guðný Elíasdóttir var í þriðja sæti. Boðhlaupsveit FH kom fyrst í mark í 4x400 metra hlaupi karla er hún hljóp á 3:26,74. Sveit Breiðabliks var um fjórum sekúndum á eftir Hafnarfjarðarliðinu en í þriðja sæti voru Fjölnismenn. ÍR stóð uppi sigurvegari kvennamegin en þær hlupu á 3:54,02. FH var í öðru sæti rúmri sekúndu á eftir ÍR-ingunum en í þriðja sætinu var B-sveit ÍR. Ísak Óli Traustason var fljótastur í mark í 60 metra grindahlaupi er hann kom í mark á 8,27 sekúndum. Sindri Magnússon og Dagur Fannar Einarsson voru í næstu sætum á eftir.María Rún vann til verðlauna í dag.vísir/sentMaría Rún Gunnlaugsdóttir, FH, var fljótust í kvennaflokki í grindahlaupi. Fjóla Signý Hannesdóttir var í öðru sætinu og Hildigunnur Þórarinsdóttir var sú þriðja. Kristján Viggó Sigfinnsson, Ármanni, stökk hæst í hástökki karla en hann stökk 1,97. Bjarki Rúnar Kristinsson var annar og ÍR-ingurinn Kolbeinn Tómas Jónsson var þriðji. Ísak Óli Traustason stökk lengst í langstökki karla en hann stökk 6,80 metra. Gunnar Eyjólfsson var annar og Hermann Orri Svavarsson var í þriðja sætinu á sínu besta stökki. Kvennamegin var það Hafdís Sigurðardóttir sem stökk lengst eða 6,18 metra. María Rún Gunnlaugsdóttir var í öðru sætinu og Birna Kristín Kristjánsdóttir í því þriðja. Ólympíuverðlaunahafinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir kom fyrst í mark í 200 metra hlaupi kvenna en hún var um 40 sekúndubrotum á undan Þórdísi Evu Steinsdóttur. Í þriðja sætinu var Agnes Kristjánsdóttir. Í 800 metra hlaupi kvenna kom Ingibjörg Sigurðardóttir fyrst í mark, á undan Söru Mjöll Smárdaóttur og Sólrúnu Soffíu Arnardóttur. Í stangarstökki kvenna var það Bogey Ragnheiður Leósdóttir, FH, sem stökk hæst og stóð uppi sem sigurvegari en Stella Dögg Eiríksdóttir Blöndal var í öðru sæti. Rakel Ósk Dýrfjörð Björnsdóttir var í þriðja sætinu. Síðasta grein dagsins var svo kúluvarp kvenna en þar var María Rún öflugust og kastaði sitt besta kast eða 12,75 metra. Irma Gunnarsdóttir var önnur og Helga Margrét Haraldsdóttir var í því þriðja.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Sjá meira