Vonast til að eiga „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 16:17 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins. Mynd/Samsett María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins hefur þegið fundarboð Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR vegna hækkunar á leigu á húsnæði félagsins. María vonast til þess að geta átt „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á fundi í húsakynnum félagsins á morgun, að því er fram kemur í yfirlýsingu.Sjá einnig: Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið, sem er í eigu sjóðs sem er í stýringu hjá Gamma, sendi hópi leigjenda sinna tilkynningu um hækkun á leigu á húsnæði félagsins þann 7. febrúar síðastliðinn. Var leigjendunum gefinn fjögurra daga umhugsunarfrestur, eða til 11. febrúar, til að ákveða hvort þeir hygðust endurnýja samninginn. Í kjölfarið hótaði VR því að taka allt fé stéttarfélagsins úr eignastýringu hjá bankanum, um 4,2 milljarða króna, hætti Kvika ekki við kaup sín á Gamma. Í dag fundaði Ragnar Þór svo með forsvarsmönnum Kviku. Niðurstaða þess fundar var að boða Almenna leigufélagið til fundar á morgun og veltur framtíð Kvikumilljarðanna á viðbrögðum félagsins.Sönn ánægja að fá Ragnar Þór í kaffi María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins segir félagið að mörgu leyti hafa sömu sýn á leigumarkaðinn og Ragnar Þór. „Það væri okkur sönn ánægja ef Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sæi sér fært að kíkja í kaffi til okkar á morgun og fara yfir málin. Við höfum að mörgu leyti sömu sýn á leigumarkaðinn og hann - teljum afar brýnt að byggja upp félagslegt leiguhúsnæði og óhagnaðardrifin félög á borð við Bjarg, Búseta og Félagsstofnun stúdenta – þó að við teljum að fleiri rekstrarform séu einnig nauðsynleg,“ segir í yfirlýsingunni. „Við getum vonandi átt uppbyggilegar umræður um hvernig hægt er að byggja upp hagkvæman og fjölbreyttan leigumarkað til framtíðar.“ Ragnar Þór sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hann vonaðist til að fundurinn með Almenna leigufélaginu yrði haldinn á morgun, þar sem fjögurra daga fresturinn sem VR gaf Kviku og Almenna leigufélaginu til að verða við kröfunum rennur út þann dag. Á fundinum muni VR sýna fram á gögn sem hrekja „glórulausar fullyrðingar Almenna leigufélagsins“. Þessum gögnum verði gert betur skil, láti Almenna leigufélagið ekki af leiguhækkunum sínum. Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Framtíð Kvikumilljarða VR ræðst á fundi með Almenna leigufélaginu Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. 21. febrúar 2019 14:07 Forstjóri Kviku segir engar heimildir fyrir því að rifta kaupum á Gamma Hlutur VR í eignastýringu Kviku nemur um einu prósenti 19. febrúar 2019 11:00 Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. 20. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Sjá meira
María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins hefur þegið fundarboð Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR vegna hækkunar á leigu á húsnæði félagsins. María vonast til þess að geta átt „uppbyggilegar samræður“ við Ragnar Þór á fundi í húsakynnum félagsins á morgun, að því er fram kemur í yfirlýsingu.Sjá einnig: Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið, sem er í eigu sjóðs sem er í stýringu hjá Gamma, sendi hópi leigjenda sinna tilkynningu um hækkun á leigu á húsnæði félagsins þann 7. febrúar síðastliðinn. Var leigjendunum gefinn fjögurra daga umhugsunarfrestur, eða til 11. febrúar, til að ákveða hvort þeir hygðust endurnýja samninginn. Í kjölfarið hótaði VR því að taka allt fé stéttarfélagsins úr eignastýringu hjá bankanum, um 4,2 milljarða króna, hætti Kvika ekki við kaup sín á Gamma. Í dag fundaði Ragnar Þór svo með forsvarsmönnum Kviku. Niðurstaða þess fundar var að boða Almenna leigufélagið til fundar á morgun og veltur framtíð Kvikumilljarðanna á viðbrögðum félagsins.Sönn ánægja að fá Ragnar Þór í kaffi María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins segir félagið að mörgu leyti hafa sömu sýn á leigumarkaðinn og Ragnar Þór. „Það væri okkur sönn ánægja ef Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sæi sér fært að kíkja í kaffi til okkar á morgun og fara yfir málin. Við höfum að mörgu leyti sömu sýn á leigumarkaðinn og hann - teljum afar brýnt að byggja upp félagslegt leiguhúsnæði og óhagnaðardrifin félög á borð við Bjarg, Búseta og Félagsstofnun stúdenta – þó að við teljum að fleiri rekstrarform séu einnig nauðsynleg,“ segir í yfirlýsingunni. „Við getum vonandi átt uppbyggilegar umræður um hvernig hægt er að byggja upp hagkvæman og fjölbreyttan leigumarkað til framtíðar.“ Ragnar Þór sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hann vonaðist til að fundurinn með Almenna leigufélaginu yrði haldinn á morgun, þar sem fjögurra daga fresturinn sem VR gaf Kviku og Almenna leigufélaginu til að verða við kröfunum rennur út þann dag. Á fundinum muni VR sýna fram á gögn sem hrekja „glórulausar fullyrðingar Almenna leigufélagsins“. Þessum gögnum verði gert betur skil, láti Almenna leigufélagið ekki af leiguhækkunum sínum.
Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Framtíð Kvikumilljarða VR ræðst á fundi með Almenna leigufélaginu Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. 21. febrúar 2019 14:07 Forstjóri Kviku segir engar heimildir fyrir því að rifta kaupum á Gamma Hlutur VR í eignastýringu Kviku nemur um einu prósenti 19. febrúar 2019 11:00 Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. 20. febrúar 2019 12:15 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Sjá meira
Framtíð Kvikumilljarða VR ræðst á fundi með Almenna leigufélaginu Milljarðarnir sem VR hefur hótað að taka úr eignastýringu hjá Kviku eru vinnudeilusjóður félagsins en framhaldið veltur á viðbrögðum Almenna leigufélagsins. 21. febrúar 2019 14:07
Forstjóri Kviku segir engar heimildir fyrir því að rifta kaupum á Gamma Hlutur VR í eignastýringu Kviku nemur um einu prósenti 19. febrúar 2019 11:00
Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. 20. febrúar 2019 12:15
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“