„Það stefnir í átök og það stefnir í verkföll“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 15:43 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að það hafi ekki komið á óvart að ekkert nýtt tilboð kom frá Samtökum atvinnulífsins á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í dag. Viðræðum félaganna fjögurra sem vísað höfðu kjaradeilu sinni við SA til sáttasemjara var slitið eftir fundinn sem tók um hálftíma. „Við bjuggumst alveg við þessari atburðarás þannig að hún var sem viðbúin. Við vorum búin að reyna allt og leggja mikið á okkur til að pússla saman einhverri lausn en það var alveg ljóst í hvað stefndi. Þess vegna fórum við með þetta fyrir okkar samninganefndir í gær og þetta var niðurstaðan,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson í samtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, og aðra fjölmiðlamenn að loknum fundinum í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði að félögin fjögur hafi sannarlega hugsað út í það hverjar fyrstu aðgerðir en vildi á þessum tíma ekki upplýsa um hverjar þær eru. „En við erum komin mjög langt með alla slíka undirbúningsvinnu,“ sagði Sólveig Anna í húskynnum ríkissáttasemjara í dag. Ragnar Þór tók undir þetta og sagði að aðgerðaplan yrði kynnt fyrir samninganefnd VR á morgun. Aðspurður hvort það væri verið að sigla inn í verkföll var Ragnar Þór afdráttarlaus í svörum: „Ég held að það hljóti að vera öllum ljóst að hér stefnum við bara í eina átt og það er að nota þau verkfæri sem við getum til að ná okkar kröfum fram og þá atburðarás erum við að stefna í. Já, það stefnir í átök og það stefnir í verkföll.“ Viðtalið við Sólveigu Önnu og Ragnar Þór má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.Klippa: Sólveig Anna og Ragnar Þór um viðræðuslit Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins, SA, ítrekar að rými samtakanna í kjaraviðræðum sé takmarkað. 21. febrúar 2019 11:09 Búið að slíta viðræðum Búið er að slíta viðræðum á milli Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra sem vísuðu kjaradeilunni til sáttasemjara. 21. febrúar 2019 14:39 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að það hafi ekki komið á óvart að ekkert nýtt tilboð kom frá Samtökum atvinnulífsins á samningafundi hjá ríkissáttasemjara í dag. Viðræðum félaganna fjögurra sem vísað höfðu kjaradeilu sinni við SA til sáttasemjara var slitið eftir fundinn sem tók um hálftíma. „Við bjuggumst alveg við þessari atburðarás þannig að hún var sem viðbúin. Við vorum búin að reyna allt og leggja mikið á okkur til að pússla saman einhverri lausn en það var alveg ljóst í hvað stefndi. Þess vegna fórum við með þetta fyrir okkar samninganefndir í gær og þetta var niðurstaðan,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson í samtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, og aðra fjölmiðlamenn að loknum fundinum í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði að félögin fjögur hafi sannarlega hugsað út í það hverjar fyrstu aðgerðir en vildi á þessum tíma ekki upplýsa um hverjar þær eru. „En við erum komin mjög langt með alla slíka undirbúningsvinnu,“ sagði Sólveig Anna í húskynnum ríkissáttasemjara í dag. Ragnar Þór tók undir þetta og sagði að aðgerðaplan yrði kynnt fyrir samninganefnd VR á morgun. Aðspurður hvort það væri verið að sigla inn í verkföll var Ragnar Þór afdráttarlaus í svörum: „Ég held að það hljóti að vera öllum ljóst að hér stefnum við bara í eina átt og það er að nota þau verkfæri sem við getum til að ná okkar kröfum fram og þá atburðarás erum við að stefna í. Já, það stefnir í átök og það stefnir í verkföll.“ Viðtalið við Sólveigu Önnu og Ragnar Þór má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.Klippa: Sólveig Anna og Ragnar Þór um viðræðuslit
Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins, SA, ítrekar að rými samtakanna í kjaraviðræðum sé takmarkað. 21. febrúar 2019 11:09 Búið að slíta viðræðum Búið er að slíta viðræðum á milli Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra sem vísuðu kjaradeilunni til sáttasemjara. 21. febrúar 2019 14:39 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
„Þetta er ekki uppboð á notaðri bifreið“ Halldór Benjamín Þorbergsson formaður Samtaka atvinnulífsins, SA, ítrekar að rými samtakanna í kjaraviðræðum sé takmarkað. 21. febrúar 2019 11:09
Búið að slíta viðræðum Búið er að slíta viðræðum á milli Samtaka atvinnulífsins og verkalýðsfélaganna fjögurra sem vísuðu kjaradeilunni til sáttasemjara. 21. febrúar 2019 14:39