Úrvalsdeildin í pílu í beinni í kvöld og tveir meistarar mætast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2019 13:30 Hollendingurinn Michael van Gerwen og Skotinn Peter Wright eru báðir meðal keppenda í úrvalsdeildinni í pílu. EPA/ROBIN VAN LONKHUIJSEN Heimsmeistaramótið í pílu vakti mikla athygli þegar það var sýnt yfir hátíðirnar og nú fær píluáhugafólk einnig að fylgjast með úrvalsdeildinni í pílukasti í beinni á Stöð 2 Sport. Úrvalsdeildin í pílukasti er deildarkeppni á milli níu bestu pílukastara heims en auk þess fær einn boðsgestur að keppa á hverju kvöldi. Alls eru þetta sautján kvöld víðs vegar um Evrópu frá febrúar til maí. Fyrst er deildarkeppni en fjórir efstu komast síðan í úrslitakeppnina þar sem nýr meistari verður krýndur í maí. Að þessu sinni er komið að þriðju umferðinni og hún bíður upp á viðureign milli tveggja heimsmeistara. Úrvalsdeildin í pílukasti verður í beinni á Stöð 2 Sport 3 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19.00. Páll Sævar Guðjónsson mætir aftur og lýsir keppninni eins og hann gerði á heimsmeistaramótinu. Stærsta viðureign kvöldsins er án efa leikur þeirra Michael van Gerwen og RobCross en þeir hafa unnið þrjá siðustu heimsmeistaratitla. RobCross vann í fyrra en Van Gerwen tryggði sér heimsmeistaratitilinn á dögunum og þá í annað skiptið á þremur árum. Michael van Gerwen hefndi fyrir ófarirnar á móti RobCross á heimsmeistaramótinu í fyrra með því að vinna hann þrisvar sinnum í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Van Gerwen vann á endanum úrvalsdeildina í fjórða sinn á ferlinum. „Ég týndi brosinu mínu á síðasta ári og allt virkaði svo erfitt í úrvalsdeildinni. Ég er miklu jákvæðari í ár,“ sagði RobCross og bætti við: „Úrvalsdeildin er miskunnarlaus keppni og ég er mættur til þess að spila almennilega. Ég hef unnið mikið í mínum leik og það er að skila sér. Michael er á flugi núna en ég ætla að reyna mitt besta,“ sagði Cross og það stefnir í magnaða viðureign. „Ef við verðum báðir í toppformi þá má búast við öðrum mögnuðum leik á milli okkar,“ sagði Cross. „Rob hefur byrjað vel í úrvalsdeildinni og er alltaf hættulegur andstæðingur. Ég veit samt að ef ég spila minn besta leik þá mun ég vinna,“ sagði Michael van Gerwen. Hann er einn á toppnum með fullt hús eftir tvær fyrstu umferðirnar. Þriðja umferðin í kvöld fer fram í 3Arena í Dublin á Írlandi. Þeir sem mætast í kvöld eru eftirtaldir:GerwynPrice - James WadeSteveLennon - Peter Wright Michael van Gerwen - RobCross Michael Smith - DarylGurneyMensurSuljovic - Raymond van Barneveld Aðrar íþróttir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Fleiri fréttir „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Sjá meira
Heimsmeistaramótið í pílu vakti mikla athygli þegar það var sýnt yfir hátíðirnar og nú fær píluáhugafólk einnig að fylgjast með úrvalsdeildinni í pílukasti í beinni á Stöð 2 Sport. Úrvalsdeildin í pílukasti er deildarkeppni á milli níu bestu pílukastara heims en auk þess fær einn boðsgestur að keppa á hverju kvöldi. Alls eru þetta sautján kvöld víðs vegar um Evrópu frá febrúar til maí. Fyrst er deildarkeppni en fjórir efstu komast síðan í úrslitakeppnina þar sem nýr meistari verður krýndur í maí. Að þessu sinni er komið að þriðju umferðinni og hún bíður upp á viðureign milli tveggja heimsmeistara. Úrvalsdeildin í pílukasti verður í beinni á Stöð 2 Sport 3 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19.00. Páll Sævar Guðjónsson mætir aftur og lýsir keppninni eins og hann gerði á heimsmeistaramótinu. Stærsta viðureign kvöldsins er án efa leikur þeirra Michael van Gerwen og RobCross en þeir hafa unnið þrjá siðustu heimsmeistaratitla. RobCross vann í fyrra en Van Gerwen tryggði sér heimsmeistaratitilinn á dögunum og þá í annað skiptið á þremur árum. Michael van Gerwen hefndi fyrir ófarirnar á móti RobCross á heimsmeistaramótinu í fyrra með því að vinna hann þrisvar sinnum í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Van Gerwen vann á endanum úrvalsdeildina í fjórða sinn á ferlinum. „Ég týndi brosinu mínu á síðasta ári og allt virkaði svo erfitt í úrvalsdeildinni. Ég er miklu jákvæðari í ár,“ sagði RobCross og bætti við: „Úrvalsdeildin er miskunnarlaus keppni og ég er mættur til þess að spila almennilega. Ég hef unnið mikið í mínum leik og það er að skila sér. Michael er á flugi núna en ég ætla að reyna mitt besta,“ sagði Cross og það stefnir í magnaða viðureign. „Ef við verðum báðir í toppformi þá má búast við öðrum mögnuðum leik á milli okkar,“ sagði Cross. „Rob hefur byrjað vel í úrvalsdeildinni og er alltaf hættulegur andstæðingur. Ég veit samt að ef ég spila minn besta leik þá mun ég vinna,“ sagði Michael van Gerwen. Hann er einn á toppnum með fullt hús eftir tvær fyrstu umferðirnar. Þriðja umferðin í kvöld fer fram í 3Arena í Dublin á Írlandi. Þeir sem mætast í kvöld eru eftirtaldir:GerwynPrice - James WadeSteveLennon - Peter Wright Michael van Gerwen - RobCross Michael Smith - DarylGurneyMensurSuljovic - Raymond van Barneveld
Aðrar íþróttir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Fleiri fréttir „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti