Bílaleigurnar þrjár ekki í SAF Sighvatur Jónsson skrifar 21. febrúar 2019 11:45 Samtök ferðaþjónustunnar segja málið vera erfitt fyrir umræðu um bílaleigur landsins. Vísir/Hanna Bílaleigur sem fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, vegna breytinga á kílómetrastöðu bíla, eru ekki í Samtökum ferðaþjónustunnar. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að þeim hafi borist ábendingar um bílaleigur þar sem grunur leikur á að átt hafi verið við mæla í bílum. Málið sé erfitt fyrir allar bílaleigur á Íslandi. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að ekkert eftirlit er með því að kílómetrastaða bíla sé skráð á mismunandi hátt á milli þess sem bílarnir eru skoðaðir. Nefnd voru dæmi um bíla í eigu þriggja bílaleiga, City Car Rental, Icerental 4x4 og Green Motion. Samkvæmt upplýsingum úr ökutækjaskrá lækkar kílómetrastaða bíla um 50.000 - 200.000 á milli skoðana þó aðeins sé um eitt ár á milli þeirra. Hjá einni bílaleigunni fengust þær skýringar að skipt hafi verið um mælaborð í bílunum.Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að bílaleigurnar þrjár séu ekki í samtökunum. Áður hefur komið fram að bílaleigunni Procar var vikið úr samtökunum eftir að upp komst um umfangsmikil svik þar vegna breytinga á kílómetramælum í bílum sem fyrirtækið seldi. „Það er mjög slæmt að það séu fleiri aðilar sem hafa stundað slíka starfsemi. Það er mjög mikilvægt að við komumst til botns í þessu til þess að það falli ekki grunur á öll fyrirtæki í bílaleigu. Við hjá SAF teljum að hjá stærstum hluta séu menn að standa sig vel í þessum efnum,“ segir Jóhannes Þór.75% bílaleiguflotans í SAF Um 140 starfsleyfi eru í gildi vegna reksturs bílaleigu. Jóhannes Þór segir að um þriðjungur allra bílaleiga landsins leigi út fleiri bíla en tíu. Innan Samtaka ferðaþjónustunnar eru um 30 bílaleigur sem eru með um 75% af bílaleiguflota landsins. Jóhannes framkvæmdastjóri SAF bendir á að gögn frá bílaleigum megi nota til eftirlits. Vísar hann þar til leigusögu bíla þar sem kílómetratala sé skráð í alla leigusamninga. „Þannig er hægt að fá heildarsögu bílsins og sjá þá einfaldlega hvort hefur verið átt eitthvað við hann. Þetta þarf að gera af óháðum vottunaraðila. Við erum byrjuð að vinna í því og höfum verið í sambandi við Samgöngustofu um þetta og munum væntanlega þegar þar að kemur afhenda þeim niðurstöðurnar,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF. Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Neytendur Procar Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Bílaleigur sem fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, vegna breytinga á kílómetrastöðu bíla, eru ekki í Samtökum ferðaþjónustunnar. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að þeim hafi borist ábendingar um bílaleigur þar sem grunur leikur á að átt hafi verið við mæla í bílum. Málið sé erfitt fyrir allar bílaleigur á Íslandi. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að ekkert eftirlit er með því að kílómetrastaða bíla sé skráð á mismunandi hátt á milli þess sem bílarnir eru skoðaðir. Nefnd voru dæmi um bíla í eigu þriggja bílaleiga, City Car Rental, Icerental 4x4 og Green Motion. Samkvæmt upplýsingum úr ökutækjaskrá lækkar kílómetrastaða bíla um 50.000 - 200.000 á milli skoðana þó aðeins sé um eitt ár á milli þeirra. Hjá einni bílaleigunni fengust þær skýringar að skipt hafi verið um mælaborð í bílunum.Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að bílaleigurnar þrjár séu ekki í samtökunum. Áður hefur komið fram að bílaleigunni Procar var vikið úr samtökunum eftir að upp komst um umfangsmikil svik þar vegna breytinga á kílómetramælum í bílum sem fyrirtækið seldi. „Það er mjög slæmt að það séu fleiri aðilar sem hafa stundað slíka starfsemi. Það er mjög mikilvægt að við komumst til botns í þessu til þess að það falli ekki grunur á öll fyrirtæki í bílaleigu. Við hjá SAF teljum að hjá stærstum hluta séu menn að standa sig vel í þessum efnum,“ segir Jóhannes Þór.75% bílaleiguflotans í SAF Um 140 starfsleyfi eru í gildi vegna reksturs bílaleigu. Jóhannes Þór segir að um þriðjungur allra bílaleiga landsins leigi út fleiri bíla en tíu. Innan Samtaka ferðaþjónustunnar eru um 30 bílaleigur sem eru með um 75% af bílaleiguflota landsins. Jóhannes framkvæmdastjóri SAF bendir á að gögn frá bílaleigum megi nota til eftirlits. Vísar hann þar til leigusögu bíla þar sem kílómetratala sé skráð í alla leigusamninga. „Þannig er hægt að fá heildarsögu bílsins og sjá þá einfaldlega hvort hefur verið átt eitthvað við hann. Þetta þarf að gera af óháðum vottunaraðila. Við erum byrjuð að vinna í því og höfum verið í sambandi við Samgöngustofu um þetta og munum væntanlega þegar þar að kemur afhenda þeim niðurstöðurnar,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.
Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Neytendur Procar Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira