Hárgreiðslur að hætti Trump og Kim vinsælar í Hanoi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 20. febrúar 2019 20:00 „Vinir mínir segja að ég líti alveg út eins og Kim Jong-Un. Sérstaklega þegar ég er með þessa klippingu,“ segir hinn níu ára gamli To Gia Huy í samtali við AP fréttaveituna en hann er eins og dvergvaxin útgáfa af leiðtoga einseturíkisins. Huy er ekki einn um að skarta greiðslunni en aðrir íbúar Hanoi hafa fengið sér svipaða klippingu fyrir leiðtogafund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-Un leiðtoga Norður Kóreu í borginni í næstu viku. Þetta verður annar fundur leiðtoganna og munu þeir meðal annars ræða kjarnorkuafvopnun Norður Kóreu. Yfirvöld í Víetnam keppast við að undirbúa fundinn og taka vel á móti hinum mikilvægu gestum. Umfangið er mikið og að mörgu að huga. Hárgreiðslustofa í borginni heldur upp á leiðtogafundinn með því að bjóða ókeypis hárgreiðslu að hætti Kim Jong-Un og Donalds Trump en báðir eru þekktir fyrir sérstakan hárstíl.Þeir To Gia Huy og Le Phuc Hai eru alsælir með útkomuna.AP/Hau DinhLe Phuc Hai, 66 ára gamall leigubílstjóri, er mikill aðdáandi Donalds Trump og fékk sér greiðslu að hætti forsetans. Til þess þurfti hann að fara í litun til að skipta út svörtu lokkunum fyrir appelsínugult hár sem er eitt helsta auðkenni Trump. Hárskerinn Le Tuan Duong segir tilboðið til gamans gert en það hafi komið honum á óvart hversu margir Víetnamar vilji líkjast þeim félögum Trump og Kim. Hann vonast til að fundurinn verði árangursríkur. „Hanoi er borg friðar,“ segir hann. „Þegar Donald Trump og Kim Jong-Un sögðust ætla að koma hingað til að ræða frið hugsaði ég með mér að ég þurfti að gera eitthvað sérstakt til að sýna þeim að fólkið í Hanoi bjóði þá velkomna.“ Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Trump staðfestir fundarstað og fer fögrum orðum um Kim Jong-un Donald Trump greindi heimsbyggðinni frá fundarstað fyrirhugaðs leiðtogafundar hans og leiðtoga Norður-Kóreu. Trump fór einnig fögrum orðum um hæfi Kim Jong-un í færslu á Twitter. 9. febrúar 2019 15:57 Trump sagði frá nýjum fundi með Kim í stefnuræðu sinni Bandaríkjaforseti kom víða við í stefnuræðu sinni. Þrátt fyrir að hafa alið á sundrungu eins og fáir aðrir stjórnmálamenn hafa gert var eitt meginstefa ræðunnar að kalla eftir einingu. 6. febrúar 2019 07:37 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
„Vinir mínir segja að ég líti alveg út eins og Kim Jong-Un. Sérstaklega þegar ég er með þessa klippingu,“ segir hinn níu ára gamli To Gia Huy í samtali við AP fréttaveituna en hann er eins og dvergvaxin útgáfa af leiðtoga einseturíkisins. Huy er ekki einn um að skarta greiðslunni en aðrir íbúar Hanoi hafa fengið sér svipaða klippingu fyrir leiðtogafund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-Un leiðtoga Norður Kóreu í borginni í næstu viku. Þetta verður annar fundur leiðtoganna og munu þeir meðal annars ræða kjarnorkuafvopnun Norður Kóreu. Yfirvöld í Víetnam keppast við að undirbúa fundinn og taka vel á móti hinum mikilvægu gestum. Umfangið er mikið og að mörgu að huga. Hárgreiðslustofa í borginni heldur upp á leiðtogafundinn með því að bjóða ókeypis hárgreiðslu að hætti Kim Jong-Un og Donalds Trump en báðir eru þekktir fyrir sérstakan hárstíl.Þeir To Gia Huy og Le Phuc Hai eru alsælir með útkomuna.AP/Hau DinhLe Phuc Hai, 66 ára gamall leigubílstjóri, er mikill aðdáandi Donalds Trump og fékk sér greiðslu að hætti forsetans. Til þess þurfti hann að fara í litun til að skipta út svörtu lokkunum fyrir appelsínugult hár sem er eitt helsta auðkenni Trump. Hárskerinn Le Tuan Duong segir tilboðið til gamans gert en það hafi komið honum á óvart hversu margir Víetnamar vilji líkjast þeim félögum Trump og Kim. Hann vonast til að fundurinn verði árangursríkur. „Hanoi er borg friðar,“ segir hann. „Þegar Donald Trump og Kim Jong-Un sögðust ætla að koma hingað til að ræða frið hugsaði ég með mér að ég þurfti að gera eitthvað sérstakt til að sýna þeim að fólkið í Hanoi bjóði þá velkomna.“
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Trump staðfestir fundarstað og fer fögrum orðum um Kim Jong-un Donald Trump greindi heimsbyggðinni frá fundarstað fyrirhugaðs leiðtogafundar hans og leiðtoga Norður-Kóreu. Trump fór einnig fögrum orðum um hæfi Kim Jong-un í færslu á Twitter. 9. febrúar 2019 15:57 Trump sagði frá nýjum fundi með Kim í stefnuræðu sinni Bandaríkjaforseti kom víða við í stefnuræðu sinni. Þrátt fyrir að hafa alið á sundrungu eins og fáir aðrir stjórnmálamenn hafa gert var eitt meginstefa ræðunnar að kalla eftir einingu. 6. febrúar 2019 07:37 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Trump staðfestir fundarstað og fer fögrum orðum um Kim Jong-un Donald Trump greindi heimsbyggðinni frá fundarstað fyrirhugaðs leiðtogafundar hans og leiðtoga Norður-Kóreu. Trump fór einnig fögrum orðum um hæfi Kim Jong-un í færslu á Twitter. 9. febrúar 2019 15:57
Trump sagði frá nýjum fundi með Kim í stefnuræðu sinni Bandaríkjaforseti kom víða við í stefnuræðu sinni. Þrátt fyrir að hafa alið á sundrungu eins og fáir aðrir stjórnmálamenn hafa gert var eitt meginstefa ræðunnar að kalla eftir einingu. 6. febrúar 2019 07:37