Látlausari kveðjustund en hjá Óla bróður en möguleiki að tár falli Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. febrúar 2019 20:30 Jón Arnór Stefánsson lýkur 19 ára landsliðsferli á móti Portúgal annað kvöld. vísir/vilhelm Jón Arnór Stefánsson spilar sinn 100. og jafnframt síðasta landsleik annað kvöld þegar að Ísland mætir Portúgal í forkeppni EM 2021. Kveðjustundin verður látlausari en hjá bróður hans en ekki er útilokað að tár muni sjást á hvarmi, segir Jón léttur. Það þarft að leita ansi langt að manni sem heldur öðru fram en að Jón Arnór Stefánsson sé besti körfuboltamaður Íslands frá upphafi. Nú er komið að leiðarlokum hjá honum með íslenska landsliðinu en hann kveður liðið samhliða stórvini sínum Hlyni Bæringssyni annað kvöld. „Ég er bara aðallega hissa á því að vera valinn í landsliðið,“ segir Jón Arnór og hlær. „Nei, nei. Þetta eru margar tilfinningar í bland. Þetta hefur aðallega gefið manni tækifæri til að hugsa um farinn veg og fara yfir þessi 19 ár. Þegar að ég hugsa til baka eru þetta aðallega jákvæðar og fallegar minningar. Ég er bara ofboðslega stoltur og þakklátur að hafa fengið að hafa tekið þátt í þessu.“ Á löngum landsliðsferli eru það stórmótin sem að standa upp úr. Það sem virtist óraunhæfur möguleiki í áratugi varð að veruleika og það í tvígang þegar að Ísland komst bæði á EM 2015 og 2017.Jón Arnór hefur farið fyrir landsliðinu í rúman áratug.vísir/bára„Það er ótrúlegt afrek. Það var ótrúlega sterkt og mikilvægt fyrir íslenskan körfubolta. Bæði fyrir okkur sem leikmenn og sjálfstraustið okkar og líka núna þegar að maður hugsar til baka. Þá eru þessi tvö stórmót einhver mælanlegur árangur. Það er eflaust smá súr tilfinning hjá leikmönnum sem fara í gegnum ferilinn og vinna ekki titil. Að geta ekki horft til baka og munað eftir einhverju sem stendur algjörlega upp úr. Fyrir mér er það mjög auðvelt. Það er EM í Þýskalandi. Bæði að komast þangað og vera þar á staðnum og svo Helsinki líka. Ég man eftir fáu öðru en þessum augnablikum,“ segir Jón Arnór. Það er ekki algengt að bræður séu þeir tveir fremstu í sögunni sínu landi í sitthvorri íþróttinni en því má halda fram með Jón og bróður hans, Ólaf Stefánsson. Ólafur fékk rosalegan kveðjuleik með löngum aðdraganda sem hafði meira að segja sitt eigið myllumerki. Kveðjustundin annað kvöld verður látlausari, lofar Jón Arnór. „Þetta verður ekki í líkingu við það. Ég var í stúkunni þar og maður bara táraðist. Það var helvíti góð auglýsingastofa sem að setti það í gang. Þetta verður samt fallegt. Ég veit ekki hvaða tilfinningar verða þarna í spilinu og hvort það komi fram í einhverjum tárum veit ég ekki. Þetta verður falleg stund með fjölskyldu og vini í stúkunni og bara fá að kveðja á heimavelli. Það vill svo til að þetta er 100. leikurinn minn líka. Ég vildi fá að klára þetta í 99 en mönnum fannst það vera alveg fáránlegt. Þetta verður falleg stund og ég ætla að njóta þess,“ segir Jón Arnór Stefánsson.Klippa: Jón Arnór - Verð vonandi áfram í kringum liðið Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Mennirnir sem mótuðu næstu kynslóð hverfa á braut Landsliðsþjálfarinn og tveir framtíðarleikmenn körfuboltalandsliðsins útskýra hvað hverfur úr landsliðinu með Jóni Arnóri og Hlyni Bæringssyni. 19. febrúar 2019 19:30 Martin: Tilbúnari núna að taka við af Jóni Arnóri Martin Hermannsson er náttúrlegur arftaki Jóns Arnós Stefánssonar sem spilar sinn síðasta landsleik annað kvöld. 20. febrúar 2019 13:00 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson spilar sinn 100. og jafnframt síðasta landsleik annað kvöld þegar að Ísland mætir Portúgal í forkeppni EM 2021. Kveðjustundin verður látlausari en hjá bróður hans en ekki er útilokað að tár muni sjást á hvarmi, segir Jón léttur. Það þarft að leita ansi langt að manni sem heldur öðru fram en að Jón Arnór Stefánsson sé besti körfuboltamaður Íslands frá upphafi. Nú er komið að leiðarlokum hjá honum með íslenska landsliðinu en hann kveður liðið samhliða stórvini sínum Hlyni Bæringssyni annað kvöld. „Ég er bara aðallega hissa á því að vera valinn í landsliðið,“ segir Jón Arnór og hlær. „Nei, nei. Þetta eru margar tilfinningar í bland. Þetta hefur aðallega gefið manni tækifæri til að hugsa um farinn veg og fara yfir þessi 19 ár. Þegar að ég hugsa til baka eru þetta aðallega jákvæðar og fallegar minningar. Ég er bara ofboðslega stoltur og þakklátur að hafa fengið að hafa tekið þátt í þessu.“ Á löngum landsliðsferli eru það stórmótin sem að standa upp úr. Það sem virtist óraunhæfur möguleiki í áratugi varð að veruleika og það í tvígang þegar að Ísland komst bæði á EM 2015 og 2017.Jón Arnór hefur farið fyrir landsliðinu í rúman áratug.vísir/bára„Það er ótrúlegt afrek. Það var ótrúlega sterkt og mikilvægt fyrir íslenskan körfubolta. Bæði fyrir okkur sem leikmenn og sjálfstraustið okkar og líka núna þegar að maður hugsar til baka. Þá eru þessi tvö stórmót einhver mælanlegur árangur. Það er eflaust smá súr tilfinning hjá leikmönnum sem fara í gegnum ferilinn og vinna ekki titil. Að geta ekki horft til baka og munað eftir einhverju sem stendur algjörlega upp úr. Fyrir mér er það mjög auðvelt. Það er EM í Þýskalandi. Bæði að komast þangað og vera þar á staðnum og svo Helsinki líka. Ég man eftir fáu öðru en þessum augnablikum,“ segir Jón Arnór. Það er ekki algengt að bræður séu þeir tveir fremstu í sögunni sínu landi í sitthvorri íþróttinni en því má halda fram með Jón og bróður hans, Ólaf Stefánsson. Ólafur fékk rosalegan kveðjuleik með löngum aðdraganda sem hafði meira að segja sitt eigið myllumerki. Kveðjustundin annað kvöld verður látlausari, lofar Jón Arnór. „Þetta verður ekki í líkingu við það. Ég var í stúkunni þar og maður bara táraðist. Það var helvíti góð auglýsingastofa sem að setti það í gang. Þetta verður samt fallegt. Ég veit ekki hvaða tilfinningar verða þarna í spilinu og hvort það komi fram í einhverjum tárum veit ég ekki. Þetta verður falleg stund með fjölskyldu og vini í stúkunni og bara fá að kveðja á heimavelli. Það vill svo til að þetta er 100. leikurinn minn líka. Ég vildi fá að klára þetta í 99 en mönnum fannst það vera alveg fáránlegt. Þetta verður falleg stund og ég ætla að njóta þess,“ segir Jón Arnór Stefánsson.Klippa: Jón Arnór - Verð vonandi áfram í kringum liðið
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Mennirnir sem mótuðu næstu kynslóð hverfa á braut Landsliðsþjálfarinn og tveir framtíðarleikmenn körfuboltalandsliðsins útskýra hvað hverfur úr landsliðinu með Jóni Arnóri og Hlyni Bæringssyni. 19. febrúar 2019 19:30 Martin: Tilbúnari núna að taka við af Jóni Arnóri Martin Hermannsson er náttúrlegur arftaki Jóns Arnós Stefánssonar sem spilar sinn síðasta landsleik annað kvöld. 20. febrúar 2019 13:00 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Sjá meira
Mennirnir sem mótuðu næstu kynslóð hverfa á braut Landsliðsþjálfarinn og tveir framtíðarleikmenn körfuboltalandsliðsins útskýra hvað hverfur úr landsliðinu með Jóni Arnóri og Hlyni Bæringssyni. 19. febrúar 2019 19:30
Martin: Tilbúnari núna að taka við af Jóni Arnóri Martin Hermannsson er náttúrlegur arftaki Jóns Arnós Stefánssonar sem spilar sinn síðasta landsleik annað kvöld. 20. febrúar 2019 13:00