Þjóðskrá sýknuð og fjölskyldunni að óbreyttu vísað úr landi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 12:41 Erna Reka ásamt foreldrum sínum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Sigurjón Þjóðskrá Íslands var sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af öllum kröfum albanskra foreldra 22 mánaða stúlku sem fæddist hér á landi. Þjóðskrá skráði lögheimili stúlkunnar sem ótilgreint í Evrópu en ekki var fallist á kröfu foreldranna um ólögmæti skráningarinnar. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi. Erna Reka fæddist í apríl 2017 en foreldrar hennar, Nazife Billa og Erion Reka, eru albanskir ríkisborgarar sem komu hingað til lands árið 2015 og voru þá hvorki með dvalar- né atvinnuleyfi og var umsókn þeirra um alþjóðlega vernd á Íslandi synjað í nóvember sama ár. Þau voru flutt úr landi í apríl 2016 en höfðu áður lagt inn umsókn um dvalarleyfi á grundvelli skorts á vinnuafli. Þau snéru aftur þremur vikum síðar og voru umsóknir þeirra ekki teknar til afgreiðslu þar sem þau höfðu ekki greitt skuld við ríkisjóð vegna kostnaðar við að flytja þau úr landi og þar sem þau höfðu ekki heimild til dvalar á landinu á meðan umsóknir þeirra voru í vinnslu. Í apríl 2017 var þeim birt ákvörðun Útlendingastofnunar um synjun dvalarleyfis en í sama mánuði kom Erna dóttir þeirra í heiminn. Fjölskyldan telur ákvörðun Þjóðskrár um að skrá dóttur þeirra með lögheimili erlendis vera ógilda þar sem stúlkan er fædd hér á landi. Dómur var kveðinn upp í málinu gegn Þjóðskrá í Héraðdsómi Reykjavíkur í morgun en Auður Tinna Aðalbjarnardóttir er lögmaður fjölskyldunnar. „Niðurstaða málsins var að kröfum stefnanda var hafnað, barnið fær ekki skráningu í þjóðskrá og upphafleg skráning hennar verður ekki ógilt að svo stöddu og nú geta stefnendur tekið ákvörðun um hvort þau vilja áfría málinu til Landsréttar eða ekki,“ segir Auður. Að óbreyttu verður fjölskyldunni því vísað úr landi. „Þau geta auðvitað óskað eftir frestun réttaráhrifa hjá kærunefnd útlendingamála á meðan þau láta reyna á málið fyrir Landsrétti en það er ekki sjálfsagt að þau fái það. En við ætlum að hitta þau á fundi á eftir og fara yfir stöðuna,“ útskýrir Auður. Málskostnaður fellur niður og greiðist gjafsóknarkostnaður stefnenda úr ríkissjóði. Albanía Dómsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Fjórtán mánaða vísað úr landi Kærunefnd útlendingamála kvað upp úrskurð í dag í máli fjölskyldunnar á þá leið að henni verði ekki veitt áframhaldandi landvistarleyfi. 2. júlí 2018 16:49 Ekkert um réttarstöðu barnsins í úrskurði kærunefndar útlendingamála Kærunefnd útlendingamála hafnaði í dag beiðni albanskra hjóna sem vísa á úr landi um frestun réttaráhrifa. Hvergi er minnst á réttarstöðu fjórtán mánaða dóttur þeirra í úrskurðinum en aðalmeðferð í dómsmáli er snýr að stöðu dótturinnar fer fram í héraði í nóvember. 2. júlí 2018 20:30 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Þjóðskrá Íslands var sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af öllum kröfum albanskra foreldra 22 mánaða stúlku sem fæddist hér á landi. Þjóðskrá skráði lögheimili stúlkunnar sem ótilgreint í Evrópu en ekki var fallist á kröfu foreldranna um ólögmæti skráningarinnar. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi. Erna Reka fæddist í apríl 2017 en foreldrar hennar, Nazife Billa og Erion Reka, eru albanskir ríkisborgarar sem komu hingað til lands árið 2015 og voru þá hvorki með dvalar- né atvinnuleyfi og var umsókn þeirra um alþjóðlega vernd á Íslandi synjað í nóvember sama ár. Þau voru flutt úr landi í apríl 2016 en höfðu áður lagt inn umsókn um dvalarleyfi á grundvelli skorts á vinnuafli. Þau snéru aftur þremur vikum síðar og voru umsóknir þeirra ekki teknar til afgreiðslu þar sem þau höfðu ekki greitt skuld við ríkisjóð vegna kostnaðar við að flytja þau úr landi og þar sem þau höfðu ekki heimild til dvalar á landinu á meðan umsóknir þeirra voru í vinnslu. Í apríl 2017 var þeim birt ákvörðun Útlendingastofnunar um synjun dvalarleyfis en í sama mánuði kom Erna dóttir þeirra í heiminn. Fjölskyldan telur ákvörðun Þjóðskrár um að skrá dóttur þeirra með lögheimili erlendis vera ógilda þar sem stúlkan er fædd hér á landi. Dómur var kveðinn upp í málinu gegn Þjóðskrá í Héraðdsómi Reykjavíkur í morgun en Auður Tinna Aðalbjarnardóttir er lögmaður fjölskyldunnar. „Niðurstaða málsins var að kröfum stefnanda var hafnað, barnið fær ekki skráningu í þjóðskrá og upphafleg skráning hennar verður ekki ógilt að svo stöddu og nú geta stefnendur tekið ákvörðun um hvort þau vilja áfría málinu til Landsréttar eða ekki,“ segir Auður. Að óbreyttu verður fjölskyldunni því vísað úr landi. „Þau geta auðvitað óskað eftir frestun réttaráhrifa hjá kærunefnd útlendingamála á meðan þau láta reyna á málið fyrir Landsrétti en það er ekki sjálfsagt að þau fái það. En við ætlum að hitta þau á fundi á eftir og fara yfir stöðuna,“ útskýrir Auður. Málskostnaður fellur niður og greiðist gjafsóknarkostnaður stefnenda úr ríkissjóði.
Albanía Dómsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Fjórtán mánaða vísað úr landi Kærunefnd útlendingamála kvað upp úrskurð í dag í máli fjölskyldunnar á þá leið að henni verði ekki veitt áframhaldandi landvistarleyfi. 2. júlí 2018 16:49 Ekkert um réttarstöðu barnsins í úrskurði kærunefndar útlendingamála Kærunefnd útlendingamála hafnaði í dag beiðni albanskra hjóna sem vísa á úr landi um frestun réttaráhrifa. Hvergi er minnst á réttarstöðu fjórtán mánaða dóttur þeirra í úrskurðinum en aðalmeðferð í dómsmáli er snýr að stöðu dótturinnar fer fram í héraði í nóvember. 2. júlí 2018 20:30 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Fjórtán mánaða vísað úr landi Kærunefnd útlendingamála kvað upp úrskurð í dag í máli fjölskyldunnar á þá leið að henni verði ekki veitt áframhaldandi landvistarleyfi. 2. júlí 2018 16:49
Ekkert um réttarstöðu barnsins í úrskurði kærunefndar útlendingamála Kærunefnd útlendingamála hafnaði í dag beiðni albanskra hjóna sem vísa á úr landi um frestun réttaráhrifa. Hvergi er minnst á réttarstöðu fjórtán mánaða dóttur þeirra í úrskurðinum en aðalmeðferð í dómsmáli er snýr að stöðu dótturinnar fer fram í héraði í nóvember. 2. júlí 2018 20:30