Martin: Tilbúnari núna að taka við af Jóni Arnóri Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. febrúar 2019 13:00 Martin Hermannsson er klár í að taka við keflinu. vísir/bára Jón Arnór Stefánsson kveður íslenska landsliðið í körfubolta samhliða stórvini sínum Hlyni Bæringssyni á fimmtudagskvöldið þegar að Ísland mætir Portúgal í forkeppni EM 2021 í Laugardalshöll. Jón Arnór er besti íslenski körfuboltamaðurinn fyrr og síðar að flestra mati og verður vitaskuld erfitt að horfa á eftir honum. Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, sagði á blaðamannafundi í gær að hann væri enn þá besti varnarmaður landsliðsins þrátt fyrir háan aldur og margar kílómetra á tanknum. Martin Hermannsson er fremsti körfuboltamaður Íslands í dag en hann spilar með þýska stórliðinu Alba Berlín. Hann er fyrir löngu orðinn lykilmaður í íslenska liðinu tekur nú væntanlega alfarið við aðalhlutverkinu í liðinu af Jóni Arnóri. Jón fór fyrst að hugsa um að hætta fyrir nokkrum árum en hefur ávallt viljað þjóna landi og þjóð. Því fagnar Martin sem er töluvert betur í stakk búinn til að taka við af Jóni heldur en fyrir kannski tveimur til þremur árum. „Ég hef alltaf haft mikið sjálfstraust en ég var ekki tilbúinn í það, þannig séð. Þegar að hann er inn á vellinum tekur hann til sín meiri athygli og opnar meira fyrir mig. Ég fann fyrir því síðasta sumar þegar að hann var ekki með hvað hann hefur mikil áhrif á mig og allt liðið,“ segir Martin sem lítur mikið upp til Jóns Arnórs.Hlynur og Jón Arnór spila sinn síðasta leik annað kvöld.vísir/vilhelmStærsta fyrirmyndin „Jón Arnór hefur alltaf verið mín stærsta fyrirmynd. Það sést líka stundum á leiknum mínum á því hvernig ég hreyfi mig og fleira. Maður er að reyna að herma eftir sumum skotunum hans og varnarleiknum. Ég er bara stoltur af því að hafa lært af honum. Hann verður samt vonandi áfram í kringum mig til að hjálpa mér.“ Martin kom eins og stormsveipur inn í íslenska liðið og var allt í öllu þegar að Ísland tryggði sér sæti á EM 2017 í körfubolta. „Ég er bara 24 ára. Menn horfa stundum á mig sem einhvern 35 ára reynslubolta. Ég á nú einhver ár eftir í þessu,“ segir hann og hlær. Martin hefur verið í atvinnumennsku frá árinu 2016 þegar að hann gekk í raðir Charleville í frönsku B-deildinni eftir dvöl í bandarískum háskóla. Hann var eitt tímabil þar, fór svo í frönsku A-deildina og þaðan til Alba Berlín sem er stórlið í evrópskum körfubolta. „Það fer rosalega vel um mig og fjölskylduna í Berlík og gengur mér vel í körfuboltanum. Þetta var svekkjandi á sunnudaginn þegar að við töpuðum bikarúrslitaleiknum en við erum enn þá inni í Evrópukeppninni og í toppbaráttunni í Þýskalandi þannig að það er nóg eftir og nóg að spila um,“ segir Martin.Martin nýtur lífsins í Berlín og verður líklega þar áfram.vísir/báraLjúft í Berlín „Ég er enn þá að koma mér af stað eftir ökklameiðslin sem héldu mér frá í tvo mánuði. Það tekur líka sinn tíma en ég er að spila á svo stóru sviði að þetta eru aldrei 40 mínútur í leik heldur kannski 20 til 25 mínútur. Við erum að spila tvo til þrjá leiki í viku þannig að álagið er mikið.“ „Það er gaman að koma aðeins heim og gott að hvíla sig aðeins. Það er alltaf gott að hitta fjölskyldu og vini og auðvitað að kveðja þessa miklu meistara,“ segir Martin. Leikstjórnandinn magnaði staldraði stutt við í fyrstu tveimur félagsliðunum sínum eftir háskóladvölina en líklegt er að hann taki annað ár í Berlín. „Ég gerði tveggja ára samning núna. Þetta breytist hratt í þessum heimi. Körfuboltinn er svo öðruvísi en handbolti og fótbolti þannig að maður veit aldrei hvað gerist á morgun. Ég er allavega með samning út næsta tímabil þannig að ég býst við því að vera í Berlín áfram,“ segir Martin Hermannsson.Klippa: Martin - Býst við að vera áfram í Berlín Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Mennirnir sem mótuðu næstu kynslóð hverfa á braut Landsliðsþjálfarinn og tveir framtíðarleikmenn körfuboltalandsliðsins útskýra hvað hverfur úr landsliðinu með Jóni Arnóri og Hlyni Bæringssyni. 19. febrúar 2019 19:30 Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Handbolti Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Fótbolti Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Fleiri fréttir Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Norðankonur áfram fullkomnar á heimavelli Uppgjör og viðtöl: Aþena - Haukar 64-77 | Haukakonur á toppinn Tindastólsstelpur skoruðu þrjátíu stig í röð Ræddu mögulegan þjálfarakapal milli Bónusdeildanna Kláraði NBA regnbogann eins og Shaq Álftnesingar semja við leikmann sem á að baki 72 leiki í NBA Friðrik Ingi hættur með Keflavíkurkonur Blóðtaka fyrir Njarðvík „Dætur mínar eru meiri Íslendingar heldur en Makedónar“ Troðslur áberandi í tilþrifum vikunnar Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 98-88 | Dinkins sökkti Keflvíkingum Tryggvi í algjöru aðalhlutverki Lokaþáttur Kanans: Hetjan á Króknum og flugumferðarstjórinn Tengist Diddy persónulegu leyfi LeBron James? „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson kveður íslenska landsliðið í körfubolta samhliða stórvini sínum Hlyni Bæringssyni á fimmtudagskvöldið þegar að Ísland mætir Portúgal í forkeppni EM 2021 í Laugardalshöll. Jón Arnór er besti íslenski körfuboltamaðurinn fyrr og síðar að flestra mati og verður vitaskuld erfitt að horfa á eftir honum. Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, sagði á blaðamannafundi í gær að hann væri enn þá besti varnarmaður landsliðsins þrátt fyrir háan aldur og margar kílómetra á tanknum. Martin Hermannsson er fremsti körfuboltamaður Íslands í dag en hann spilar með þýska stórliðinu Alba Berlín. Hann er fyrir löngu orðinn lykilmaður í íslenska liðinu tekur nú væntanlega alfarið við aðalhlutverkinu í liðinu af Jóni Arnóri. Jón fór fyrst að hugsa um að hætta fyrir nokkrum árum en hefur ávallt viljað þjóna landi og þjóð. Því fagnar Martin sem er töluvert betur í stakk búinn til að taka við af Jóni heldur en fyrir kannski tveimur til þremur árum. „Ég hef alltaf haft mikið sjálfstraust en ég var ekki tilbúinn í það, þannig séð. Þegar að hann er inn á vellinum tekur hann til sín meiri athygli og opnar meira fyrir mig. Ég fann fyrir því síðasta sumar þegar að hann var ekki með hvað hann hefur mikil áhrif á mig og allt liðið,“ segir Martin sem lítur mikið upp til Jóns Arnórs.Hlynur og Jón Arnór spila sinn síðasta leik annað kvöld.vísir/vilhelmStærsta fyrirmyndin „Jón Arnór hefur alltaf verið mín stærsta fyrirmynd. Það sést líka stundum á leiknum mínum á því hvernig ég hreyfi mig og fleira. Maður er að reyna að herma eftir sumum skotunum hans og varnarleiknum. Ég er bara stoltur af því að hafa lært af honum. Hann verður samt vonandi áfram í kringum mig til að hjálpa mér.“ Martin kom eins og stormsveipur inn í íslenska liðið og var allt í öllu þegar að Ísland tryggði sér sæti á EM 2017 í körfubolta. „Ég er bara 24 ára. Menn horfa stundum á mig sem einhvern 35 ára reynslubolta. Ég á nú einhver ár eftir í þessu,“ segir hann og hlær. Martin hefur verið í atvinnumennsku frá árinu 2016 þegar að hann gekk í raðir Charleville í frönsku B-deildinni eftir dvöl í bandarískum háskóla. Hann var eitt tímabil þar, fór svo í frönsku A-deildina og þaðan til Alba Berlín sem er stórlið í evrópskum körfubolta. „Það fer rosalega vel um mig og fjölskylduna í Berlík og gengur mér vel í körfuboltanum. Þetta var svekkjandi á sunnudaginn þegar að við töpuðum bikarúrslitaleiknum en við erum enn þá inni í Evrópukeppninni og í toppbaráttunni í Þýskalandi þannig að það er nóg eftir og nóg að spila um,“ segir Martin.Martin nýtur lífsins í Berlín og verður líklega þar áfram.vísir/báraLjúft í Berlín „Ég er enn þá að koma mér af stað eftir ökklameiðslin sem héldu mér frá í tvo mánuði. Það tekur líka sinn tíma en ég er að spila á svo stóru sviði að þetta eru aldrei 40 mínútur í leik heldur kannski 20 til 25 mínútur. Við erum að spila tvo til þrjá leiki í viku þannig að álagið er mikið.“ „Það er gaman að koma aðeins heim og gott að hvíla sig aðeins. Það er alltaf gott að hitta fjölskyldu og vini og auðvitað að kveðja þessa miklu meistara,“ segir Martin. Leikstjórnandinn magnaði staldraði stutt við í fyrstu tveimur félagsliðunum sínum eftir háskóladvölina en líklegt er að hann taki annað ár í Berlín. „Ég gerði tveggja ára samning núna. Þetta breytist hratt í þessum heimi. Körfuboltinn er svo öðruvísi en handbolti og fótbolti þannig að maður veit aldrei hvað gerist á morgun. Ég er allavega með samning út næsta tímabil þannig að ég býst við því að vera í Berlín áfram,“ segir Martin Hermannsson.Klippa: Martin - Býst við að vera áfram í Berlín
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Mennirnir sem mótuðu næstu kynslóð hverfa á braut Landsliðsþjálfarinn og tveir framtíðarleikmenn körfuboltalandsliðsins útskýra hvað hverfur úr landsliðinu með Jóni Arnóri og Hlyni Bæringssyni. 19. febrúar 2019 19:30 Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Handbolti Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Fótbolti Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Fótbolti Fleiri fréttir Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Norðankonur áfram fullkomnar á heimavelli Uppgjör og viðtöl: Aþena - Haukar 64-77 | Haukakonur á toppinn Tindastólsstelpur skoruðu þrjátíu stig í röð Ræddu mögulegan þjálfarakapal milli Bónusdeildanna Kláraði NBA regnbogann eins og Shaq Álftnesingar semja við leikmann sem á að baki 72 leiki í NBA Friðrik Ingi hættur með Keflavíkurkonur Blóðtaka fyrir Njarðvík „Dætur mínar eru meiri Íslendingar heldur en Makedónar“ Troðslur áberandi í tilþrifum vikunnar Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 98-88 | Dinkins sökkti Keflvíkingum Tryggvi í algjöru aðalhlutverki Lokaþáttur Kanans: Hetjan á Króknum og flugumferðarstjórinn Tengist Diddy persónulegu leyfi LeBron James? „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Sjá meira
Mennirnir sem mótuðu næstu kynslóð hverfa á braut Landsliðsþjálfarinn og tveir framtíðarleikmenn körfuboltalandsliðsins útskýra hvað hverfur úr landsliðinu með Jóni Arnóri og Hlyni Bæringssyni. 19. febrúar 2019 19:30