Ungmennaþing ÖBÍ: „Ég er kominn hingað til að láta rödd mína heyrast“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. mars 2019 20:00 Haukur Hákon Loftsson sótti ungmennaþingið í dag EGILL AÐALSTEINSSON Ungmennaþing Öryrkjabandalags Íslanda var haldiðí dag en tilgangur fundarins var að skoða samfélagið út fráþörfum fólks með fötlun. Kröfur ungmennanna verða sendar til félags- og barnamálaráðherra að fundi loknum. Saman komu ungmenni á aldrinum 12-18 ára með fatlanir, raskanir eða langvinna sjúkdóma. Fundarmenn sátu í hópum og skiptust á að benda á það sem betur má fara í skólakerfinu, tómstundum, íþróttum og á fleiri sviðum samfélagsins. „Ég er kominn hingað til að láta rödd mína heyrast. Sjá hvað hægt sé að bæta fyrir okkur fatlaða fólkið. Ekki síst hvað hægt sé að gera fyrir aðstandendur fatlaðs fólks. Bæði hvað varðar skólakerfið, aðgengismál og almenna líðan,“ sagði Haukur Hákon Loftsson, nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. „Það sem ég vonast til að við fáum niðurstöður í er bara hvað þarf að gera til þess að samfélagið og kerfin virki fyrir okkar unga fólk,“ sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.Þuríður Harpa Sigurðardóttir er formaður Öryrkjabandalags ÍslandsEGILL AÐALSTEINSSONHaukur Hákon var meðal fundarmanna. Hann segir aðstoð í námi ábótavant. Einnig þurfi að fara í stórsókn í aðgengismálum. „Einnig þarf að virkja aðeins betur félagslegu hliðina. Það hefur oft verið þannig að fatlað fólk er mikið eitt með sjálfu sér og þá skiptir miklu máli að fólk hafi gott bakland til að eiga gott líf,“ sagði Haukur. Sjálfur stundar Haukur nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð og segir hann aðbúnað þar til fyrirmyndar. „Aðgengismálin frábær, frábært starfsfólk og allir til í að hjálpast að. Mjög gott umhverfi fyrst og fremst,“ sagði Haukur. Sólveig María og Kristrún Lilja eiga bræður sem glíma við raskanir. Þær sögðu að stórefla þyrfti fræðslu um fatlanir í skólum. „Það þarf að tala við krakka í bekknum ef það er einhver einhverfur þar. Um þa hvernig á að vera í kring um þá,“ sögðu Sólveig María og Kristrún Lilja. Öryrkjabandalagið mun svo fara með niðurstöður fundarins og leggja þær fyrir Félags- og barnamálaráðherra.Sólveig María og Kristrún LiljaEGILL AÐALSTEINSSON Félagsmál Tengdar fréttir Ungmennaþing ÖBÍ haldið í dag Ungmennaþing ÖBÍ fer fram á Grand Hótel í Reykjavík í dag klukkan 13 til 16. 9. mars 2019 11:12 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Ungmennaþing Öryrkjabandalags Íslanda var haldiðí dag en tilgangur fundarins var að skoða samfélagið út fráþörfum fólks með fötlun. Kröfur ungmennanna verða sendar til félags- og barnamálaráðherra að fundi loknum. Saman komu ungmenni á aldrinum 12-18 ára með fatlanir, raskanir eða langvinna sjúkdóma. Fundarmenn sátu í hópum og skiptust á að benda á það sem betur má fara í skólakerfinu, tómstundum, íþróttum og á fleiri sviðum samfélagsins. „Ég er kominn hingað til að láta rödd mína heyrast. Sjá hvað hægt sé að bæta fyrir okkur fatlaða fólkið. Ekki síst hvað hægt sé að gera fyrir aðstandendur fatlaðs fólks. Bæði hvað varðar skólakerfið, aðgengismál og almenna líðan,“ sagði Haukur Hákon Loftsson, nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. „Það sem ég vonast til að við fáum niðurstöður í er bara hvað þarf að gera til þess að samfélagið og kerfin virki fyrir okkar unga fólk,“ sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.Þuríður Harpa Sigurðardóttir er formaður Öryrkjabandalags ÍslandsEGILL AÐALSTEINSSONHaukur Hákon var meðal fundarmanna. Hann segir aðstoð í námi ábótavant. Einnig þurfi að fara í stórsókn í aðgengismálum. „Einnig þarf að virkja aðeins betur félagslegu hliðina. Það hefur oft verið þannig að fatlað fólk er mikið eitt með sjálfu sér og þá skiptir miklu máli að fólk hafi gott bakland til að eiga gott líf,“ sagði Haukur. Sjálfur stundar Haukur nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð og segir hann aðbúnað þar til fyrirmyndar. „Aðgengismálin frábær, frábært starfsfólk og allir til í að hjálpast að. Mjög gott umhverfi fyrst og fremst,“ sagði Haukur. Sólveig María og Kristrún Lilja eiga bræður sem glíma við raskanir. Þær sögðu að stórefla þyrfti fræðslu um fatlanir í skólum. „Það þarf að tala við krakka í bekknum ef það er einhver einhverfur þar. Um þa hvernig á að vera í kring um þá,“ sögðu Sólveig María og Kristrún Lilja. Öryrkjabandalagið mun svo fara með niðurstöður fundarins og leggja þær fyrir Félags- og barnamálaráðherra.Sólveig María og Kristrún LiljaEGILL AÐALSTEINSSON
Félagsmál Tengdar fréttir Ungmennaþing ÖBÍ haldið í dag Ungmennaþing ÖBÍ fer fram á Grand Hótel í Reykjavík í dag klukkan 13 til 16. 9. mars 2019 11:12 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Ungmennaþing ÖBÍ haldið í dag Ungmennaþing ÖBÍ fer fram á Grand Hótel í Reykjavík í dag klukkan 13 til 16. 9. mars 2019 11:12