Ungmennaþing ÖBÍ fer fram á Grand Hótel í Reykjavík í dag klukkan 13 til 16.
Á þinginu koma saman ungmenni á aldrinum 12 til 18 ára sem eru með fatlanir, raskanir eða langvinna sjúkdóma sem og systkini þeirra og ungmenni sem eiga fatlaða eða langveika foreldra.
Til umræðu á þinginu verður sýn ungmennanna á umhverfi sitt og samfélagið. Þá verður einnig rætt um skólakerfið, tómstundastarf, íþróttir, aðgengismál og margt fleira.
JóiPé og Króli munu svo koma fram og skemmta viðstöddum en skráning fer fram á heimasíðu Öryrkjabandalagsins.
Ungmennaþing ÖBÍ haldið í dag
Sylvía Hall skrifar
