Kenna Bandaríkjunum um og skamma Japana fyrir afskipti Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. mars 2019 08:45 Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, er væntanlega á sama máli og ríkismiðlarnir. Nordicphotos/AFP Ríkismiðlar í einræðisríkinu Norður-Kóreu fjölluðu í gær um hinn árangurslausa leiðtogafund sem Kim Jong-un einræðisherra og Donald Trump Bandaríkjaforseti áttu í Hanoi í síðustu viku. Vonir stóðu til þess að þeir myndu undirrita yfirlýsingu um kjarnorkuafvopnun Asíuríkisins en af því varð ekki þar sem Bandaríkjamenn vildu ekki fallast á kröfu Norður-Kóreumanna um afléttingu viðskiptaþvingana. Samkvæmt suðurkóreskum greinendum eru þvinganirnar við það að knésetja hagkerfi ríkisins algjörlega. „Almenningur, bæði hér heima og utanlands, vonaðist til að þessi annar leiðtogafundur Alþýðulýðveldisins og Bandaríkjanna í Hanoi bæri árangur en varð fyrir vonbrigðum og kennir Bandaríkjunum um hinn árangurslausa leiðtogafund,“ sagði í dagblaðinu Rodong Sinmun. Dagblaðið sagði svo frá því að Japanar væru að reyna að reka fleyg á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. „Einungis afturhaldsseggirnir í Japan hafa tekið meinfýsna afstöðu í málinu og fagna árangursleysinu eins og um góðar fréttir hafi verið að ræða,“ skrifaði blaðamaður og hélt áfram: „Markmið Japana er, í örvæntingu þeirra, að spilla sambandi Norður-Kóreu og Bandaríkjanna vegna þess að þeir hafa verið skildir út undan í viðræðunum um frið á Kóreuskaga og í heimshlutanum. Þeir eru fyrirlitlegir, rétt eins og þeir sem verðskulda löðrung.“ Þá var vikið að hinum „ósvífna“ Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans. Hann sagður reyna á sama tíma að fá Norður-Kóreumenn til friðarviðræðna við sig. „Japanar hafa framið of marga glæpi til þess að við getum tekist á við þá. Það hefst ekkert upp úr því að eiga í viðræðum við dverga sem hanga í skottinu á Bandaríkjamönnum.“ Japanar voru í þokkabót sagðir með „svört hjörtu“ og ættu að reiða miskabætur af hendi fyrir „fyrri glæpi og gefast upp á þeim draumi sínum að verða hernaðarrisi“. „Örlög hins yfirgefna Japans eru að bíða eftir því að ríkið heyri sögunni til,“ sagði svo enn fremur. Þessi harðnandi afstaða einræðisríkisins birtist sömuleiðis í frétt um sameiginlegar svonefndar Dong Maeng hernaðaræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sem standa nú yfir, eftir að Bandaríkin tilkynntu um að æfingum sem kallaðar hafa verið Key Resolve og Foal Eagle hefði verið aflýst. „Þessar aðgerðir […] eru gróft brot gegn sameiginlegri yfirlýsingu Alþýðulýðveldisins og Bandaríkjanna og yfirlýsingum suðurs og norðurs,“ sagði í Rodong Sinmun. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Japan Norður-Kórea Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Ríkismiðlar í einræðisríkinu Norður-Kóreu fjölluðu í gær um hinn árangurslausa leiðtogafund sem Kim Jong-un einræðisherra og Donald Trump Bandaríkjaforseti áttu í Hanoi í síðustu viku. Vonir stóðu til þess að þeir myndu undirrita yfirlýsingu um kjarnorkuafvopnun Asíuríkisins en af því varð ekki þar sem Bandaríkjamenn vildu ekki fallast á kröfu Norður-Kóreumanna um afléttingu viðskiptaþvingana. Samkvæmt suðurkóreskum greinendum eru þvinganirnar við það að knésetja hagkerfi ríkisins algjörlega. „Almenningur, bæði hér heima og utanlands, vonaðist til að þessi annar leiðtogafundur Alþýðulýðveldisins og Bandaríkjanna í Hanoi bæri árangur en varð fyrir vonbrigðum og kennir Bandaríkjunum um hinn árangurslausa leiðtogafund,“ sagði í dagblaðinu Rodong Sinmun. Dagblaðið sagði svo frá því að Japanar væru að reyna að reka fleyg á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. „Einungis afturhaldsseggirnir í Japan hafa tekið meinfýsna afstöðu í málinu og fagna árangursleysinu eins og um góðar fréttir hafi verið að ræða,“ skrifaði blaðamaður og hélt áfram: „Markmið Japana er, í örvæntingu þeirra, að spilla sambandi Norður-Kóreu og Bandaríkjanna vegna þess að þeir hafa verið skildir út undan í viðræðunum um frið á Kóreuskaga og í heimshlutanum. Þeir eru fyrirlitlegir, rétt eins og þeir sem verðskulda löðrung.“ Þá var vikið að hinum „ósvífna“ Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans. Hann sagður reyna á sama tíma að fá Norður-Kóreumenn til friðarviðræðna við sig. „Japanar hafa framið of marga glæpi til þess að við getum tekist á við þá. Það hefst ekkert upp úr því að eiga í viðræðum við dverga sem hanga í skottinu á Bandaríkjamönnum.“ Japanar voru í þokkabót sagðir með „svört hjörtu“ og ættu að reiða miskabætur af hendi fyrir „fyrri glæpi og gefast upp á þeim draumi sínum að verða hernaðarrisi“. „Örlög hins yfirgefna Japans eru að bíða eftir því að ríkið heyri sögunni til,“ sagði svo enn fremur. Þessi harðnandi afstaða einræðisríkisins birtist sömuleiðis í frétt um sameiginlegar svonefndar Dong Maeng hernaðaræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sem standa nú yfir, eftir að Bandaríkin tilkynntu um að æfingum sem kallaðar hafa verið Key Resolve og Foal Eagle hefði verið aflýst. „Þessar aðgerðir […] eru gróft brot gegn sameiginlegri yfirlýsingu Alþýðulýðveldisins og Bandaríkjanna og yfirlýsingum suðurs og norðurs,“ sagði í Rodong Sinmun.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Japan Norður-Kórea Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira