Þerna óttast höfrungahlaup og segir húsnæðiskostnaðinn aðalatriðið Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. mars 2019 11:36 Peter, þerna á City Park hotel, segist óttast höfrungahlaup í launahækkunum í kjölfar verkfallsaðgerða Eflingar. Hann segir mun mikilvægara að draga úr húsnæðiskostnaði á Íslandi, sem sé að sliga fólk í stéttinni. Verkfall Eflingar meðal starfsmanna á hótelum og gistihúsum hófst klukkan tíu í morgun. Fréttastofa náði tali af Peter, sem unnið hefur á City Park hotel í hálft ár. Hann viðraði áhyggjur sínar af stöðunni í íslensku efnahagslífi. „Eins og ég segi, ég vona að það verði ekki til þess að efnahagslífið hrynji þegar allir krefjast launahækkana. Ef við fáum launahækkun munu allir aðrir freista þess líka. Það sem mér finnst að ætti að gera er að draga úr húsnæðiskostnaði í efnahagskerfinu hérna af því að hann er svívirðilegur,“ sagði Peter. „Ég borga sjálfur 265 [þúsund] í leigu og mér finnst það fáránlegt. Og upphæðirnar sem ég veit að annað fólk er að borga, þetta er bara hlægilegt.“Styðja bæði Eflingu og verkfallið Peter sagði bæði sig og samstarfsmenn sína þó almennt hlynnta verkfallinu. „Við styðjum það öll vegna þess að við erum í Eflingu þannig að við fylgjum öllu sem Efling ákveður að gera. Ég veit að þau leggja mjög hart að sér fyrir okkur, svo það er sanngjarnt að við endurgjöldum þeim greiðann.“ Peter var á leið á verkfallsfund Eflingar í Gamla bíó þegar fréttastofa ræddi við hann. Hann bjóst ekki við því að hann myndi gera grein fyrir áhyggjum sínum þar. Þá sagðist hann njóta sín vel á Íslandi. „Ég elska að vinna hérna og ég elska að vinna með yfirmanni mínum. Hann er mjög góður gaur, hann er mjög sanngjarn. Vonandi get ég dvalið hér eins lengi og ég get.“Líkt og í tilfelli kollega þeirra á Hótel sögu mættu þernur á City Park hotel snemma í morgun og kláruðu helstu verkefni dagsins, að sögn Peters. „Við vorum með langan lista yfir það sem átti að undirbúa og ég vildi sjá til þess að við kláruðum allt á honum.“Fylgst er með gangi mála fram eftir degi í verkfallsvaktinni á Vísi. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52 Flugu níu þúsund kílómetra til að sýna Eflingu samstöðu Hifumi Okunuki, forseti japanska verkalýðsfélagsins Tozen, ferðaðist frá Tókýó til að sýna þeim sem fara í verkfall á Íslandi samstöðu. Hún segir innflytjendur í Japan glíma við sambærileg vandamál og á Íslandi. 8. mars 2019 11:32 Þernurnar mættu eldsnemma til að hlaupa undir bagga með hótelstjóranum Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel sögu kann starfsfólki sínu bestu þakkir fyrir að hafa mætt eldsnemma í morgun og hjálpað til við að þrífa herbergi á hótelinu. 8. mars 2019 10:49 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
Peter, þerna á City Park hotel, segist óttast höfrungahlaup í launahækkunum í kjölfar verkfallsaðgerða Eflingar. Hann segir mun mikilvægara að draga úr húsnæðiskostnaði á Íslandi, sem sé að sliga fólk í stéttinni. Verkfall Eflingar meðal starfsmanna á hótelum og gistihúsum hófst klukkan tíu í morgun. Fréttastofa náði tali af Peter, sem unnið hefur á City Park hotel í hálft ár. Hann viðraði áhyggjur sínar af stöðunni í íslensku efnahagslífi. „Eins og ég segi, ég vona að það verði ekki til þess að efnahagslífið hrynji þegar allir krefjast launahækkana. Ef við fáum launahækkun munu allir aðrir freista þess líka. Það sem mér finnst að ætti að gera er að draga úr húsnæðiskostnaði í efnahagskerfinu hérna af því að hann er svívirðilegur,“ sagði Peter. „Ég borga sjálfur 265 [þúsund] í leigu og mér finnst það fáránlegt. Og upphæðirnar sem ég veit að annað fólk er að borga, þetta er bara hlægilegt.“Styðja bæði Eflingu og verkfallið Peter sagði bæði sig og samstarfsmenn sína þó almennt hlynnta verkfallinu. „Við styðjum það öll vegna þess að við erum í Eflingu þannig að við fylgjum öllu sem Efling ákveður að gera. Ég veit að þau leggja mjög hart að sér fyrir okkur, svo það er sanngjarnt að við endurgjöldum þeim greiðann.“ Peter var á leið á verkfallsfund Eflingar í Gamla bíó þegar fréttastofa ræddi við hann. Hann bjóst ekki við því að hann myndi gera grein fyrir áhyggjum sínum þar. Þá sagðist hann njóta sín vel á Íslandi. „Ég elska að vinna hérna og ég elska að vinna með yfirmanni mínum. Hann er mjög góður gaur, hann er mjög sanngjarn. Vonandi get ég dvalið hér eins lengi og ég get.“Líkt og í tilfelli kollega þeirra á Hótel sögu mættu þernur á City Park hotel snemma í morgun og kláruðu helstu verkefni dagsins, að sögn Peters. „Við vorum með langan lista yfir það sem átti að undirbúa og ég vildi sjá til þess að við kláruðum allt á honum.“Fylgst er með gangi mála fram eftir degi í verkfallsvaktinni á Vísi.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52 Flugu níu þúsund kílómetra til að sýna Eflingu samstöðu Hifumi Okunuki, forseti japanska verkalýðsfélagsins Tozen, ferðaðist frá Tókýó til að sýna þeim sem fara í verkfall á Íslandi samstöðu. Hún segir innflytjendur í Japan glíma við sambærileg vandamál og á Íslandi. 8. mars 2019 11:32 Þernurnar mættu eldsnemma til að hlaupa undir bagga með hótelstjóranum Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel sögu kann starfsfólki sínu bestu þakkir fyrir að hafa mætt eldsnemma í morgun og hjálpað til við að þrífa herbergi á hótelinu. 8. mars 2019 10:49 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52
Flugu níu þúsund kílómetra til að sýna Eflingu samstöðu Hifumi Okunuki, forseti japanska verkalýðsfélagsins Tozen, ferðaðist frá Tókýó til að sýna þeim sem fara í verkfall á Íslandi samstöðu. Hún segir innflytjendur í Japan glíma við sambærileg vandamál og á Íslandi. 8. mars 2019 11:32
Þernurnar mættu eldsnemma til að hlaupa undir bagga með hótelstjóranum Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel sögu kann starfsfólki sínu bestu þakkir fyrir að hafa mætt eldsnemma í morgun og hjálpað til við að þrífa herbergi á hótelinu. 8. mars 2019 10:49