Formaður Eflingar segir verkfallsbrot ekki verða liðin á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 7. mars 2019 19:21 Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu í fyrramálið og stendur til miðnættis annað kvöld, eftir að félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í dag. Formaður Eflingar segir verkfallsbrot ekki verða liðin en Samtök atvinnulífsins hvetja gististaðaeigendur að fara að öllum settum reglum. Samtök atvinnulífsins kærðu verkfallsboðun Eflingar vegna þess að samtökin töldu vanhöld á því hvernig staðið var að atkvæðagreiðslu félagsins. Það var því spennuþrungin stund þegar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og framkvæmdastjóri félagsins mættu í félagsdóm klukkan eitt í dag ásamt lögmanni Samtaka atvinnulífsins til að heyra dómsorð félagsdóms. Karl Ó. Karlsson lögmaður Eflingar var ánægður þegar hann gekk út úr réttarsal og sagði niðurstöðuna hafa farið á betri veg og Sólveig var ekki síður glöð. „Þetta fór eins vel og hugsast gat þannig að við fáum að halda kvennaverkfall á morgun.”Það hlýtur að vera mikill léttir eftir allt sem á undan er gengið? „Mér er kannski ekki endilega létt. Ég er bara sigri hrósandi og ótrúlega glöð,” sagði Sólveig. Karl viðurkenndi hins vegar að hann hafi efast eins og lögmönnum sé tamt. „Jú, það er náttúrlega alltaf vafi. Það voru auðvitað rök á báða bóga. En dómurinn klofnaði. Meirihlutinn, fjórir, töldu að það væri rétt að sýkna. Einn vildi dæma verkfallið ólögmætt. Þannig að verkfallið stendur,” sagði lögmaðurinn augljóslega létt við dóminn. Formaðurinn segir verkfallsvörslu hafa verið skipulagða en þótt ýmislegt misjafnt hafi frést innan af hótelum á meðan atkvæðagreiðslan stóð yfir fari aðgerðirnar vonandi átakalaust fram. „Þá held ég að við séum sannarlega búin að koma þeim skilaboðum mjög vel og rækilega til skila að fólk sé að fara í verkfall. Að við munum ekki líða nein verkfallsbrot augljóslega og við hvetjum alla sem leggja niður störf á morgun að koma í Gamla bíó klukkan tíu þar sem við ætlum að eyða deginum saman,” sagði Sólveig Anna. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mikilvægt að virða rétt beggja aðila til að vísa vafaatriðum til félagsdóms. „Hann liggur fyrir núna og hann féll okkur ekki í hag og við unum því að sjálfsögðu.”En eru þetta vonbrigði miðað við það sem á undan er gengið? „Þetta var að mörgu leyti óvænt. En svona er þetta þegar mál eru sett í dóm. Þau geta fallið á hvora vegu sem er og í dag fór þetta okkur í óhag,” segir Halldór Benjamín. Hann búist við að aðgerðirnar á morgun fari friðsamlega fram. „Leikreglurnar eru nú býsna skýrar hvað þetta varðar. Við höfum gefið út þau skilaboð til okkar félagsmanna alveg skýrt og skorinort að hlýta þeim leikreglum í hvívetna. Og ég geri ráð fyrir að það sama eigi við hinum megin við borðið,” segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi. 7. mars 2019 15:15 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Hótelstjórnendur búa sig undir morgundaginn: „Áhyggjuefni þegar fólk er farið að leika sér svona að fjöregginu“ Hótelstjórnendur eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir verkfall hótelstarfsfólks sem hefst klukkan 10 í fyrramálið og stendur til miðnættis. Félagsdómur dæmdi í dag Eflingu í hag og úrskurðaði að verkfallsaðgerðirnar teldust lögmætar og því ljóst að af verkfallinu verður. 7. mars 2019 17:21 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira
Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu í fyrramálið og stendur til miðnættis annað kvöld, eftir að félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í dag. Formaður Eflingar segir verkfallsbrot ekki verða liðin en Samtök atvinnulífsins hvetja gististaðaeigendur að fara að öllum settum reglum. Samtök atvinnulífsins kærðu verkfallsboðun Eflingar vegna þess að samtökin töldu vanhöld á því hvernig staðið var að atkvæðagreiðslu félagsins. Það var því spennuþrungin stund þegar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og framkvæmdastjóri félagsins mættu í félagsdóm klukkan eitt í dag ásamt lögmanni Samtaka atvinnulífsins til að heyra dómsorð félagsdóms. Karl Ó. Karlsson lögmaður Eflingar var ánægður þegar hann gekk út úr réttarsal og sagði niðurstöðuna hafa farið á betri veg og Sólveig var ekki síður glöð. „Þetta fór eins vel og hugsast gat þannig að við fáum að halda kvennaverkfall á morgun.”Það hlýtur að vera mikill léttir eftir allt sem á undan er gengið? „Mér er kannski ekki endilega létt. Ég er bara sigri hrósandi og ótrúlega glöð,” sagði Sólveig. Karl viðurkenndi hins vegar að hann hafi efast eins og lögmönnum sé tamt. „Jú, það er náttúrlega alltaf vafi. Það voru auðvitað rök á báða bóga. En dómurinn klofnaði. Meirihlutinn, fjórir, töldu að það væri rétt að sýkna. Einn vildi dæma verkfallið ólögmætt. Þannig að verkfallið stendur,” sagði lögmaðurinn augljóslega létt við dóminn. Formaðurinn segir verkfallsvörslu hafa verið skipulagða en þótt ýmislegt misjafnt hafi frést innan af hótelum á meðan atkvæðagreiðslan stóð yfir fari aðgerðirnar vonandi átakalaust fram. „Þá held ég að við séum sannarlega búin að koma þeim skilaboðum mjög vel og rækilega til skila að fólk sé að fara í verkfall. Að við munum ekki líða nein verkfallsbrot augljóslega og við hvetjum alla sem leggja niður störf á morgun að koma í Gamla bíó klukkan tíu þar sem við ætlum að eyða deginum saman,” sagði Sólveig Anna. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir mikilvægt að virða rétt beggja aðila til að vísa vafaatriðum til félagsdóms. „Hann liggur fyrir núna og hann féll okkur ekki í hag og við unum því að sjálfsögðu.”En eru þetta vonbrigði miðað við það sem á undan er gengið? „Þetta var að mörgu leyti óvænt. En svona er þetta þegar mál eru sett í dóm. Þau geta fallið á hvora vegu sem er og í dag fór þetta okkur í óhag,” segir Halldór Benjamín. Hann búist við að aðgerðirnar á morgun fari friðsamlega fram. „Leikreglurnar eru nú býsna skýrar hvað þetta varðar. Við höfum gefið út þau skilaboð til okkar félagsmanna alveg skýrt og skorinort að hlýta þeim leikreglum í hvívetna. Og ég geri ráð fyrir að það sama eigi við hinum megin við borðið,” segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi. 7. mars 2019 15:15 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Hótelstjórnendur búa sig undir morgundaginn: „Áhyggjuefni þegar fólk er farið að leika sér svona að fjöregginu“ Hótelstjórnendur eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir verkfall hótelstarfsfólks sem hefst klukkan 10 í fyrramálið og stendur til miðnættis. Félagsdómur dæmdi í dag Eflingu í hag og úrskurðaði að verkfallsaðgerðirnar teldust lögmætar og því ljóst að af verkfallinu verður. 7. mars 2019 17:21 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira
Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi. 7. mars 2019 15:15
Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02
Hótelstjórnendur búa sig undir morgundaginn: „Áhyggjuefni þegar fólk er farið að leika sér svona að fjöregginu“ Hótelstjórnendur eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir verkfall hótelstarfsfólks sem hefst klukkan 10 í fyrramálið og stendur til miðnættis. Félagsdómur dæmdi í dag Eflingu í hag og úrskurðaði að verkfallsaðgerðirnar teldust lögmætar og því ljóst að af verkfallinu verður. 7. mars 2019 17:21