„Við fáum að halda kvennaverkfall á morgun“ Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 7. mars 2019 13:22 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, eftir að dómur var kveðinn upp í dag. vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var sigri hrósandi eftir að Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að boðað verkfall stéttarfélagsins á morgun er löglegt. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við Sólveigu Önnu og Karl Ó. Karlsson, lögmann Eflingar, strax eftir að dómur var kveðinn upp. „Þetta fór eins vel og hugsast gat. […] Já, við fáum að halda kvennaverkfall á morgun,“ voru fyrstu viðbrögð Sólveigar Önnu þegar hún kom út úr dómsal Félagsdóms rétt eftir klukkan 13 en morgundagurinn, 8. mars, er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Spurð hvort þetta væri léttir eftir allt sem á undan væri gengið sagði Sólveig Anna: „Mér er kannski ekkert endilega létt. Ég er bara sigri hrósandi og ótrúlega glöð.“Klofinn FélagsdómurEn var aldrei vafi í huga lögmannsins? „Það er náttúrulega alltaf vafi og náttúrulega rök á báða bóga. Dómurinn klofnaði. Meirihlutinn, fjórir töldu að það væri rétt að sýkna, einn vildi dæma verkfallið ólögmætt þannig að verkfallið stendur,“ sagði Karl. Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um fleiri verkfallsboðanir hjá Eflingu og segir Sólveig Anna að niðurstaða Félagsdóms gefi væntanlega einhverja góða von um þá atkvæðagreiðslu. Alls munu um 700 félagsmenn í Eflingu, það eru þernur á hótelum og gistiheimilum, leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. Sólveig Anna á ekki von á öðru en að allt muni fara friðsamlega fram en verkfallið nær til þeirra sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, Kjósarsýslu að Botnsá, í Hveragerði og Ölfusi. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það hafi vaknað sá grunur að Samtök atvinnulífsins hafi verið að beita lagaklækjum til þess að koma í veg fyrir að fólk gæti nýtt sér lýðræðisleg og stjórnarskrárvarin réttindi. Hann segir að sá grunur vakni vegna þess hversu veikur fótur hafi verið fyrir málinu. „Ég las mig í gegnum þessar greinagerðir, bæði frá SA og sem Karl lögmaður okkar gerði, þó ég sé leikmaður þá verð ég að viðurkenna að ég gat aldrei skilið þennan málatilbúnað,“ segir Viðar.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Segja yfirmenn hafa í hótunum vegna verkfallsboðunar Efling hefur fengið vitneskju um tilfelli þar sem atvinnurekendur á félagssvæði Eflingar hafa haft óeðlileg afskipti af þátttöku félagsmanna í atkvæðagreiðslum um verkfallsboðun. 5. mars 2019 14:30 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Dómurinn kemur SA á óvart Ragnar Árnason, lögmaður Samtaka atvinnulífsins, segir að niðurstaða félagsdóms í máli SA gegn Eflingu hafi komið sér verulega á óvart. 7. mars 2019 13:20 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Fleiri fréttir Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var sigri hrósandi eftir að Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að boðað verkfall stéttarfélagsins á morgun er löglegt. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við Sólveigu Önnu og Karl Ó. Karlsson, lögmann Eflingar, strax eftir að dómur var kveðinn upp. „Þetta fór eins vel og hugsast gat. […] Já, við fáum að halda kvennaverkfall á morgun,“ voru fyrstu viðbrögð Sólveigar Önnu þegar hún kom út úr dómsal Félagsdóms rétt eftir klukkan 13 en morgundagurinn, 8. mars, er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Spurð hvort þetta væri léttir eftir allt sem á undan væri gengið sagði Sólveig Anna: „Mér er kannski ekkert endilega létt. Ég er bara sigri hrósandi og ótrúlega glöð.“Klofinn FélagsdómurEn var aldrei vafi í huga lögmannsins? „Það er náttúrulega alltaf vafi og náttúrulega rök á báða bóga. Dómurinn klofnaði. Meirihlutinn, fjórir töldu að það væri rétt að sýkna, einn vildi dæma verkfallið ólögmætt þannig að verkfallið stendur,“ sagði Karl. Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um fleiri verkfallsboðanir hjá Eflingu og segir Sólveig Anna að niðurstaða Félagsdóms gefi væntanlega einhverja góða von um þá atkvæðagreiðslu. Alls munu um 700 félagsmenn í Eflingu, það eru þernur á hótelum og gistiheimilum, leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. Sólveig Anna á ekki von á öðru en að allt muni fara friðsamlega fram en verkfallið nær til þeirra sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, Kjósarsýslu að Botnsá, í Hveragerði og Ölfusi. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það hafi vaknað sá grunur að Samtök atvinnulífsins hafi verið að beita lagaklækjum til þess að koma í veg fyrir að fólk gæti nýtt sér lýðræðisleg og stjórnarskrárvarin réttindi. Hann segir að sá grunur vakni vegna þess hversu veikur fótur hafi verið fyrir málinu. „Ég las mig í gegnum þessar greinagerðir, bæði frá SA og sem Karl lögmaður okkar gerði, þó ég sé leikmaður þá verð ég að viðurkenna að ég gat aldrei skilið þennan málatilbúnað,“ segir Viðar.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Segja yfirmenn hafa í hótunum vegna verkfallsboðunar Efling hefur fengið vitneskju um tilfelli þar sem atvinnurekendur á félagssvæði Eflingar hafa haft óeðlileg afskipti af þátttöku félagsmanna í atkvæðagreiðslum um verkfallsboðun. 5. mars 2019 14:30 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Dómurinn kemur SA á óvart Ragnar Árnason, lögmaður Samtaka atvinnulífsins, segir að niðurstaða félagsdóms í máli SA gegn Eflingu hafi komið sér verulega á óvart. 7. mars 2019 13:20 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Fleiri fréttir Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Sjá meira
Segja yfirmenn hafa í hótunum vegna verkfallsboðunar Efling hefur fengið vitneskju um tilfelli þar sem atvinnurekendur á félagssvæði Eflingar hafa haft óeðlileg afskipti af þátttöku félagsmanna í atkvæðagreiðslum um verkfallsboðun. 5. mars 2019 14:30
Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02
Dómurinn kemur SA á óvart Ragnar Árnason, lögmaður Samtaka atvinnulífsins, segir að niðurstaða félagsdóms í máli SA gegn Eflingu hafi komið sér verulega á óvart. 7. mars 2019 13:20