Ragnar Þór hrifinn af kjarapakkanum Ari Brynjólfsson skrifar 6. mars 2019 06:00 Eyþór Arnalds kynnti kjarapakkann á mánudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Tillaga Sjálfstæðisflokksins um kjarapakka til að liðka fyrir kjarasamningum var felld á fundi borgarstjórnar í gær. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði borgina hagnast á því að klára kjarasamninga. „Stóra myndin er sú að ef kjarasamningar nást án þess að stöðugleika sé raskað, að allt fari á hliðina með fjöldagjaldþrotum fyrirtækja eða verðbólgu, þá fær borgin ávinninginn,“ sagði Eyþór. Hann lýsti yfir vonbrigðum með það að meirihlutinn sæi sér ekki fært að styðja tillögurnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fór hins vegar hörðum orðum um kjarapakkann og sagði hann „lýðskrum“ sem væri til þess fallið að „slá ryki í augu kjósenda“. Fór hann sérstaklega hörðum orðum um hugmyndir Sjálfstæðismanna um að mæta 1,9 milljarða króna útsvarslækkun með bættum innkaupum. „Þetta er svokallað bull. Innihaldslaust og ábyrgðarlaust bull,“ sagði Dagur. Tillögurnar væru bæði ófjármagnaðar og óábyrgar. Samþykkt þeirra myndi þýða fimm milljarða gat í fjármálum borgarinnar. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir útspil Sjálfstæðismanna fagnaðarefni. Kjarapakkinn væri mjög gott innlegg vegna þess að komið væri að þáttum sem snúi að gjaldskrárhækkunum Orkuveitunnar sem sannarlega hafi áhrif á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar. „Þarna er verið að koma inn á byggingarréttargjöldin sem hafa áhrif á húsnæðis- og leiguverð. Þarna eru tillögur, eins og með lækkun útsvars, sem opna á auknar ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna sem búa í Reykjavík,“ segir Ragnar Þór í samtali við Fréttablaðið. „Ég fagna því að kjörnir fulltrúar sveitarfélaga séu farnir að taka tillit til þeirrar alvarlegu stöðu sem er komin upp á vinnumarkaði og hugsa lausnamiðað í þeim efnum.“ Drífa Snædal, forseti ASÍ, sagði í Fréttablaðinu á mánudaginn að eðlilegra væri að beina kröfum um skattabreytingar til stjórnvalda en sveitarfélaga. Þó myndi ASÍ fylgjast náið með gjaldskrárhækkunum sveitarfélaga eins og áður. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Kjaramál Stj.mál Tengdar fréttir Felldu tillögu Sjálfstæðismanna um kjarapakkann Tillaga Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn var í dag felld á fundi borgarstjórnar en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu tillöguna fram, sem var í fjórum liðum, í þeirri von að liðka fyrir yfirstandandi kjarasamningum og kölluðu hana "kjarapakkann“. 5. mars 2019 19:36 Vilja liðka fyrir kjaraviðræðum og leggja fram „kjarapakka“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að Reykjavíkurborg geti vel liðkað fyrir yfirstandandi kjaraviðræðum. 4. mars 2019 10:45 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Tillaga Sjálfstæðisflokksins um kjarapakka til að liðka fyrir kjarasamningum var felld á fundi borgarstjórnar í gær. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði borgina hagnast á því að klára kjarasamninga. „Stóra myndin er sú að ef kjarasamningar nást án þess að stöðugleika sé raskað, að allt fari á hliðina með fjöldagjaldþrotum fyrirtækja eða verðbólgu, þá fær borgin ávinninginn,“ sagði Eyþór. Hann lýsti yfir vonbrigðum með það að meirihlutinn sæi sér ekki fært að styðja tillögurnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fór hins vegar hörðum orðum um kjarapakkann og sagði hann „lýðskrum“ sem væri til þess fallið að „slá ryki í augu kjósenda“. Fór hann sérstaklega hörðum orðum um hugmyndir Sjálfstæðismanna um að mæta 1,9 milljarða króna útsvarslækkun með bættum innkaupum. „Þetta er svokallað bull. Innihaldslaust og ábyrgðarlaust bull,“ sagði Dagur. Tillögurnar væru bæði ófjármagnaðar og óábyrgar. Samþykkt þeirra myndi þýða fimm milljarða gat í fjármálum borgarinnar. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir útspil Sjálfstæðismanna fagnaðarefni. Kjarapakkinn væri mjög gott innlegg vegna þess að komið væri að þáttum sem snúi að gjaldskrárhækkunum Orkuveitunnar sem sannarlega hafi áhrif á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar. „Þarna er verið að koma inn á byggingarréttargjöldin sem hafa áhrif á húsnæðis- og leiguverð. Þarna eru tillögur, eins og með lækkun útsvars, sem opna á auknar ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna sem búa í Reykjavík,“ segir Ragnar Þór í samtali við Fréttablaðið. „Ég fagna því að kjörnir fulltrúar sveitarfélaga séu farnir að taka tillit til þeirrar alvarlegu stöðu sem er komin upp á vinnumarkaði og hugsa lausnamiðað í þeim efnum.“ Drífa Snædal, forseti ASÍ, sagði í Fréttablaðinu á mánudaginn að eðlilegra væri að beina kröfum um skattabreytingar til stjórnvalda en sveitarfélaga. Þó myndi ASÍ fylgjast náið með gjaldskrárhækkunum sveitarfélaga eins og áður.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Kjaramál Stj.mál Tengdar fréttir Felldu tillögu Sjálfstæðismanna um kjarapakkann Tillaga Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn var í dag felld á fundi borgarstjórnar en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu tillöguna fram, sem var í fjórum liðum, í þeirri von að liðka fyrir yfirstandandi kjarasamningum og kölluðu hana "kjarapakkann“. 5. mars 2019 19:36 Vilja liðka fyrir kjaraviðræðum og leggja fram „kjarapakka“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að Reykjavíkurborg geti vel liðkað fyrir yfirstandandi kjaraviðræðum. 4. mars 2019 10:45 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Felldu tillögu Sjálfstæðismanna um kjarapakkann Tillaga Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn var í dag felld á fundi borgarstjórnar en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu tillöguna fram, sem var í fjórum liðum, í þeirri von að liðka fyrir yfirstandandi kjarasamningum og kölluðu hana "kjarapakkann“. 5. mars 2019 19:36
Vilja liðka fyrir kjaraviðræðum og leggja fram „kjarapakka“ Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að Reykjavíkurborg geti vel liðkað fyrir yfirstandandi kjaraviðræðum. 4. mars 2019 10:45