Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Birgir Olgeirsson skrifar 5. mars 2019 20:18 Fjórir eru nú á Landspítalanum smitaðir af mislingum, tveir fullorðnir og tvö börn, en um er að ræða einstaklinga sem voru í áætlunarferð Air Iceland Connect frá Reykjavík til Egilsstaða 15. febrúar síðastliðinn þar sem einn smitaður var meðal farþega. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ekki hafi svo margir einstaklingar greinst í einu á Íslandi áður. Hann sagði þetta þó ekki óvænt í sjálfu sér þar sem þetta gæti alltaf gerst vegna mikils mislingafaraldurs sem geisar í Evrópu. Farþeginn hjá Air Iceland Connect hafði komið til landsins 14. febrúar með áætlunarflugi Icelandair frá London. Hann sagði að ekki væri um faraldur að ræða á Íslandi þar sem mislingarnir greinast í einstaklingum sem meðal annars eru ekki bólusettir, og vísaði þar til barnanna sem eru óbólusett sökum aldurs, en ef mislingar fara að greinast í aldurshópum sem ætlast er til að séu bólusettir sé komin ástæða til að hafa áhyggjur. Annað barnanna sem var í flugi Air Iceland Connect greindist með mislinga á Barnaspítalanum í nótt en það var síðast á leikskólanum Hnoðrakoti í Garðbæ á fimmtudag. Um áttatíu börn eru á þeim leikskóla og þar á meðal 20 börn sem eru undir átján mánaða aldri. Ekki er bólusett fyrir mislingum fyrir átján mánaða aldur. Annað barnanna sem smitaðist í vél Air Iceland Connect ellefu mánaða en hitt tæplega átján mánaða gamalt. Þetta þýðir að foreldrar þessara barna sem eru óbólusett þurfa að vera heima með börnunum næstu tvær og hálfa vikuna og tryggja að börnin komist ekki í tæri við óbólusetta einstaklinga. Flugið með Air Iceland Connect var sem fyrr segir 15. febrúar en það getur tekið allt að þrjár vikur fyrir einstakling að veikjast af mislingum hafi hann smitast af þeim. Barnið fór þó á leikskólann innan þess tíma en Þórólfur sagði í kvöldfréttunum að embættið hefði sent frá sér tilmæli en það sé erfitt að tryggja að þeim tilmælum sé fylgt. Bólusetningar Fréttir af flugi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Annað barn smitaðist af mislingum í flugi Air Iceland Connect Mislingasmit greindist á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag og hefur embætti landlæknis verið gert viðvart. 5. mars 2019 17:24 Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda Sjá meira
Fjórir eru nú á Landspítalanum smitaðir af mislingum, tveir fullorðnir og tvö börn, en um er að ræða einstaklinga sem voru í áætlunarferð Air Iceland Connect frá Reykjavík til Egilsstaða 15. febrúar síðastliðinn þar sem einn smitaður var meðal farþega. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ekki hafi svo margir einstaklingar greinst í einu á Íslandi áður. Hann sagði þetta þó ekki óvænt í sjálfu sér þar sem þetta gæti alltaf gerst vegna mikils mislingafaraldurs sem geisar í Evrópu. Farþeginn hjá Air Iceland Connect hafði komið til landsins 14. febrúar með áætlunarflugi Icelandair frá London. Hann sagði að ekki væri um faraldur að ræða á Íslandi þar sem mislingarnir greinast í einstaklingum sem meðal annars eru ekki bólusettir, og vísaði þar til barnanna sem eru óbólusett sökum aldurs, en ef mislingar fara að greinast í aldurshópum sem ætlast er til að séu bólusettir sé komin ástæða til að hafa áhyggjur. Annað barnanna sem var í flugi Air Iceland Connect greindist með mislinga á Barnaspítalanum í nótt en það var síðast á leikskólanum Hnoðrakoti í Garðbæ á fimmtudag. Um áttatíu börn eru á þeim leikskóla og þar á meðal 20 börn sem eru undir átján mánaða aldri. Ekki er bólusett fyrir mislingum fyrir átján mánaða aldur. Annað barnanna sem smitaðist í vél Air Iceland Connect ellefu mánaða en hitt tæplega átján mánaða gamalt. Þetta þýðir að foreldrar þessara barna sem eru óbólusett þurfa að vera heima með börnunum næstu tvær og hálfa vikuna og tryggja að börnin komist ekki í tæri við óbólusetta einstaklinga. Flugið með Air Iceland Connect var sem fyrr segir 15. febrúar en það getur tekið allt að þrjár vikur fyrir einstakling að veikjast af mislingum hafi hann smitast af þeim. Barnið fór þó á leikskólann innan þess tíma en Þórólfur sagði í kvöldfréttunum að embættið hefði sent frá sér tilmæli en það sé erfitt að tryggja að þeim tilmælum sé fylgt.
Bólusetningar Fréttir af flugi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Annað barn smitaðist af mislingum í flugi Air Iceland Connect Mislingasmit greindist á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag og hefur embætti landlæknis verið gert viðvart. 5. mars 2019 17:24 Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda Sjá meira
Annað barn smitaðist af mislingum í flugi Air Iceland Connect Mislingasmit greindist á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag og hefur embætti landlæknis verið gert viðvart. 5. mars 2019 17:24
Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21