Kennaranemum á lokaári býðst námsstyrkur og launað starfsnám Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2019 15:18 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. vísir/baldur Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í dag fyrstu aðgerðirnar sem ráðist verður í til þess að bregðast við kennaraskorti í landinu. Á meðal þess sem verður gert er að bjóða nemendum á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi launað starfsnám sem og námsstyrk til þess að sinna lokaverkefnum samhliða starfsnáminu. Mun nemendunum bjóðast þetta frá og með næsta hausti. Í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu segir að markmiðið með launuðu starfsnámi sé að hvetja nemendur til þess að klára nám sitt á tilsettum tíma og að þeir hefji störf sem fyrst að loknu námi. „Starfsnámið skal vera í minnst 50% starfshlutfalli við leik- eða grunnskóla í eitt skólaár og fá nemendur greitt samkvæmt kjarasamningi. Kennaranemar njóta leiðsagnar reynds kennara á vettvangi og þess verður gætt að þeir hafi jafnframt svigrúm til að vinna að lokaverkefnum sínum. Um er að ræða sértækar aðgerðir en fyrirkomulagið verður endurmetið reglulega með það að leiðarljósi að efla kennaranám enn frekar. Meirihluti kennaranemanema á meistarastigi eru nú þegar starfandi í leik- og grunnskólum landsins. Til að tryggja að sem flestir nemar komist í launað starfsnám er nauðsynlegt að skólar, sveitarfélög, háskólar og mennta- og menningarmálaráðuneyti vinni náið saman,“ segir í tilkynningunni. Markmiðið með námsstyrknum er svo að auðvelda kennaranemum að sinna lokaverkefnum sínum samhliða starfsnáminu og skapa hvata til þess að nemendur ljúki námi á tilsettum tíma. Styrkurinn nemur alls 800 þúsund krónum og greiðist í tvennu lagi. Fyrri greiðslan er þannig bundin við skil verkefnisáætlunar lokaverkefnis og hin síðar við skil á lokaverkefni innan ákveðins tíma. Árlegur kostnaður ríkisins vegna þessa nemur 200 til 250 milljónum króna. Í tilkynningu ráðuneytisins eru jafnframt raktar nokkrar staðreyndir um stöðuna eins og hún blasir nú við þegar kemur að nýliðun í kennarastéttinni. Til að mynda eru aðeins 28 prósent stöðugilda í leikskólum mönnuð leikskólakennurum. Það vantar því leikskólakennara í um 1800 stöðugildi til þess að uppfylla ákvæði laga um hlutfall fagmenntaðra leikskólakennara. Aðrar tölulegar staðreyndir eru eftirfarandi:• Árið 2018 útskrifuðust 22 leikskólakennarar og 77 grunnskólakennarar frá Háskólanum á Akureyri og Háskóla Íslands.• Nýnemum í grunnnámi í leik- og grunnskólafræðum fækkaði um 40% á árunum 2008-2018.• Leiðbeinendum í grunnskólum hefur fjölgað verulega á síðustu árum, úr 272 árið 2016, 443 árið 2017 í 507 á þessu skólaári 2018/19.• Óhagstæðasta sviðsmynd um mannaflaþörf og óbreyttan fjölda útskrifaðra kennara kallar á að manna þurfi tæplega 1200 kennarastöður í grunnskólum með starfsfólki án kennsluréttinda eftir fjögur ár. Þá yrði hlutfall starfsfólks starfandi við kennslu án kennsluréttinda 25% en samsvarandi hlutfall var 8,6% árið 2017. Skóla - og menntamál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í dag fyrstu aðgerðirnar sem ráðist verður í til þess að bregðast við kennaraskorti í landinu. Á meðal þess sem verður gert er að bjóða nemendum á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi launað starfsnám sem og námsstyrk til þess að sinna lokaverkefnum samhliða starfsnáminu. Mun nemendunum bjóðast þetta frá og með næsta hausti. Í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu segir að markmiðið með launuðu starfsnámi sé að hvetja nemendur til þess að klára nám sitt á tilsettum tíma og að þeir hefji störf sem fyrst að loknu námi. „Starfsnámið skal vera í minnst 50% starfshlutfalli við leik- eða grunnskóla í eitt skólaár og fá nemendur greitt samkvæmt kjarasamningi. Kennaranemar njóta leiðsagnar reynds kennara á vettvangi og þess verður gætt að þeir hafi jafnframt svigrúm til að vinna að lokaverkefnum sínum. Um er að ræða sértækar aðgerðir en fyrirkomulagið verður endurmetið reglulega með það að leiðarljósi að efla kennaranám enn frekar. Meirihluti kennaranemanema á meistarastigi eru nú þegar starfandi í leik- og grunnskólum landsins. Til að tryggja að sem flestir nemar komist í launað starfsnám er nauðsynlegt að skólar, sveitarfélög, háskólar og mennta- og menningarmálaráðuneyti vinni náið saman,“ segir í tilkynningunni. Markmiðið með námsstyrknum er svo að auðvelda kennaranemum að sinna lokaverkefnum sínum samhliða starfsnáminu og skapa hvata til þess að nemendur ljúki námi á tilsettum tíma. Styrkurinn nemur alls 800 þúsund krónum og greiðist í tvennu lagi. Fyrri greiðslan er þannig bundin við skil verkefnisáætlunar lokaverkefnis og hin síðar við skil á lokaverkefni innan ákveðins tíma. Árlegur kostnaður ríkisins vegna þessa nemur 200 til 250 milljónum króna. Í tilkynningu ráðuneytisins eru jafnframt raktar nokkrar staðreyndir um stöðuna eins og hún blasir nú við þegar kemur að nýliðun í kennarastéttinni. Til að mynda eru aðeins 28 prósent stöðugilda í leikskólum mönnuð leikskólakennurum. Það vantar því leikskólakennara í um 1800 stöðugildi til þess að uppfylla ákvæði laga um hlutfall fagmenntaðra leikskólakennara. Aðrar tölulegar staðreyndir eru eftirfarandi:• Árið 2018 útskrifuðust 22 leikskólakennarar og 77 grunnskólakennarar frá Háskólanum á Akureyri og Háskóla Íslands.• Nýnemum í grunnnámi í leik- og grunnskólafræðum fækkaði um 40% á árunum 2008-2018.• Leiðbeinendum í grunnskólum hefur fjölgað verulega á síðustu árum, úr 272 árið 2016, 443 árið 2017 í 507 á þessu skólaári 2018/19.• Óhagstæðasta sviðsmynd um mannaflaþörf og óbreyttan fjölda útskrifaðra kennara kallar á að manna þurfi tæplega 1200 kennarastöður í grunnskólum með starfsfólki án kennsluréttinda eftir fjögur ár. Þá yrði hlutfall starfsfólks starfandi við kennslu án kennsluréttinda 25% en samsvarandi hlutfall var 8,6% árið 2017.
Skóla - og menntamál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira