Domino´s-Körfuboltakvöld: Uppgjöf Grindavíkur í fjórða leikhluta Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2019 15:00 Leikurinn var skrítinn að mati Teits Örlygssonar. mynd/stöð 2 sport Grindavík var með pálmann í höndunum fyrir fjórða leikhlutann í leiknum á móti KR í Domino´s-deild karla á sunnudagskvöldið en tapaði samt leiknum eftir skelfilega frammistöðu í lokafjórðungnum. Heimamenn voru með 22 prósent skotnýtingu í fjórða leikhluta en þeir tóku ellefu þrista og hittu ekki einu sinni. Þeir tóku 61 prósent skota sinna í leikhlutanum fyrir utan þriggja stiga línuna þegar að vel gekk almennt að fara inn í teig. „Þetta verður til þess að Jordy Kuiper fær úr engu að moða. Hann er fimm af sex í teignum í leiknum en þeir bara leita ekki að honum. Þriggja stiga skotin sem þeir eru að taka eru líka svakalega léleg,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur Domino´s-Körfuboltakvölds, í þætti gærkvöldsins um frammistöðu Grindavíkur. „Þetta er rosalega skrítinn körfubolti sem Grindavík er að spila og leikurinn var líka skrítinn. Grindavík fékk fínar mínútur frá strákunum af bekknum en þeir bara koðnuðu algjörlega niður í fjórða leikhluta,“ sagði Teitur Örlygsson. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, gerði taktíska breytingu í seinni hálfleik og skipti um varnarmann á Lewis Clinch Jr. sem gat ekkert í seinni hálfleik og þá sérstaklega í fjórða leikhluta. „Brotalamirnar í leik Grindavíkur eru miklar því um leið og blæs á móti og þeir lenda á smá þröskuldi gerist eitthvað,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson og umsjónarmaður þáttarins, Kjartan Atli Kjartansson, greip boltann á lofti: „Þeir gefast upp!“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan.Klippa: Dominos-Körfuboltakvöld - Grindavík brotnar Dominos-deild karla Tengdar fréttir Domino´s-Körfuboltakvöld: Óagaðir dómarar sem verða að slaka aðeins á Strákarnir í körfuboltakvöldi fóru yfir dóminn stóra sem að sneri stórleiknum í gærkvöldi. 5. mars 2019 10:30 Teitur um brotið í Hellinum: „Það verður ekkert gert í þessu“ Kevin Capers braut illa á Viðari Ágústssyni en sleppur með bann að mati Körfuboltakvölds. 5. mars 2019 12:00 Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Grindavík var með pálmann í höndunum fyrir fjórða leikhlutann í leiknum á móti KR í Domino´s-deild karla á sunnudagskvöldið en tapaði samt leiknum eftir skelfilega frammistöðu í lokafjórðungnum. Heimamenn voru með 22 prósent skotnýtingu í fjórða leikhluta en þeir tóku ellefu þrista og hittu ekki einu sinni. Þeir tóku 61 prósent skota sinna í leikhlutanum fyrir utan þriggja stiga línuna þegar að vel gekk almennt að fara inn í teig. „Þetta verður til þess að Jordy Kuiper fær úr engu að moða. Hann er fimm af sex í teignum í leiknum en þeir bara leita ekki að honum. Þriggja stiga skotin sem þeir eru að taka eru líka svakalega léleg,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur Domino´s-Körfuboltakvölds, í þætti gærkvöldsins um frammistöðu Grindavíkur. „Þetta er rosalega skrítinn körfubolti sem Grindavík er að spila og leikurinn var líka skrítinn. Grindavík fékk fínar mínútur frá strákunum af bekknum en þeir bara koðnuðu algjörlega niður í fjórða leikhluta,“ sagði Teitur Örlygsson. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, gerði taktíska breytingu í seinni hálfleik og skipti um varnarmann á Lewis Clinch Jr. sem gat ekkert í seinni hálfleik og þá sérstaklega í fjórða leikhluta. „Brotalamirnar í leik Grindavíkur eru miklar því um leið og blæs á móti og þeir lenda á smá þröskuldi gerist eitthvað,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson og umsjónarmaður þáttarins, Kjartan Atli Kjartansson, greip boltann á lofti: „Þeir gefast upp!“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan.Klippa: Dominos-Körfuboltakvöld - Grindavík brotnar
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Domino´s-Körfuboltakvöld: Óagaðir dómarar sem verða að slaka aðeins á Strákarnir í körfuboltakvöldi fóru yfir dóminn stóra sem að sneri stórleiknum í gærkvöldi. 5. mars 2019 10:30 Teitur um brotið í Hellinum: „Það verður ekkert gert í þessu“ Kevin Capers braut illa á Viðari Ágústssyni en sleppur með bann að mati Körfuboltakvölds. 5. mars 2019 12:00 Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Domino´s-Körfuboltakvöld: Óagaðir dómarar sem verða að slaka aðeins á Strákarnir í körfuboltakvöldi fóru yfir dóminn stóra sem að sneri stórleiknum í gærkvöldi. 5. mars 2019 10:30
Teitur um brotið í Hellinum: „Það verður ekkert gert í þessu“ Kevin Capers braut illa á Viðari Ágústssyni en sleppur með bann að mati Körfuboltakvölds. 5. mars 2019 12:00