Domino´s-Körfuboltakvöld: Óagaðir dómarar sem verða að slaka aðeins á Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2019 10:30 Finnur Freyr Stefánsson var gestur í Körfuboltakvöldi í gærkvöldi vísir/stöð 2 sport „Ég tjái mig aldrei um dómgæslu og hef ekki gert í þau 20 ár sem ég hef spilað en þeir verða aðeins að lesa í aðstæður.“ Þetta sagði Logi Gunnarsson, fyrirliði Njarðvíkur, eftir tæknivillu sem dæmd var á Mario Matosovic í stórleik Stjörnunnar og Njarðvíkur í Domino´s-deild karla í gærkvöldi en með sigrinum þar komst Stjarnan á toppinn. Logi, eins og aðrir Njarðvíkingar, var óánægður með viðbrögð Ísak Ernis Kristinssonar, dómara leiksins, sem andaði ekki áður en að hann gaf Matosovic villu fyrir að kalla eitthvað að honum en Ísak hafði þá ekki séð Króatann fá olnbogaskot sem varð til þess að hann fékk skurð á andlitið. „Pryor fer með olnbogann beint í andlitið á honum,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur Domino´s-Körfuboltakvölds, í þætti gærkvöldsins og Finnur Freyr Stefánsson, sem var gestasérfræðingur kvöldsins sagðist ekki sjá hvernig hægt væri að dæma villu á Mario.Mario Matasovic gengur blóðugur af velli með tæknivillu á bakinu.vísir/báraAllir sérfræðingarnir voru sammála um að dómgæslan á þessari stundu væri hreint ömurleg því dómurinn var rangur og hann æsti Njarðvíkinga upp með þeim afleiðingum að þeir fengu á sig aðra tæknivillu en á þessum kafla stakk Stjarnan af. „Það er örugglega einhver sem að segir að þetta sé línan en eftir að spila Evrópuleiki og vera með landsliðinu í Evrópu finnst mér íslenskir dómarar mjög góðir miðað við gæði deildarinnar. Það er ekki hægt að ætlast til þess að dómararnir séu betri en leikmennirnir hér heima,“ sagði Finnur Freyr. „Það eru þrír þættir sem íslenskir dómarar mega samt bæta sig í en það eru tæknivillur, óíþróttamannslegar villur og ruðningar. Dómararnir voru engu skárri en t.d. Grindavíkurliðið í þessari umferð sem tók bara óöguð þriggja stiga skot. Það þarf bara einhver að segja þeim að slaka aðeins á í tæknivillunum. Góður dómari stýrir leiknum með röddinni sinni en ekki flautunni,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson. Hermann Hauksson tók undir og einfaldaði málin: „Ísak Ernir les aðstæður þarna ógeðslega illa. Hann gerði þetta bara ógeðslega illa!“ Alla umræðuna um stóra dóminn í gærkvöldi má sjá hér að neðan.Klippa: Dominos-Körfuboltakvöld - Umræða um stóra dóminn í Garðabæ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Njarðvík 82-76 | Stjarnan á toppinn Stjarnan er með deildarmeistaratitilinn í sínum höndum eftir sigur á Njarðvík í hádramatískum leik í Garðabæ 4. mars 2019 22:15 Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
„Ég tjái mig aldrei um dómgæslu og hef ekki gert í þau 20 ár sem ég hef spilað en þeir verða aðeins að lesa í aðstæður.“ Þetta sagði Logi Gunnarsson, fyrirliði Njarðvíkur, eftir tæknivillu sem dæmd var á Mario Matosovic í stórleik Stjörnunnar og Njarðvíkur í Domino´s-deild karla í gærkvöldi en með sigrinum þar komst Stjarnan á toppinn. Logi, eins og aðrir Njarðvíkingar, var óánægður með viðbrögð Ísak Ernis Kristinssonar, dómara leiksins, sem andaði ekki áður en að hann gaf Matosovic villu fyrir að kalla eitthvað að honum en Ísak hafði þá ekki séð Króatann fá olnbogaskot sem varð til þess að hann fékk skurð á andlitið. „Pryor fer með olnbogann beint í andlitið á honum,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur Domino´s-Körfuboltakvölds, í þætti gærkvöldsins og Finnur Freyr Stefánsson, sem var gestasérfræðingur kvöldsins sagðist ekki sjá hvernig hægt væri að dæma villu á Mario.Mario Matasovic gengur blóðugur af velli með tæknivillu á bakinu.vísir/báraAllir sérfræðingarnir voru sammála um að dómgæslan á þessari stundu væri hreint ömurleg því dómurinn var rangur og hann æsti Njarðvíkinga upp með þeim afleiðingum að þeir fengu á sig aðra tæknivillu en á þessum kafla stakk Stjarnan af. „Það er örugglega einhver sem að segir að þetta sé línan en eftir að spila Evrópuleiki og vera með landsliðinu í Evrópu finnst mér íslenskir dómarar mjög góðir miðað við gæði deildarinnar. Það er ekki hægt að ætlast til þess að dómararnir séu betri en leikmennirnir hér heima,“ sagði Finnur Freyr. „Það eru þrír þættir sem íslenskir dómarar mega samt bæta sig í en það eru tæknivillur, óíþróttamannslegar villur og ruðningar. Dómararnir voru engu skárri en t.d. Grindavíkurliðið í þessari umferð sem tók bara óöguð þriggja stiga skot. Það þarf bara einhver að segja þeim að slaka aðeins á í tæknivillunum. Góður dómari stýrir leiknum með röddinni sinni en ekki flautunni,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson. Hermann Hauksson tók undir og einfaldaði málin: „Ísak Ernir les aðstæður þarna ógeðslega illa. Hann gerði þetta bara ógeðslega illa!“ Alla umræðuna um stóra dóminn í gærkvöldi má sjá hér að neðan.Klippa: Dominos-Körfuboltakvöld - Umræða um stóra dóminn í Garðabæ
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Njarðvík 82-76 | Stjarnan á toppinn Stjarnan er með deildarmeistaratitilinn í sínum höndum eftir sigur á Njarðvík í hádramatískum leik í Garðabæ 4. mars 2019 22:15 Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Njarðvík 82-76 | Stjarnan á toppinn Stjarnan er með deildarmeistaratitilinn í sínum höndum eftir sigur á Njarðvík í hádramatískum leik í Garðabæ 4. mars 2019 22:15