Fyrri þáttaraðir hafa vægast sagt slegið í gegn á Netflix eftir að þættirnir endurvaktir af Netflix á síðasta ári, fimmtán árum eftir að upphaflegu þættirnir voru sýndir. Þá unnu þættirnir þrjú Emmy-verðlaun á síðasta ári.
Í nýrri stiklu fyrir næstu þáttaröð má sjá að strákarnir heimsækja í fyrsta sinn samkynhneigða konu og hjálpa henni að byggja upp sjálfstraust sitt. Þá mun tvíeyki í fyrsta sinn fá yfirhalningu frá hópnum.
Hér að neðan má sjá stikluna.