„Við erum á réttri leið en það gengur allt of hægt“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. mars 2019 20:44 „Við erum á réttri leið en það gengur allt of hægt.“ Þetta segir Kristalina Georgieva, starfandi forseti Alþjóðabankans, sem stödd er hér á landi en á málþingi sem fram fór í dag kynnti hún niðurstöður nýrrar skýrslu á vegum Alþjóðabankans sem fjallar um konur, viðskipti og lög. (e. Women, Business and the Law 2019). „Í meðalhagkerfi í heiminum í dag hafa konur aðeins þrjá fjórðu þeirra réttinda sem karlar njóta. Og ef við förum upp um fimm stig á tíu ára tímabili, þá tæki það fimmtíu ár að loka kynjabilinu.“ Hún segir einkum þrennt vera jákvætt við niðurstöður skýrslunnar. Í fyrsta lagi það að það eru þegar nokkur ríki þar sem 100% jafnrétti hefur verið náð gagnvart lögum og fleiri ríki komast þar ansi nálægt. Ísland er þeirra á meðal en Norðurlönd eru fremst í fylkingu hvað þetta varðar. Það sem vantar uppá hér á landi til að fá fullt hús stiga snýr að skýrum lífeyrisréttindum á því tímabili sem börn eru í dagvistun. Í öðru lagi séu framfarir að eiga sér stað á mikilvægum svæðum sem hafa verið aftarlega á merinni. „Eins og hvað varðar rétt kvenna til að eiga eignir og réttinn til að velja sér starfsvettvang. Og þrátt fyrir þetta eru konur kerfisbundið aftar körlum í öllum heimshlutum,“ segir Georgieva. Í þriðja lagi leiðir skýrslan í ljós að framfarir hafi orðið alls staðar í heiminum. Á sama tíma séu Miðausturlönd og Norður-Afríka þó það svæði þar sem hvað lengst er í land. „Þar hafa konur innan við helming þeirra réttinda sem karlar hafa,“ segir Georgieva. „Helstu skilaboðin eru þau að við getum ekki stuðlað að friðsælum heimi nema með því að nýta krafta alls fólks, karla og kvenna,“ segir Georgieva. Hún segir það markmið Alþjóðabankans að leitast við að draga úr fátækt og í því sambandi sé meðal annars afar mikilvægt að efla menntun stúlkna. „Við viljum að stúlkur alist upp í heimi þar sem þær geta ráðið því hvenær þær giftist, hverjum þær giftist, hvenær þær eignist börn, hvar þær vinni og hvort þær vilji stofna fyrirtæki.“ Jafnréttismál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
„Við erum á réttri leið en það gengur allt of hægt.“ Þetta segir Kristalina Georgieva, starfandi forseti Alþjóðabankans, sem stödd er hér á landi en á málþingi sem fram fór í dag kynnti hún niðurstöður nýrrar skýrslu á vegum Alþjóðabankans sem fjallar um konur, viðskipti og lög. (e. Women, Business and the Law 2019). „Í meðalhagkerfi í heiminum í dag hafa konur aðeins þrjá fjórðu þeirra réttinda sem karlar njóta. Og ef við förum upp um fimm stig á tíu ára tímabili, þá tæki það fimmtíu ár að loka kynjabilinu.“ Hún segir einkum þrennt vera jákvætt við niðurstöður skýrslunnar. Í fyrsta lagi það að það eru þegar nokkur ríki þar sem 100% jafnrétti hefur verið náð gagnvart lögum og fleiri ríki komast þar ansi nálægt. Ísland er þeirra á meðal en Norðurlönd eru fremst í fylkingu hvað þetta varðar. Það sem vantar uppá hér á landi til að fá fullt hús stiga snýr að skýrum lífeyrisréttindum á því tímabili sem börn eru í dagvistun. Í öðru lagi séu framfarir að eiga sér stað á mikilvægum svæðum sem hafa verið aftarlega á merinni. „Eins og hvað varðar rétt kvenna til að eiga eignir og réttinn til að velja sér starfsvettvang. Og þrátt fyrir þetta eru konur kerfisbundið aftar körlum í öllum heimshlutum,“ segir Georgieva. Í þriðja lagi leiðir skýrslan í ljós að framfarir hafi orðið alls staðar í heiminum. Á sama tíma séu Miðausturlönd og Norður-Afríka þó það svæði þar sem hvað lengst er í land. „Þar hafa konur innan við helming þeirra réttinda sem karlar hafa,“ segir Georgieva. „Helstu skilaboðin eru þau að við getum ekki stuðlað að friðsælum heimi nema með því að nýta krafta alls fólks, karla og kvenna,“ segir Georgieva. Hún segir það markmið Alþjóðabankans að leitast við að draga úr fátækt og í því sambandi sé meðal annars afar mikilvægt að efla menntun stúlkna. „Við viljum að stúlkur alist upp í heimi þar sem þær geta ráðið því hvenær þær giftist, hverjum þær giftist, hvenær þær eignist börn, hvar þær vinni og hvort þær vilji stofna fyrirtæki.“
Jafnréttismál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira