Nýtt heimili á Selfossi fyrir börn með fjölþættan vanda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. mars 2019 12:30 Jóhanna Frímannsdóttir, (t.h.) og Ásta María Guðbrandsdóttir, deildarstjóri nýja heimilisins. Vísir/Magnús Hlynur Bergrisinn, sem sér um þjónustu fyrir fatlað fólk á Suðurlandi hefur tekið í notkun heimili á Selfossi fyrir börn með fjölþættan vanda og langvarandi stuðningsþarfir. Börnin fara þá af heimili sínu yfir á nýja heimilið en foreldrar þeirra eru þó enn þá forsjáraðilar yfir börnum sínum og geta komið í heimsóknir hvenær sem er. Nýja heimilið mun skapa nokkur ný störf. Bergrisinn er byggðasamlag sveitarfélaga á Suðurlandi um málefni fatlaðs fólks. Nú hefur Bergrisinn keypt einbýlishús á Selfossi við Vallaholt 27 fyrir börn með fjölþættan vanda en þar verður úrræði fyrir tvö börn, 18 ár og yngri. Reiknað er með að rekstrarkostnaður heimilisins verði um 50 milljónir króna á ári en Jöfnunarsjóður mun greiða stóran hluta rekstrarkostnaðarins. Jóhanna Frímannsdóttir er forstöðumaður nýja heimilisins á Selfossi. „Þetta heimili er fyrir börn með mikla þroska og geðraskanir, sem er fyrst og fremst hugsað sem stuðningur við fjölskyldur, sem eiga börn með langvarandi stuðningsþarfir. Það er sambærilegt heimili í Mosfellsbæ og í Reykjavík. Reglugerðin, sem við störfum eftir kom út 2018. Það er mjög sjaldgæft að börn séu búsett annars staðar en heima hjá foreldrum sínum. Þeir eru samt enn þá forsjáraðilar yfir börnunum sínum og getið komið í heimsóknir hvenær sem er og tekið börnin tímabundið til sín í lengri eða skemmri tíma í heimsóknir“, segir Jóhanna.Nýja heimilið fyrir börn með fjölþættan vanda og langvarandi stuðningsþarfir er í einbýlishúsi við Vallholt 27 á Selfossi.Magnús Hlynur.Jóhanna segir mikla ánægju með nýja heimilið, bæði hjá börnunum, starfsfólki og nágrönnum þess. Heimilið skapar líka nokkur ný störf. „Við erum með tæplega sex stöðugildi eins og er en það verður svo bara að koma í ljós hvort þörfin verður meiri. Mér finnst mest spennandi að fá að hjálpa foreldrum og fá að taka þátt í að móta starfið með þeim. Það er ekki biðlisti inn á heimilið en það er sérfræðiteymi, sem tekur ákvarðanir um hverjir komast inn á heimilið“, bætir Jóhanna við. Árborg Börn og uppeldi Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Bergrisinn, sem sér um þjónustu fyrir fatlað fólk á Suðurlandi hefur tekið í notkun heimili á Selfossi fyrir börn með fjölþættan vanda og langvarandi stuðningsþarfir. Börnin fara þá af heimili sínu yfir á nýja heimilið en foreldrar þeirra eru þó enn þá forsjáraðilar yfir börnum sínum og geta komið í heimsóknir hvenær sem er. Nýja heimilið mun skapa nokkur ný störf. Bergrisinn er byggðasamlag sveitarfélaga á Suðurlandi um málefni fatlaðs fólks. Nú hefur Bergrisinn keypt einbýlishús á Selfossi við Vallaholt 27 fyrir börn með fjölþættan vanda en þar verður úrræði fyrir tvö börn, 18 ár og yngri. Reiknað er með að rekstrarkostnaður heimilisins verði um 50 milljónir króna á ári en Jöfnunarsjóður mun greiða stóran hluta rekstrarkostnaðarins. Jóhanna Frímannsdóttir er forstöðumaður nýja heimilisins á Selfossi. „Þetta heimili er fyrir börn með mikla þroska og geðraskanir, sem er fyrst og fremst hugsað sem stuðningur við fjölskyldur, sem eiga börn með langvarandi stuðningsþarfir. Það er sambærilegt heimili í Mosfellsbæ og í Reykjavík. Reglugerðin, sem við störfum eftir kom út 2018. Það er mjög sjaldgæft að börn séu búsett annars staðar en heima hjá foreldrum sínum. Þeir eru samt enn þá forsjáraðilar yfir börnunum sínum og getið komið í heimsóknir hvenær sem er og tekið börnin tímabundið til sín í lengri eða skemmri tíma í heimsóknir“, segir Jóhanna.Nýja heimilið fyrir börn með fjölþættan vanda og langvarandi stuðningsþarfir er í einbýlishúsi við Vallholt 27 á Selfossi.Magnús Hlynur.Jóhanna segir mikla ánægju með nýja heimilið, bæði hjá börnunum, starfsfólki og nágrönnum þess. Heimilið skapar líka nokkur ný störf. „Við erum með tæplega sex stöðugildi eins og er en það verður svo bara að koma í ljós hvort þörfin verður meiri. Mér finnst mest spennandi að fá að hjálpa foreldrum og fá að taka þátt í að móta starfið með þeim. Það er ekki biðlisti inn á heimilið en það er sérfræðiteymi, sem tekur ákvarðanir um hverjir komast inn á heimilið“, bætir Jóhanna við.
Árborg Börn og uppeldi Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira