Jon Ola Sand segir Íslendinga vel geta haldið Eurovision hér á landi Sylvía Hall skrifar 2. mars 2019 11:27 Jon Ola Sand og Felix Bergsson ásamt þáttastjórnendum Bakarísins. Vísir Jon Ola Sand, framkvæmdarstjóri Eurovision, var í viðtali í Bakaríinu í morgun þar sem hann ræddi keppnina í ár ásamt Felixi Bergssyni. Framkvæmdarstjórinn er staddur á Íslandi að fylgjast með lokakvöldi undankeppninnar hér á landi og sagðist hann vera spenntur að sjá hvaða lag yrði fyrir valinu. Hann vildi þó ekki gefa upp hvaða lag væri sitt uppáhalds. Þá sagði Jon Ola það vera vel raunhæft að Íslendingar myndu halda keppnina þegar kemur að langþráðum sigri þjóðarinnar í keppninni. Hann hafi fylgst náið með þróun mála og aðstaða hérlendis sé orðin svo góð að Íslendingar gætu haldið stórkostlega Eurovision-keppni hér á landi, það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær. „Ég verð allt árið að hjálpa Felix,“ sagði Jon Ola léttur þegar hann var spurður út í málið og bætti við að eftir að sigur í keppninni færi undirbúningsferli strax af stað að leggja drög að næstu keppni með sigurþjóðinni. Sigurþjóðin heldur alltaf keppnina – nema það sé Ástralía Aðspurður hvort umtal í kringum keppnina í ár sé meira en hann átti von á sagði Jon Ola að það væri nokkurn veginn á pari við það sem skipuleggjendur bjuggust við. Það sé einfaldlega þannig í Eurovision að sigurþjóðin haldi keppnina að ári og Ísrael sé engin undantekning. Eina þátttökuþjóðin sem kæmi aldrei til með að halda keppnina væri Ástralía. „Allir stöðvar í Evrópu sem taka þátt hafa samþykkt þetta fyrirkomulag og fylgja þessum reglum. Sýningaraðilinn í Ísrael getur unnið keppnina í Lissabon með Nettu og samkvæmt reglunum er þeim skylt að halda keppnina að ári,“ sagði Jon Ola. Hann segir það ekki vera nýtt að sigurþjóð sé umdeild og nefndi þar Úkraínu og Rússland sem dæmi. Hann segist ekki mótfallinn því að fólk noti tækifærið til þess að vekja athygli á því sem betur megi fara en það verði þó að fara eftir reglunum. „Á hverju ári sjáum við hópa og góðgerðasamtök sem vilja beina athyglinni að þeim svæðum sem við erum á. Þetta var líka uppi á teningnum í Úkraínu, Rússlandi og Aserbaídsjan og það getur verið af hinu góða. Það getur beint athyglinni að löndum í Evrópu þar sem hlutirnir eru ekki jafn góðir og þeir eru hérna,“ sagði Jon Ola og bætti við að keppnin í Tel Aviv stefndi í að vera stórkostleg. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Jon Ola Sand í heild sinni. Eurovision Tengdar fréttir Könnun Maskínu: Flestir ætla að kjósa Hatara en Friðrik Ómar þar á eftir 63 til 65 prósent Íslendinga ætla að fylgjast með úrslitum Söngvakeppninnar 1. mars 2019 15:28 Kristina farin að velgja Friðriki Ómari undir uggum Stefnir í æsispennandi úrslitakvöld Söngvakeppninnar. 1. mars 2019 09:30 Hjólhýsahasar Hatara og Friðriks Ómars Hatara-menn mættir við Laugardalshöll með stærra hjólhýsi en Friðrik Ómar. 1. mars 2019 18:21 Úkraína hættir við þátttöku í Eurovision eftir að sigurvegaranum var sparkað Úkraínska ríkissjónvarpið, UA:PBC, tilkynnti um ákvörðunina í dag. 27. febrúar 2019 17:40 Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Sjá meira
Jon Ola Sand, framkvæmdarstjóri Eurovision, var í viðtali í Bakaríinu í morgun þar sem hann ræddi keppnina í ár ásamt Felixi Bergssyni. Framkvæmdarstjórinn er staddur á Íslandi að fylgjast með lokakvöldi undankeppninnar hér á landi og sagðist hann vera spenntur að sjá hvaða lag yrði fyrir valinu. Hann vildi þó ekki gefa upp hvaða lag væri sitt uppáhalds. Þá sagði Jon Ola það vera vel raunhæft að Íslendingar myndu halda keppnina þegar kemur að langþráðum sigri þjóðarinnar í keppninni. Hann hafi fylgst náið með þróun mála og aðstaða hérlendis sé orðin svo góð að Íslendingar gætu haldið stórkostlega Eurovision-keppni hér á landi, það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær. „Ég verð allt árið að hjálpa Felix,“ sagði Jon Ola léttur þegar hann var spurður út í málið og bætti við að eftir að sigur í keppninni færi undirbúningsferli strax af stað að leggja drög að næstu keppni með sigurþjóðinni. Sigurþjóðin heldur alltaf keppnina – nema það sé Ástralía Aðspurður hvort umtal í kringum keppnina í ár sé meira en hann átti von á sagði Jon Ola að það væri nokkurn veginn á pari við það sem skipuleggjendur bjuggust við. Það sé einfaldlega þannig í Eurovision að sigurþjóðin haldi keppnina að ári og Ísrael sé engin undantekning. Eina þátttökuþjóðin sem kæmi aldrei til með að halda keppnina væri Ástralía. „Allir stöðvar í Evrópu sem taka þátt hafa samþykkt þetta fyrirkomulag og fylgja þessum reglum. Sýningaraðilinn í Ísrael getur unnið keppnina í Lissabon með Nettu og samkvæmt reglunum er þeim skylt að halda keppnina að ári,“ sagði Jon Ola. Hann segir það ekki vera nýtt að sigurþjóð sé umdeild og nefndi þar Úkraínu og Rússland sem dæmi. Hann segist ekki mótfallinn því að fólk noti tækifærið til þess að vekja athygli á því sem betur megi fara en það verði þó að fara eftir reglunum. „Á hverju ári sjáum við hópa og góðgerðasamtök sem vilja beina athyglinni að þeim svæðum sem við erum á. Þetta var líka uppi á teningnum í Úkraínu, Rússlandi og Aserbaídsjan og það getur verið af hinu góða. Það getur beint athyglinni að löndum í Evrópu þar sem hlutirnir eru ekki jafn góðir og þeir eru hérna,“ sagði Jon Ola og bætti við að keppnin í Tel Aviv stefndi í að vera stórkostleg. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Jon Ola Sand í heild sinni.
Eurovision Tengdar fréttir Könnun Maskínu: Flestir ætla að kjósa Hatara en Friðrik Ómar þar á eftir 63 til 65 prósent Íslendinga ætla að fylgjast með úrslitum Söngvakeppninnar 1. mars 2019 15:28 Kristina farin að velgja Friðriki Ómari undir uggum Stefnir í æsispennandi úrslitakvöld Söngvakeppninnar. 1. mars 2019 09:30 Hjólhýsahasar Hatara og Friðriks Ómars Hatara-menn mættir við Laugardalshöll með stærra hjólhýsi en Friðrik Ómar. 1. mars 2019 18:21 Úkraína hættir við þátttöku í Eurovision eftir að sigurvegaranum var sparkað Úkraínska ríkissjónvarpið, UA:PBC, tilkynnti um ákvörðunina í dag. 27. febrúar 2019 17:40 Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Sjá meira
Könnun Maskínu: Flestir ætla að kjósa Hatara en Friðrik Ómar þar á eftir 63 til 65 prósent Íslendinga ætla að fylgjast með úrslitum Söngvakeppninnar 1. mars 2019 15:28
Kristina farin að velgja Friðriki Ómari undir uggum Stefnir í æsispennandi úrslitakvöld Söngvakeppninnar. 1. mars 2019 09:30
Hjólhýsahasar Hatara og Friðriks Ómars Hatara-menn mættir við Laugardalshöll með stærra hjólhýsi en Friðrik Ómar. 1. mars 2019 18:21
Úkraína hættir við þátttöku í Eurovision eftir að sigurvegaranum var sparkað Úkraínska ríkissjónvarpið, UA:PBC, tilkynnti um ákvörðunina í dag. 27. febrúar 2019 17:40