Bubbi segir ummæli forseta GSÍ ómerkileg og fyrirsjáanleg Jakob Bjarnar skrifar 19. mars 2019 10:30 Bubbi er allt annað en ánægður með forseta Golfsambandsins, Hauk Örn, og segir skrif hans ömurleg. „Já. Þetta er auðvitað skoðun,“ segir Bubbi Morthens tónlistamaður og sérlegur áhugamaður um bardagaíþróttir. Bubbi er forviða en Vísir bar undir hann pistlaskrif Hauks Arnar Birgissonar, formanns Golfsambands Íslands en þar fer hann niðrandi orðum um UFC-bardagakeppnina. Og telur vart hægt að kalla þetta íþrótt. „Ég nota gæsalappir því ég er ekki viss um að þetta sé íþrótt. Mér finnst svo margt vanta upp á, til að svo geti verið. Helst má þar nefna skort á íþróttamannslegri hegðun,“ skrifar Haukur Örn. Hvergi banginn.Raðframhjáhaldarinn og eiturætan Tiger Woods Bubbi telur þetta alveg galið og til marks um einhvers konar hugsunarvillu; fordóma. „Hann gæti allt eins verið að skrifa um Tiger Woods, raðframhjáhaldara, berjandi konuna sína og étandi pillur og óþverra. Og talið í framhaldi af því golfíþróttina tengjast kvenfyrirlitningu. Þetta segir sitt um hausinn á þeim sem svo skrifar, hvar hann er staddur. Jájá, MMA er ofbeldi. Það liggur fyrir. En lýtur reglum, tveir einstaklingar ákveða af fúsum og frjálsum vilja að fara inní búrið og berjast, þar sem læknir og dómari og keppt er eftir tilteknum reglum.“Edwards veitir Gunnari ógurlegt högg með olnboga sínum þannig að stórsá á íslensku kempunni.Vísir/GettyHaukur Örn fer ekki fögrum orðum um MMA: „Virðingin gagnvart mótherjanum og auðmýktin gagnvart keppninni sjálfri er engin. Niðurlæging mótherjans, á sérstökum blaðamannafundum fyrir keppni, virðist hluti af handritinu. Þetta er ekkert annað en kjánalegt og á ekkert skylt við framkomu í öðrum íþróttum. Allt fyrir sjónvarpsáhorf, geri ég ráð fyrir.“Svo ómerkilegt að það er afrek út af fyrir sig Nú er spurt hvort þetta megi heita íþróttamannsleg hegðun af hálfu forseta Golfsambandsins, að stíga fram núna, eftir að Gunnar Nelson tapaði í London um helgina og salta í sárin? Bubbi gefur í sjálfu sér ekkert fyrir það. „Þetta er fyrirsjáanlegt. Þetta er svo auðvelt. Ég vona bara að forseta Golfsambandsins finnist hann hafa slegið holu í höggi, það hlýtur að vera draumur hvers golfara. En, þetta eru svo mikil ómerkilegheit að það er afrek út af fyrir sig.“ Bubbi segir engum blöðum um það að fletta, og í raun fáránlegt upplegg, að MMA-bardagi sé ekki íþrótt. „Sennilega ein erfiðasta íþrótt sem fyrirfinnst. Kannski sú erfiðasta. En fólk dettur í þennan pitt, finnst þetta liggja vel við höggi. Þetta er hola í höggi hjá slíkum.“ Golfið óttalegt dútlEn, hvað segir rokkkóngurinn þá um golfíþróttina? Margir eru þeirrar skoðunar deila megi um hvort hún geti flokkast sem íþrótt? „Mér finnst golfíþróttin frábær íþrótt, fyrir ríka fólkið að stórum hluta og upprunalega var það þannig og hefur verið. Stunduð af gríðarlega mörgum því hún reynir bara á ákveðna hluti. Auðveld fyrir meðalskussann, erfið fyrir atvinnumanninn og allt þar á milli. Golf rúmar allan skalann og fyrir það er hún frábær.En prívat og persónulega finnst mér golfið ekki vera íþrótt. Þetta er bara dútl. En, það er persónuleg skoðun,“ segir Bubbi. Og skoðun sem hann er ekki að flagga sérstaklega nema þegar honum er stillt upp við vegg. Eins og nú, af blaðamanni Vísis. „Ég fer í mínigolf og svona, en mér hefur aldrei fundist þetta vera íþrótt. En, ég hef enga fordóma út í golf. Mér finnst það frábært. Þar geta allir labbað um með kylfuna sína í góðu veðri, jájá, bara alveg frábært.“ MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson: Þetta er glatað Gunnar Nelson var eðlilega svekktur þegar Vísir hitti hann beint eftir tapið gegn Leon Edwards í London í kvöld. 17. mars 2019 00:01 Sannir íþróttamenn Það er eitthvað spennandi við UFC-bardagakeppnina, á einhvern viðbjóðslega hráan og frumstæðan hátt. 19. mars 2019 08:00 Twitter eftir tap Gunnars: Hvernig lifði hann þetta af? Gunnar Nelson tapaði fyrir Leon Edwards eftir dómaraúrskurð á UFC bardagakvöldinu í London í kvöld. Íslenska þjóðin fylgdist vel með Gunnari að vanda. 16. mars 2019 22:55 Sjáðu olnbogaskotið: Edwards sá veikleika hjá Gunnari Leon Edwards var búinn að undirbúa sig vel fyrir bardagann gegn Gunnari Nelson sem hann vann á bardagakvöldi UFC í London í kvöld. 16. mars 2019 22:57 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
„Já. Þetta er auðvitað skoðun,“ segir Bubbi Morthens tónlistamaður og sérlegur áhugamaður um bardagaíþróttir. Bubbi er forviða en Vísir bar undir hann pistlaskrif Hauks Arnar Birgissonar, formanns Golfsambands Íslands en þar fer hann niðrandi orðum um UFC-bardagakeppnina. Og telur vart hægt að kalla þetta íþrótt. „Ég nota gæsalappir því ég er ekki viss um að þetta sé íþrótt. Mér finnst svo margt vanta upp á, til að svo geti verið. Helst má þar nefna skort á íþróttamannslegri hegðun,“ skrifar Haukur Örn. Hvergi banginn.Raðframhjáhaldarinn og eiturætan Tiger Woods Bubbi telur þetta alveg galið og til marks um einhvers konar hugsunarvillu; fordóma. „Hann gæti allt eins verið að skrifa um Tiger Woods, raðframhjáhaldara, berjandi konuna sína og étandi pillur og óþverra. Og talið í framhaldi af því golfíþróttina tengjast kvenfyrirlitningu. Þetta segir sitt um hausinn á þeim sem svo skrifar, hvar hann er staddur. Jájá, MMA er ofbeldi. Það liggur fyrir. En lýtur reglum, tveir einstaklingar ákveða af fúsum og frjálsum vilja að fara inní búrið og berjast, þar sem læknir og dómari og keppt er eftir tilteknum reglum.“Edwards veitir Gunnari ógurlegt högg með olnboga sínum þannig að stórsá á íslensku kempunni.Vísir/GettyHaukur Örn fer ekki fögrum orðum um MMA: „Virðingin gagnvart mótherjanum og auðmýktin gagnvart keppninni sjálfri er engin. Niðurlæging mótherjans, á sérstökum blaðamannafundum fyrir keppni, virðist hluti af handritinu. Þetta er ekkert annað en kjánalegt og á ekkert skylt við framkomu í öðrum íþróttum. Allt fyrir sjónvarpsáhorf, geri ég ráð fyrir.“Svo ómerkilegt að það er afrek út af fyrir sig Nú er spurt hvort þetta megi heita íþróttamannsleg hegðun af hálfu forseta Golfsambandsins, að stíga fram núna, eftir að Gunnar Nelson tapaði í London um helgina og salta í sárin? Bubbi gefur í sjálfu sér ekkert fyrir það. „Þetta er fyrirsjáanlegt. Þetta er svo auðvelt. Ég vona bara að forseta Golfsambandsins finnist hann hafa slegið holu í höggi, það hlýtur að vera draumur hvers golfara. En, þetta eru svo mikil ómerkilegheit að það er afrek út af fyrir sig.“ Bubbi segir engum blöðum um það að fletta, og í raun fáránlegt upplegg, að MMA-bardagi sé ekki íþrótt. „Sennilega ein erfiðasta íþrótt sem fyrirfinnst. Kannski sú erfiðasta. En fólk dettur í þennan pitt, finnst þetta liggja vel við höggi. Þetta er hola í höggi hjá slíkum.“ Golfið óttalegt dútlEn, hvað segir rokkkóngurinn þá um golfíþróttina? Margir eru þeirrar skoðunar deila megi um hvort hún geti flokkast sem íþrótt? „Mér finnst golfíþróttin frábær íþrótt, fyrir ríka fólkið að stórum hluta og upprunalega var það þannig og hefur verið. Stunduð af gríðarlega mörgum því hún reynir bara á ákveðna hluti. Auðveld fyrir meðalskussann, erfið fyrir atvinnumanninn og allt þar á milli. Golf rúmar allan skalann og fyrir það er hún frábær.En prívat og persónulega finnst mér golfið ekki vera íþrótt. Þetta er bara dútl. En, það er persónuleg skoðun,“ segir Bubbi. Og skoðun sem hann er ekki að flagga sérstaklega nema þegar honum er stillt upp við vegg. Eins og nú, af blaðamanni Vísis. „Ég fer í mínigolf og svona, en mér hefur aldrei fundist þetta vera íþrótt. En, ég hef enga fordóma út í golf. Mér finnst það frábært. Þar geta allir labbað um með kylfuna sína í góðu veðri, jájá, bara alveg frábært.“
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson: Þetta er glatað Gunnar Nelson var eðlilega svekktur þegar Vísir hitti hann beint eftir tapið gegn Leon Edwards í London í kvöld. 17. mars 2019 00:01 Sannir íþróttamenn Það er eitthvað spennandi við UFC-bardagakeppnina, á einhvern viðbjóðslega hráan og frumstæðan hátt. 19. mars 2019 08:00 Twitter eftir tap Gunnars: Hvernig lifði hann þetta af? Gunnar Nelson tapaði fyrir Leon Edwards eftir dómaraúrskurð á UFC bardagakvöldinu í London í kvöld. Íslenska þjóðin fylgdist vel með Gunnari að vanda. 16. mars 2019 22:55 Sjáðu olnbogaskotið: Edwards sá veikleika hjá Gunnari Leon Edwards var búinn að undirbúa sig vel fyrir bardagann gegn Gunnari Nelson sem hann vann á bardagakvöldi UFC í London í kvöld. 16. mars 2019 22:57 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Gunnar Nelson: Þetta er glatað Gunnar Nelson var eðlilega svekktur þegar Vísir hitti hann beint eftir tapið gegn Leon Edwards í London í kvöld. 17. mars 2019 00:01
Sannir íþróttamenn Það er eitthvað spennandi við UFC-bardagakeppnina, á einhvern viðbjóðslega hráan og frumstæðan hátt. 19. mars 2019 08:00
Twitter eftir tap Gunnars: Hvernig lifði hann þetta af? Gunnar Nelson tapaði fyrir Leon Edwards eftir dómaraúrskurð á UFC bardagakvöldinu í London í kvöld. Íslenska þjóðin fylgdist vel með Gunnari að vanda. 16. mars 2019 22:55
Sjáðu olnbogaskotið: Edwards sá veikleika hjá Gunnari Leon Edwards var búinn að undirbúa sig vel fyrir bardagann gegn Gunnari Nelson sem hann vann á bardagakvöldi UFC í London í kvöld. 16. mars 2019 22:57