Útvarpssendarnir eru ekki hættulegir fólki Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. mars 2019 06:45 Tíu metra hátt fjarskiptamastur er á Úlfarsfelli í dag. Nýja mastrið verður 50 metra hátt en uppsetningin hefur skapað deilur. Fréttablaðið/Vilhelm „Almenningur á að njóta vafans þótt þetta sé langt frá því að vera hættulegt,“ segir Elísabet D. Ólafsdóttir, aðstoðarforstjóri Geislavarna ríkisins, aðspurð um hugsanlega skaðsemi vegna geislunar frá fjarskiptamastri á Úlfarsfelli. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær samþykkti borgarráð deiliskipulag sem felur í sér uppsetningu á 50 metra háu fjarskiptamastri á Úlfarsfelli. „Að reisa 50 metra hátt stálmastur hlaðið tækjabúnaði sem sendir frá sér slíka geislun að búnaðurinn var tekinn niður í Kópavogi vegna nálægðar við íbúðahverfi er forkastanlegt,“ bókaði Vigdís Hauksdóttir, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins. Áhyggjur Vigdísar voru í gær ræddar á Facebook-síðu Eðlisfræðifélags Íslands. Þar segir að ekki þurfi að óttast útvarps- eða örbylgjur. „Rétt eins og með bóluefni hafa þó sprottið upp réttmætar vangaveltur um mögulega skaðsemi útvarpsgeisla. Rétt eins og með bóluefni hafa því verið gerðar ítarlegar rannsóknir á mögulegum venslum örbylgju- og útvarpsgeislunar við heilsubresti fólks. Rétt eins og með bóluefni eru niðurstöðurnar á þann veg að engin markverð vensl hafa fundist þrátt fyrir ítarlega leit,“ segir á síðu Eðlisfræðifélagsins. Elísabet segir að á árinu 2014 hafi að kröfu Geislavarna ríkisins verið sett upp girðing í átta metra fjarlægð frá núverandi fjarskiptamastri á Úlfarsfelli eftir að mæling sýndi gildi nærri viðmiðunarmörkum. Hún undirstrikar að viðmiðunarmörk séu alls ekki það sama og hættumörk. „Þetta þýðir bara að fólk má ekki vera þar að staðaldri. En það er ekki vísindalega staðfest að þetta valdi hættu,“ ítrekar Elísabet. Vigdís segir að almenningur eigi að njóta vafans. „Það er enginn óskeikull,“ bendir borgarfulltrúinn á. Málið eigi sér rætur allt aftur til ársins 2012 er mastur hafi verið sett upp í óleyfi á Úlfarsfelli. „Ég bara vísa í umsagnir þar sem er varað við því að hafa þetta svona nálægt byggð og það voru mikil mótmæli gegn þessu í Kópavogi á sínum tíma,“ segir Vigdís. Að auki muni fylgja gríðarleg sjónmengun. „Við erum að tala um risamastur uppi á toppi.“ Baldur Borgþórsson, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í skipulags- og samgönguráði, segir gagnrýnivert að þrátt fyrir faglegt mat um að besta staðsetningin fyrir mastrið væri í Þverfellshorni í Esjunni hafi borgin elt hagsmuni einkaaðila fram yfir hagsmuni íbúa. Sérstaklega sé ámælisvert að ein rökin í málinu séu að þegar væri búnaður á Úlfarsfelli. Sá búnaður hafi verið settur upp í óleyfi. Baldur vísar til mælinganna sem gerðar voru á Úlfarsfelli og nefndar eru hér að framan. Ekki sé undarlegt að íbúarnir séu tortryggnir. „Það virðist enginn vera að tala máli borgaranna þannig að ég tók það að mér.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Vigdís óttast geislun af mastri á Úlfarsfelli Meirihlutinn í borgarráði Reykjavíkur fagnar því að fjarskiptaþjónusta verði loks tryggð með fullnægjandi hætti með nýju deiliskipulagi á Úlfarsfelli. Fulltrúi Miðflokksins óttast áhrif geislunar á íbúa í nágrenninu. Meirihlutinn vísar á bug "hræðsluáróðri, rangfærslum og dylgjum“. 18. mars 2019 08:00 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira
„Almenningur á að njóta vafans þótt þetta sé langt frá því að vera hættulegt,“ segir Elísabet D. Ólafsdóttir, aðstoðarforstjóri Geislavarna ríkisins, aðspurð um hugsanlega skaðsemi vegna geislunar frá fjarskiptamastri á Úlfarsfelli. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær samþykkti borgarráð deiliskipulag sem felur í sér uppsetningu á 50 metra háu fjarskiptamastri á Úlfarsfelli. „Að reisa 50 metra hátt stálmastur hlaðið tækjabúnaði sem sendir frá sér slíka geislun að búnaðurinn var tekinn niður í Kópavogi vegna nálægðar við íbúðahverfi er forkastanlegt,“ bókaði Vigdís Hauksdóttir, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins. Áhyggjur Vigdísar voru í gær ræddar á Facebook-síðu Eðlisfræðifélags Íslands. Þar segir að ekki þurfi að óttast útvarps- eða örbylgjur. „Rétt eins og með bóluefni hafa þó sprottið upp réttmætar vangaveltur um mögulega skaðsemi útvarpsgeisla. Rétt eins og með bóluefni hafa því verið gerðar ítarlegar rannsóknir á mögulegum venslum örbylgju- og útvarpsgeislunar við heilsubresti fólks. Rétt eins og með bóluefni eru niðurstöðurnar á þann veg að engin markverð vensl hafa fundist þrátt fyrir ítarlega leit,“ segir á síðu Eðlisfræðifélagsins. Elísabet segir að á árinu 2014 hafi að kröfu Geislavarna ríkisins verið sett upp girðing í átta metra fjarlægð frá núverandi fjarskiptamastri á Úlfarsfelli eftir að mæling sýndi gildi nærri viðmiðunarmörkum. Hún undirstrikar að viðmiðunarmörk séu alls ekki það sama og hættumörk. „Þetta þýðir bara að fólk má ekki vera þar að staðaldri. En það er ekki vísindalega staðfest að þetta valdi hættu,“ ítrekar Elísabet. Vigdís segir að almenningur eigi að njóta vafans. „Það er enginn óskeikull,“ bendir borgarfulltrúinn á. Málið eigi sér rætur allt aftur til ársins 2012 er mastur hafi verið sett upp í óleyfi á Úlfarsfelli. „Ég bara vísa í umsagnir þar sem er varað við því að hafa þetta svona nálægt byggð og það voru mikil mótmæli gegn þessu í Kópavogi á sínum tíma,“ segir Vigdís. Að auki muni fylgja gríðarleg sjónmengun. „Við erum að tala um risamastur uppi á toppi.“ Baldur Borgþórsson, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í skipulags- og samgönguráði, segir gagnrýnivert að þrátt fyrir faglegt mat um að besta staðsetningin fyrir mastrið væri í Þverfellshorni í Esjunni hafi borgin elt hagsmuni einkaaðila fram yfir hagsmuni íbúa. Sérstaklega sé ámælisvert að ein rökin í málinu séu að þegar væri búnaður á Úlfarsfelli. Sá búnaður hafi verið settur upp í óleyfi. Baldur vísar til mælinganna sem gerðar voru á Úlfarsfelli og nefndar eru hér að framan. Ekki sé undarlegt að íbúarnir séu tortryggnir. „Það virðist enginn vera að tala máli borgaranna þannig að ég tók það að mér.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Vigdís óttast geislun af mastri á Úlfarsfelli Meirihlutinn í borgarráði Reykjavíkur fagnar því að fjarskiptaþjónusta verði loks tryggð með fullnægjandi hætti með nýju deiliskipulagi á Úlfarsfelli. Fulltrúi Miðflokksins óttast áhrif geislunar á íbúa í nágrenninu. Meirihlutinn vísar á bug "hræðsluáróðri, rangfærslum og dylgjum“. 18. mars 2019 08:00 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira
Vigdís óttast geislun af mastri á Úlfarsfelli Meirihlutinn í borgarráði Reykjavíkur fagnar því að fjarskiptaþjónusta verði loks tryggð með fullnægjandi hætti með nýju deiliskipulagi á Úlfarsfelli. Fulltrúi Miðflokksins óttast áhrif geislunar á íbúa í nágrenninu. Meirihlutinn vísar á bug "hræðsluáróðri, rangfærslum og dylgjum“. 18. mars 2019 08:00