Helmingi fleiri börn sprautað sig með vímuefnum í æð Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. mars 2019 19:15 Meira en helmingi fleiri unglingar, yngri en 18 ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni. Hún vill sjá frekari skyldur hjá hinu opinbera um stuðning við hópinn eftir að þau ná átján ára aldri og eru þá án eftirlits. Í fréttum okkar í gær var fjallað um ört vaxandi hóp þeirra sem sprauta sig reglulega með vímuefnum í æð en hátt í 300 manns með þennan vanda komu á sjúkrahúsið Vog í fyrra. Þá á fjölgunin einnig við um ungmenni á aldrinum 18-20 ára en fimmtíu og sex manns á þeim aldri komu á Vog í fyrra eftir að hafa sprautað sig. Forstjóri Barnaverndarstofu, Heiða Björg Pálmadóttir, segir þróunina því miður vera eins hjá þeim sem eru yngri en átján ára. Síðustu ár hafi verið að meðaltali um 10 til 15 börn sem hafi sprautað vímuefnum í æð í barnaverndarkerfinu. „Þessi tala hækkaði töluvert svo í fyrra og fór upp í 24 einstaklinga undir átján ára,“ sagði Heiða. Þetta þýði ekki að fleiri séu í vímuefnavanda heldur að neyslan sé orðin harðari, „Auðvitað höfum við áhyggjur þegar börn eru komin í svo þunga og harða neyslu og sprautuneyslan getur verið lífshættuleg“ segir Heiða. Ungmennin þurfi meiri stuðning Börnin 24 voru öll send í fíknimeðferð á vegum Barnaverndarstofu en barnaverndarnefndir hafa heimild til að þvinga þau í meðferð til átján ára aldurs. „Vandinn hverfur ekki við það að verða 18 ára. Þau fara þá bara inn í almenna kerfið sem fólk sem glímir við neysluvanda fer í.“ Flestir haldi áfram í neyslu og hefur Heiða áhyggjur af hópnum. Það þurfi að bregðast við þyngri neyslu. Ungmennin sem komi úr meðferðarkerfi barnaverndar þurfi meiri stuðning. „Að það séu auknar skyldur hins opinbera gagnvart þessum einstaklingum eftir 18 ára aldur og kannski fram yfir tvítugt,“ segir Heiða. Heiða segir að nú virðist þó vera að draga aðeins úr nýliðun í sprautunotkun hjá börnunum. Önnur efni séu að koma sterkt inn. „Eins og til dæmis Xanax. Til eru róandi efni sem eru í pilluformi og líka ástæða til að hafa áhyggjur af þeirri neyslu.“ Heilbrigðismál Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Sjá meira
Meira en helmingi fleiri unglingar, yngri en 18 ára, höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð árið 2018 miðað við síðustu ár. Forstjóri barnaverndarstofu segir þetta mikið áhyggjuefni. Hún vill sjá frekari skyldur hjá hinu opinbera um stuðning við hópinn eftir að þau ná átján ára aldri og eru þá án eftirlits. Í fréttum okkar í gær var fjallað um ört vaxandi hóp þeirra sem sprauta sig reglulega með vímuefnum í æð en hátt í 300 manns með þennan vanda komu á sjúkrahúsið Vog í fyrra. Þá á fjölgunin einnig við um ungmenni á aldrinum 18-20 ára en fimmtíu og sex manns á þeim aldri komu á Vog í fyrra eftir að hafa sprautað sig. Forstjóri Barnaverndarstofu, Heiða Björg Pálmadóttir, segir þróunina því miður vera eins hjá þeim sem eru yngri en átján ára. Síðustu ár hafi verið að meðaltali um 10 til 15 börn sem hafi sprautað vímuefnum í æð í barnaverndarkerfinu. „Þessi tala hækkaði töluvert svo í fyrra og fór upp í 24 einstaklinga undir átján ára,“ sagði Heiða. Þetta þýði ekki að fleiri séu í vímuefnavanda heldur að neyslan sé orðin harðari, „Auðvitað höfum við áhyggjur þegar börn eru komin í svo þunga og harða neyslu og sprautuneyslan getur verið lífshættuleg“ segir Heiða. Ungmennin þurfi meiri stuðning Börnin 24 voru öll send í fíknimeðferð á vegum Barnaverndarstofu en barnaverndarnefndir hafa heimild til að þvinga þau í meðferð til átján ára aldurs. „Vandinn hverfur ekki við það að verða 18 ára. Þau fara þá bara inn í almenna kerfið sem fólk sem glímir við neysluvanda fer í.“ Flestir haldi áfram í neyslu og hefur Heiða áhyggjur af hópnum. Það þurfi að bregðast við þyngri neyslu. Ungmennin sem komi úr meðferðarkerfi barnaverndar þurfi meiri stuðning. „Að það séu auknar skyldur hins opinbera gagnvart þessum einstaklingum eftir 18 ára aldur og kannski fram yfir tvítugt,“ segir Heiða. Heiða segir að nú virðist þó vera að draga aðeins úr nýliðun í sprautunotkun hjá börnunum. Önnur efni séu að koma sterkt inn. „Eins og til dæmis Xanax. Til eru róandi efni sem eru í pilluformi og líka ástæða til að hafa áhyggjur af þeirri neyslu.“
Heilbrigðismál Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Sjá meira