Óttast frekari ágjöf á byggðir á Austfjörðum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. mars 2019 06:15 Karl Óttar segir höggið sem loðnubresturinn valdi gríðarlegt fyrir fjarðabyggð. Fréttablaðið/Vilhelm „Nú er ljóst að loðnan kemur ekki og enn eru blikur á lofti og við eigum enn eftir að sjá hvort frekari áföll dynja yfir okkur. Við vitum ekki hvort verkföll skelli á og óvissa ríkir um kolmunnaveiðarnar og hvort hlutdeild okkar í þeim minnki en það á enn eftir að semja um þær við Færeyinga,“ segir Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Hafrannsóknastofnun hefur ákveðið að leggja ekki til að aflaheimildir verði gefnar út fyrir loðnu að sinni en loðna hefur ekki fundist þrátt fyrir 100 daga leit. Karl Óttar segir höggið sem loðnubresturinn valdi gríðarlegt fyrir sveitarfélagið. Reynt verði að standa vörð um grunnþjónustu en hægja verði á framkvæmdum í sveitarfélaginu. A-hluti bæjarsjóðs verði af 260 milljónum vegna brestsins en tekjumissir hafnarsjóðs verði um 100 milljónir. Við eigum eftir að fara yfir þetta og hvað við gerum varðandi A-hlutann; rekstur á skólum, félagsþjónustu og ýmsar framkvæmdir í sveitarfélaginu. Við minnkum auðvitað ekki skólana. Þeir eru bara föst stærð,“ segir Karl. Hann segir líklegast að reynt verði að hægja á ýmsum framkvæmdum. „Við höfum enn ekki ákveðið að stöðva byggingu nýs leikskóla sem hafin er á Reyðarfirði. Vonandi kemur ekki til þess.“ Í frétt á vef Fjarðabyggðar kemur fram að launatekjur í sveitarfélaginu muni lækka um rúman milljarð vegna loðnubrestsins og laun starfsmanna í sjávarútvegi muni lækka um 13% frá fyrra ári miðað við lítt breytta loðnuvertíð á milli ára. Þá verði samfélagið af um 10 milljörðum í útflutningstekjur. „Þetta hefur auðvitað mikil áhrif á samfélögin. Bæði fyrir þá sem vinna við veiðarnar og vinnsluna og svo bara á allt samfélagið þar sem þessi vinnsla hefur farið fram,“ segir Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls starfsgreinafélags Austurlands. Áfallið og fjárhagsskaðinn sé mikill fyrir hafnirnar og svo smiti skaðinn frá sér út í samfélagið. Loðnuvertíðin stendur jafnan í átta til níu vikur og meðan á henni stendur hafi mörg hundruð manns af henni atvinnu. Unnið sé á sólarhringsvöktum í sjö helstu byggðarlögunum á starfssvæði félagsins; Hornafirði, Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Neskaupstað, Vopnafirði og Seyðisfirði. „Ég myndi skjóta á að þetta væru ekki færri en 500 manns í landvinnslunni og svo sjómenn á um það bil tíu skipum. Þetta er mjög mikið áfall fyrir svæðið allt,“ segir Hjördís. Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Sjávarútvegur Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Sjá meira
„Nú er ljóst að loðnan kemur ekki og enn eru blikur á lofti og við eigum enn eftir að sjá hvort frekari áföll dynja yfir okkur. Við vitum ekki hvort verkföll skelli á og óvissa ríkir um kolmunnaveiðarnar og hvort hlutdeild okkar í þeim minnki en það á enn eftir að semja um þær við Færeyinga,“ segir Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Hafrannsóknastofnun hefur ákveðið að leggja ekki til að aflaheimildir verði gefnar út fyrir loðnu að sinni en loðna hefur ekki fundist þrátt fyrir 100 daga leit. Karl Óttar segir höggið sem loðnubresturinn valdi gríðarlegt fyrir sveitarfélagið. Reynt verði að standa vörð um grunnþjónustu en hægja verði á framkvæmdum í sveitarfélaginu. A-hluti bæjarsjóðs verði af 260 milljónum vegna brestsins en tekjumissir hafnarsjóðs verði um 100 milljónir. Við eigum eftir að fara yfir þetta og hvað við gerum varðandi A-hlutann; rekstur á skólum, félagsþjónustu og ýmsar framkvæmdir í sveitarfélaginu. Við minnkum auðvitað ekki skólana. Þeir eru bara föst stærð,“ segir Karl. Hann segir líklegast að reynt verði að hægja á ýmsum framkvæmdum. „Við höfum enn ekki ákveðið að stöðva byggingu nýs leikskóla sem hafin er á Reyðarfirði. Vonandi kemur ekki til þess.“ Í frétt á vef Fjarðabyggðar kemur fram að launatekjur í sveitarfélaginu muni lækka um rúman milljarð vegna loðnubrestsins og laun starfsmanna í sjávarútvegi muni lækka um 13% frá fyrra ári miðað við lítt breytta loðnuvertíð á milli ára. Þá verði samfélagið af um 10 milljörðum í útflutningstekjur. „Þetta hefur auðvitað mikil áhrif á samfélögin. Bæði fyrir þá sem vinna við veiðarnar og vinnsluna og svo bara á allt samfélagið þar sem þessi vinnsla hefur farið fram,“ segir Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls starfsgreinafélags Austurlands. Áfallið og fjárhagsskaðinn sé mikill fyrir hafnirnar og svo smiti skaðinn frá sér út í samfélagið. Loðnuvertíðin stendur jafnan í átta til níu vikur og meðan á henni stendur hafi mörg hundruð manns af henni atvinnu. Unnið sé á sólarhringsvöktum í sjö helstu byggðarlögunum á starfssvæði félagsins; Hornafirði, Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Neskaupstað, Vopnafirði og Seyðisfirði. „Ég myndi skjóta á að þetta væru ekki færri en 500 manns í landvinnslunni og svo sjómenn á um það bil tíu skipum. Þetta er mjög mikið áfall fyrir svæðið allt,“ segir Hjördís.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Sjávarútvegur Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Sjá meira