Atvinnurekendur hafa ekki lagt fram nýjar hugmyndir í kjaraviðræðum Sighvatur Jónsson skrifar 17. mars 2019 18:30 Samninganefnd Starfsgreinasambandsins skoðar möguleg verkföll ef viðræðum við atvinnurekendur verður slitið á morgun eins og sambandið hefur hótað að gera. Samtök atvinnulífsins hafa um helgina ekki lagt fram neinar nýjar hugmyndir. Hjá hótelum og rútufyrirtækjum býr fólk sig undir næstu verkfallsaðgerðir sem eiga að fara fram síðar í vikunni. Fulltrúar Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins hafa verið í símasambandi um helgina. Björn Snæbjörnsson hjá Starfsgreinasambandinu orðar það þó þannig að hann hafi ekki fengið „þetta góða símtal“ sem hann vonaðist eftir frá framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Staðan skýrist líklega ekki fyrr en á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu á morgun. Ef atvinnurekendur leggja ekki fram nýjar tillögur má búast við að Starfsgreinasambandið slíti viðræðum og hefji undirbúning verkfalla. Þau gætu hafist eftir þrjár til fjórar vikur.Næstu verkföll undirbúin Örverkföll Eflingar sem áttu að hefjast á morgun voru dæmd ólögleg. Næstu verkföll hjá félagsmönnum Eflingar og VR eru á föstudag og svo tæpri viku síðar. Verkföllin sem hefjast á föstudaginn vara í sólarhring, frá miðnætti til miðnættis. Þau ná til hótela eins og áður en nú bætast rútufyrirtækin við. Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line, segir marga hafa brugðist við með því að breyta ferðaplönum eða fella niður ferðir. „Það sem við getum gert að einhverju leyti er að færa til ferðir á milli daga og svo spilum við úr þessu eins og best verður á kosið,“ segir Þórir. Þórir segir erfitt að koma til móts við kröfur um hærri laun. Kostnaðarhlutfall launa hjá fyrirtækinu hafi hækkað úr 34% í 56% á þremur árum. Eftir miklar hagræðingar í rekstrinum verði ekki lengra komist varðandi launahækkanir. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Sjá meira
Samninganefnd Starfsgreinasambandsins skoðar möguleg verkföll ef viðræðum við atvinnurekendur verður slitið á morgun eins og sambandið hefur hótað að gera. Samtök atvinnulífsins hafa um helgina ekki lagt fram neinar nýjar hugmyndir. Hjá hótelum og rútufyrirtækjum býr fólk sig undir næstu verkfallsaðgerðir sem eiga að fara fram síðar í vikunni. Fulltrúar Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins hafa verið í símasambandi um helgina. Björn Snæbjörnsson hjá Starfsgreinasambandinu orðar það þó þannig að hann hafi ekki fengið „þetta góða símtal“ sem hann vonaðist eftir frá framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Staðan skýrist líklega ekki fyrr en á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu á morgun. Ef atvinnurekendur leggja ekki fram nýjar tillögur má búast við að Starfsgreinasambandið slíti viðræðum og hefji undirbúning verkfalla. Þau gætu hafist eftir þrjár til fjórar vikur.Næstu verkföll undirbúin Örverkföll Eflingar sem áttu að hefjast á morgun voru dæmd ólögleg. Næstu verkföll hjá félagsmönnum Eflingar og VR eru á föstudag og svo tæpri viku síðar. Verkföllin sem hefjast á föstudaginn vara í sólarhring, frá miðnætti til miðnættis. Þau ná til hótela eins og áður en nú bætast rútufyrirtækin við. Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line, segir marga hafa brugðist við með því að breyta ferðaplönum eða fella niður ferðir. „Það sem við getum gert að einhverju leyti er að færa til ferðir á milli daga og svo spilum við úr þessu eins og best verður á kosið,“ segir Þórir. Þórir segir erfitt að koma til móts við kröfur um hærri laun. Kostnaðarhlutfall launa hjá fyrirtækinu hafi hækkað úr 34% í 56% á þremur árum. Eftir miklar hagræðingar í rekstrinum verði ekki lengra komist varðandi launahækkanir.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Sjá meira