Velkomin aftur Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 16. mars 2019 09:00 Niðurstaða Mannréttindadómstólsins er skýr, og mín persónulega skoðun á málinu breytir engu um það. Í ljósi þess að persóna mín gæti flækst fyrir eðlilegri umræðu og úrvinnslu málsins þá segi ég hér með af mér sem dómsmálaráðherra. Fleiri verða orðin ekki.“ Einhvern veginn svona hefði afsagnarræða Sigríðar Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra getað hljómað. Stutt, snarpt og skýrt. Þannig hefði hún axlað ábyrgð. Ekki endilega af því hún hefði gert eitthvað siðferðislega ámælisvert, heldur einfaldlega af því að hennar hlutur í málinu flæktist fyrir eðlilegri starfsemi ráðuneytis og dómstóla. En því miður var ræða ráðherrans fráfarandi þokukennd á blaðamannafundinum, þar sem hún tilkynnti næstu skref. Ekki var gott að skilja hvert hún var að fara, og meira að segja orðalagið varðandi afsögn hennar var ruglingslegt. Viðstaddir klóruðu sér í kollinum. Var hún að hætta eða fara í frí? Afsögn Sigríðar kom degi of seint. Hennar fyrstu viðbrögð voru hefðbundið íslenskt yfirklór. Samflokksmenn hennar voru litlu skárri. Næststærsta dagblað landsins kastaði rýrð á Mannréttindadómstólinn í fréttum og leiðurum. Kunnuglegt stef fyrir þá sem fylgst hafa með íslenskri pólitík í lengri tíma. Þrátt fyrir þetta er Sigríði að mörgu leyti vorkunn. Íslenska leiðin er einfaldlega að setja undir sig hausinn og bíða þess að storminum sloti. Íslenskir ráðamenn segja almennt einfaldlega ekki af sér fyrr en í fulla hnefana. Tímasetningin var henni líka erfið af persónulegum ástæðum. Ekki má líta fram hjá því. En þótt framkvæmdin hafi verið klaufaleg er kannski um mikilvægt fordæmi að ræða. Efnislega voru skilaboðin þau að Sigríður myndi víkja úr ráðherrastóli svo hægt væri að leiða málið til lykta. Það er virðingarvert skref að taka. Málefnin sett í fyrsta sæti, hún sjálf í annað. Óskandi væri að þetta væri skref til að breyta íslenskri stjórnmálahefð. Víða í kringum okkur, til að mynda á Norðurlöndum, segja stjórnmálamenn af sér þegar í stað, ef persóna þeirra er farin að flækjast fyrir. Þótt svo fari í það skiptið er ekkert sem segir að viðkomandi eigi ekki afturkvæmt á stóra sviðið. Sérstaklega er þessi hefð rótgróin í Bretlandi. Peter Mandelson, einn dyggasti stuðningsmaður Tony Blair, sagði af sér embætti tvisvar, en sneri jafnharðan aftur. Amber Rudd, sem nú er vinnumálaráðherra, tók við því embætti rúmu hálfu ári eftir að hafa sagt af sér sem innanríkismálaráðherra. Afsögn þarf ekki að þýða endalok. Nema sakir séu þeim mun meiri. Sigríður Andersen, vertu velkomin aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Kristín Þorsteinsdóttir Landsréttarmálið Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Niðurstaða Mannréttindadómstólsins er skýr, og mín persónulega skoðun á málinu breytir engu um það. Í ljósi þess að persóna mín gæti flækst fyrir eðlilegri umræðu og úrvinnslu málsins þá segi ég hér með af mér sem dómsmálaráðherra. Fleiri verða orðin ekki.“ Einhvern veginn svona hefði afsagnarræða Sigríðar Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra getað hljómað. Stutt, snarpt og skýrt. Þannig hefði hún axlað ábyrgð. Ekki endilega af því hún hefði gert eitthvað siðferðislega ámælisvert, heldur einfaldlega af því að hennar hlutur í málinu flæktist fyrir eðlilegri starfsemi ráðuneytis og dómstóla. En því miður var ræða ráðherrans fráfarandi þokukennd á blaðamannafundinum, þar sem hún tilkynnti næstu skref. Ekki var gott að skilja hvert hún var að fara, og meira að segja orðalagið varðandi afsögn hennar var ruglingslegt. Viðstaddir klóruðu sér í kollinum. Var hún að hætta eða fara í frí? Afsögn Sigríðar kom degi of seint. Hennar fyrstu viðbrögð voru hefðbundið íslenskt yfirklór. Samflokksmenn hennar voru litlu skárri. Næststærsta dagblað landsins kastaði rýrð á Mannréttindadómstólinn í fréttum og leiðurum. Kunnuglegt stef fyrir þá sem fylgst hafa með íslenskri pólitík í lengri tíma. Þrátt fyrir þetta er Sigríði að mörgu leyti vorkunn. Íslenska leiðin er einfaldlega að setja undir sig hausinn og bíða þess að storminum sloti. Íslenskir ráðamenn segja almennt einfaldlega ekki af sér fyrr en í fulla hnefana. Tímasetningin var henni líka erfið af persónulegum ástæðum. Ekki má líta fram hjá því. En þótt framkvæmdin hafi verið klaufaleg er kannski um mikilvægt fordæmi að ræða. Efnislega voru skilaboðin þau að Sigríður myndi víkja úr ráðherrastóli svo hægt væri að leiða málið til lykta. Það er virðingarvert skref að taka. Málefnin sett í fyrsta sæti, hún sjálf í annað. Óskandi væri að þetta væri skref til að breyta íslenskri stjórnmálahefð. Víða í kringum okkur, til að mynda á Norðurlöndum, segja stjórnmálamenn af sér þegar í stað, ef persóna þeirra er farin að flækjast fyrir. Þótt svo fari í það skiptið er ekkert sem segir að viðkomandi eigi ekki afturkvæmt á stóra sviðið. Sérstaklega er þessi hefð rótgróin í Bretlandi. Peter Mandelson, einn dyggasti stuðningsmaður Tony Blair, sagði af sér embætti tvisvar, en sneri jafnharðan aftur. Amber Rudd, sem nú er vinnumálaráðherra, tók við því embætti rúmu hálfu ári eftir að hafa sagt af sér sem innanríkismálaráðherra. Afsögn þarf ekki að þýða endalok. Nema sakir séu þeim mun meiri. Sigríður Andersen, vertu velkomin aftur.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar