Forstjóri Íslandspósts lætur af störfum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. mars 2019 18:46 Ingimundur Sigurpálsson, lætur af störfum sem forstjóri Íslandspósts. Fbl/GVA Ingimundur Sigurpálsson segir starfi sínu lausu sem forstjóri Íslandspósts eftir rúmlega fjórtán ára starf. Hann tilkynnti um ákvörðun sína á aðalfundi Íslandspósts í dag. Ingimundur segir að miklar breytingar á fyrirkomulagi póstþjónustunnar með gildistöku nýrra laga um póstþjónustu væru óhjákvæmilegar. Lögin taka gildi í ársbyrjun 2020. Hann segir að mikilvægt sé að nýr forstjóri fái svigrúm til að koma að og móta undirbúning nauðsynlegra breytinga. „Samgönguráðherra hefur á Alþingi mælt fyrir frumvarpi að nýjum lögum um póstþjónustu. Með nýjum lögum póstlögum verða miklar breytingar á fyrirkomulagi póstþjónustunnar og munu þau mjög líklega hafa víðtæk áhrif á rekstur Íslandspósts,“ segir í yfirlýsingu Ingimundar. Þar segir ennfremur; „Frumvarpið gerir ráð fyrir afnámi einkaréttar ríkisins á dreifingu áritaðra bréfa og þar er jafnframt opnað fyrir möguleika á fjármögnun á þeim hluta lögbundinnar póstþjónustu, sem ekki stendur undir kostnaði tengdum henni.“ Ingimundur segir að það hafi verið áhugavert, gefandi og krefjandi að koma að rekstri Íslandspósts undanfarin fjórtán ár. Það hafi gengið á ýmsu í rekstrinum á þessu tímabili, segir Ingimundur og vísar til efnahagshrunsins 2008 en þá fækkaði bréfum verulega. „Á þessum tímamótum er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að vinna hjá traustu og öflugu fyrirtæki með starfsstöðvar um allt land og í víðtækum alþjóðlegum samskiptum.“ Í september í fyrra lánaði ríkið Íslandspósti 500 milljónir til að mæta lausafjárvanda og skömmu fyrir jól samþykkti Alþingi að lána hátt í milljarð til viðbótar. Íslandspóstur Vistaskipti Tengdar fréttir Pósturinn hækkar verð Verð á bréfum innan einkaréttar hjá Íslandspósti ohf. (ÍSP) mun hækka um næstu mánaðamót. 27. febrúar 2019 06:00 Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00 Miklar fjárfestingar án þess að fjármagn væri tryggt Fækkun einkaréttarbréfa samtímis miklum fjárfestingum virðist hafa stuðlað að lausafjárþurrð Póstsins að mati Póst- og fjarskiptastofnunar. 11. mars 2019 08:00 Launauppbót og laun stjórnar hækkuð vegna góðrar afkomu Laun stjórnar Íslandspósts hafa hækkað um 65 prósent frá árinu 2014. Starfsmenn fengu launauppbót í fyrra eftir góða afkomu fyrirtækisins. Rúmu hálfu ári síðar þurfti ríkið að stökkva til svo að Pósturinn endaði ekki í greiðsluþroti. 5. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Ingimundur Sigurpálsson segir starfi sínu lausu sem forstjóri Íslandspósts eftir rúmlega fjórtán ára starf. Hann tilkynnti um ákvörðun sína á aðalfundi Íslandspósts í dag. Ingimundur segir að miklar breytingar á fyrirkomulagi póstþjónustunnar með gildistöku nýrra laga um póstþjónustu væru óhjákvæmilegar. Lögin taka gildi í ársbyrjun 2020. Hann segir að mikilvægt sé að nýr forstjóri fái svigrúm til að koma að og móta undirbúning nauðsynlegra breytinga. „Samgönguráðherra hefur á Alþingi mælt fyrir frumvarpi að nýjum lögum um póstþjónustu. Með nýjum lögum póstlögum verða miklar breytingar á fyrirkomulagi póstþjónustunnar og munu þau mjög líklega hafa víðtæk áhrif á rekstur Íslandspósts,“ segir í yfirlýsingu Ingimundar. Þar segir ennfremur; „Frumvarpið gerir ráð fyrir afnámi einkaréttar ríkisins á dreifingu áritaðra bréfa og þar er jafnframt opnað fyrir möguleika á fjármögnun á þeim hluta lögbundinnar póstþjónustu, sem ekki stendur undir kostnaði tengdum henni.“ Ingimundur segir að það hafi verið áhugavert, gefandi og krefjandi að koma að rekstri Íslandspósts undanfarin fjórtán ár. Það hafi gengið á ýmsu í rekstrinum á þessu tímabili, segir Ingimundur og vísar til efnahagshrunsins 2008 en þá fækkaði bréfum verulega. „Á þessum tímamótum er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að vinna hjá traustu og öflugu fyrirtæki með starfsstöðvar um allt land og í víðtækum alþjóðlegum samskiptum.“ Í september í fyrra lánaði ríkið Íslandspósti 500 milljónir til að mæta lausafjárvanda og skömmu fyrir jól samþykkti Alþingi að lána hátt í milljarð til viðbótar.
Íslandspóstur Vistaskipti Tengdar fréttir Pósturinn hækkar verð Verð á bréfum innan einkaréttar hjá Íslandspósti ohf. (ÍSP) mun hækka um næstu mánaðamót. 27. febrúar 2019 06:00 Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00 Miklar fjárfestingar án þess að fjármagn væri tryggt Fækkun einkaréttarbréfa samtímis miklum fjárfestingum virðist hafa stuðlað að lausafjárþurrð Póstsins að mati Póst- og fjarskiptastofnunar. 11. mars 2019 08:00 Launauppbót og laun stjórnar hækkuð vegna góðrar afkomu Laun stjórnar Íslandspósts hafa hækkað um 65 prósent frá árinu 2014. Starfsmenn fengu launauppbót í fyrra eftir góða afkomu fyrirtækisins. Rúmu hálfu ári síðar þurfti ríkið að stökkva til svo að Pósturinn endaði ekki í greiðsluþroti. 5. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Pósturinn hækkar verð Verð á bréfum innan einkaréttar hjá Íslandspósti ohf. (ÍSP) mun hækka um næstu mánaðamót. 27. febrúar 2019 06:00
Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00
Miklar fjárfestingar án þess að fjármagn væri tryggt Fækkun einkaréttarbréfa samtímis miklum fjárfestingum virðist hafa stuðlað að lausafjárþurrð Póstsins að mati Póst- og fjarskiptastofnunar. 11. mars 2019 08:00
Launauppbót og laun stjórnar hækkuð vegna góðrar afkomu Laun stjórnar Íslandspósts hafa hækkað um 65 prósent frá árinu 2014. Starfsmenn fengu launauppbót í fyrra eftir góða afkomu fyrirtækisins. Rúmu hálfu ári síðar þurfti ríkið að stökkva til svo að Pósturinn endaði ekki í greiðsluþroti. 5. febrúar 2019 06:00