Guðmundur hvatti þjóðir heims til dáða Sighvatur Jónsson skrifar 15. mars 2019 11:47 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Vísir/Vilhelm Þriðjungi matvæla í heiminum er hent. Þetta sagði umhverfis- og auðlindaráðherra í ávarpi á umhverfisþingi Sameinuðu þjóðanna í Kenía. Hann sagði að íslenska ríkisstjórnin legði áherslu á náttúruvernd, meðal annars með stofnun langstærsta þjóðgarðs í Evrópu hér á landi. Lokadagur umhverfisþings Sameinuðu þjóðanna í Naíróbí í Kenía er í dag. Ályktun þingsins verður samþykkt síðdegis. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sagði í ávarpi á þinginu í gær að ósjálfbær neysla hafi farið úr böndunum með skaðlegum áhrifum á umhverfið og loftslagið. Guðmundur Ingi hvatti gesti umhverfisþingsins í gær til að skilja ekki einn matvörupoka af þremur eftir í matvöruverslunum heimsins. Vísar hann þar til þess að þriðjungi matvæla í heiminum er hent. Í erindi sínu lagði ráðherra meðal annars áherslu á neyslu, sóun, náttúruvernd og baráttu gegn plastmengun. „Og þar lagði ég áherslu á það að þjóðir heims þurfa að ná utan um plastmálin á alþjóðavettvangi. Plastmengunin á sér engin landamæri. Og þess vegna þarf þetta að vera sameiginlegt verkefni allra þjóða,“ segir Guðmundur Ingi. Umhverfis- og auðlindarráðherra ræddi áætlanir íslensku ríkisstjórnarinnar í ávarpi sínu. Hann sagði áhersluna vera á náttúruvernd og benti á að unnið væri að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, sem yrði langstærsti þjóðgarður í Evrópu. „Og ég nefndi líka það atriði að þegar við erum að horfa til lausna í umhverfismálum þá reynum við að líta til samlegðar þeirra aðgerða sem við grípum til þannig að þær geti nýst til að leysa sem flestar umhverfisáskoranir í einu. Til dæmis má nefna landgræðslu sem er mjög gott dæmi. Græðir til baka land sem hefur eyðst, nær til baka náttúrunni og breytileika lífríkisins og bindur koltvísýring úr andrúmslofti sem er gott til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.“ Kenía Loftslagsmál Utanríkismál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Þriðjungi matvæla í heiminum er hent. Þetta sagði umhverfis- og auðlindaráðherra í ávarpi á umhverfisþingi Sameinuðu þjóðanna í Kenía. Hann sagði að íslenska ríkisstjórnin legði áherslu á náttúruvernd, meðal annars með stofnun langstærsta þjóðgarðs í Evrópu hér á landi. Lokadagur umhverfisþings Sameinuðu þjóðanna í Naíróbí í Kenía er í dag. Ályktun þingsins verður samþykkt síðdegis. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sagði í ávarpi á þinginu í gær að ósjálfbær neysla hafi farið úr böndunum með skaðlegum áhrifum á umhverfið og loftslagið. Guðmundur Ingi hvatti gesti umhverfisþingsins í gær til að skilja ekki einn matvörupoka af þremur eftir í matvöruverslunum heimsins. Vísar hann þar til þess að þriðjungi matvæla í heiminum er hent. Í erindi sínu lagði ráðherra meðal annars áherslu á neyslu, sóun, náttúruvernd og baráttu gegn plastmengun. „Og þar lagði ég áherslu á það að þjóðir heims þurfa að ná utan um plastmálin á alþjóðavettvangi. Plastmengunin á sér engin landamæri. Og þess vegna þarf þetta að vera sameiginlegt verkefni allra þjóða,“ segir Guðmundur Ingi. Umhverfis- og auðlindarráðherra ræddi áætlanir íslensku ríkisstjórnarinnar í ávarpi sínu. Hann sagði áhersluna vera á náttúruvernd og benti á að unnið væri að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, sem yrði langstærsti þjóðgarður í Evrópu. „Og ég nefndi líka það atriði að þegar við erum að horfa til lausna í umhverfismálum þá reynum við að líta til samlegðar þeirra aðgerða sem við grípum til þannig að þær geti nýst til að leysa sem flestar umhverfisáskoranir í einu. Til dæmis má nefna landgræðslu sem er mjög gott dæmi. Græðir til baka land sem hefur eyðst, nær til baka náttúrunni og breytileika lífríkisins og bindur koltvísýring úr andrúmslofti sem er gott til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.“
Kenía Loftslagsmál Utanríkismál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira