Segulmagn Jakobs nær ekki Phil Collins Þórarinn Þórarinsson skrifar 15. mars 2019 12:30 Jack Magnet er segulmagnaður eins og jörðin og ætlar að grúva eins og það sé 1977 annað kvöld. Tilefnið er ærið en Jakob ætlar með dyggum stuðningi Dísu dóttur sinnar, Valdimars, Eyþórs Gunnarssonar, Guðmundar Péturssonar, Róberts Þórhallssonar og Þorvaldar Þórs Þorvaldssonar að dusta rykið af manndómsvígslu sinni í sólóplötugerð, Horft í roðann, sem færði honum það sem hann kallar „risasamning við Warner Brothers“ í Bandaríkjunum og hefur getið af sér fjölda „djassskotinna grúvplatna allar götur síðan“. Þegar Jakob freistaði gæfunnar úti í hinum stóra heimi á sínum tíma höguðu örlögin því þannig að Phil Collins, John Giblin og fleiri snillingar lögðu honum lið við hljóðfæraleikinn á plötunni. „Horft í roðann kom út 1976 og hefur ekki verið fáanleg hér né annars staðar í 20 ár, en úr því verður bætt af þessu tilefni,“ segir Jakob í samtali við Fréttablaðið. „Platan speglar lífið handan móðunnar miklu og er almennt talin í dulúðlegri kantinum þó hún skarti nokkrum útvarpssmellum,“ segir Jakob. „Tónlistin á plötunni er blanda af rokki, prog-rokki og djass-rokki, sneiðmynd af tíðarandaum þar sem prog-rokkið og djass-rokkið kemur saman á einni plötu. Það var kannski óvenjulegt og dálítið séríslenskt, en samt með bítlískum hætti þannig að það var komist upp með það að blanda saman svona ólíkum stílbrögðum á einni og sömu plötunni,“ segir Jakob. „Þetta þótti allavegana nógu framandlegt og exótískt í Los Angeles 1977 til þess að ég fékk tvo hljómplötusamninga á borðið nánast um leið og ég mætti á svæðið.“Svo er af öðlingnum Phil Collins dregið að jafnvel Jack Magnet gat ekki dregið hann yfir hafið að trommusettinu.Jakob trommaði upp í upphafi sólóferilsins sem Jack Magnet, segulmagnaður gaur sem dró að sér hnífapör á umslagi samnefndrar plötu. Hann segir trúna á að hann væri segulmagnaður hafa verið útbreidda á þessum tíma og það segulmagn „er sem betur fer eins og segulmagn jarðar, óskert sem aldrei fyrr“, segir Jakob. Kynngimagn Jacks er þó ekki slíkt að það dugi til þess að draga Phil Collins, trommara og síðar söngvara Genesis, að settinu annað kvöld. „Ég hélt góðu sambandi við hann fyrstu árin á eftir en hef ekki heyrt né séð þann góða mann um árabil,“ segir Jakob sem þó freistaði þess að fá Collins til liðs við sig á tónleikunum á morgun. „En ég taldi það nú ekki beint raunhæft, meðal annars vegna þess að ég held að heilsu hans sé þannig háttað að það sé eitthvað af honum dregið. Hann hefur lagt svo hart að sér við trumbusláttinn með Genesis á sínum tíma,“ segir Jack Magnet sem hefur hins vegar sjaldan verið brattari. Hann lætur þess jafnframt getið að svo gott sem uppselt sé á tónleikana annað kvöld og að vegna fjölda áskorana verði leikurinn endurtekinn þann 10. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Sjá meira
Tilefnið er ærið en Jakob ætlar með dyggum stuðningi Dísu dóttur sinnar, Valdimars, Eyþórs Gunnarssonar, Guðmundar Péturssonar, Róberts Þórhallssonar og Þorvaldar Þórs Þorvaldssonar að dusta rykið af manndómsvígslu sinni í sólóplötugerð, Horft í roðann, sem færði honum það sem hann kallar „risasamning við Warner Brothers“ í Bandaríkjunum og hefur getið af sér fjölda „djassskotinna grúvplatna allar götur síðan“. Þegar Jakob freistaði gæfunnar úti í hinum stóra heimi á sínum tíma höguðu örlögin því þannig að Phil Collins, John Giblin og fleiri snillingar lögðu honum lið við hljóðfæraleikinn á plötunni. „Horft í roðann kom út 1976 og hefur ekki verið fáanleg hér né annars staðar í 20 ár, en úr því verður bætt af þessu tilefni,“ segir Jakob í samtali við Fréttablaðið. „Platan speglar lífið handan móðunnar miklu og er almennt talin í dulúðlegri kantinum þó hún skarti nokkrum útvarpssmellum,“ segir Jakob. „Tónlistin á plötunni er blanda af rokki, prog-rokki og djass-rokki, sneiðmynd af tíðarandaum þar sem prog-rokkið og djass-rokkið kemur saman á einni plötu. Það var kannski óvenjulegt og dálítið séríslenskt, en samt með bítlískum hætti þannig að það var komist upp með það að blanda saman svona ólíkum stílbrögðum á einni og sömu plötunni,“ segir Jakob. „Þetta þótti allavegana nógu framandlegt og exótískt í Los Angeles 1977 til þess að ég fékk tvo hljómplötusamninga á borðið nánast um leið og ég mætti á svæðið.“Svo er af öðlingnum Phil Collins dregið að jafnvel Jack Magnet gat ekki dregið hann yfir hafið að trommusettinu.Jakob trommaði upp í upphafi sólóferilsins sem Jack Magnet, segulmagnaður gaur sem dró að sér hnífapör á umslagi samnefndrar plötu. Hann segir trúna á að hann væri segulmagnaður hafa verið útbreidda á þessum tíma og það segulmagn „er sem betur fer eins og segulmagn jarðar, óskert sem aldrei fyrr“, segir Jakob. Kynngimagn Jacks er þó ekki slíkt að það dugi til þess að draga Phil Collins, trommara og síðar söngvara Genesis, að settinu annað kvöld. „Ég hélt góðu sambandi við hann fyrstu árin á eftir en hef ekki heyrt né séð þann góða mann um árabil,“ segir Jakob sem þó freistaði þess að fá Collins til liðs við sig á tónleikunum á morgun. „En ég taldi það nú ekki beint raunhæft, meðal annars vegna þess að ég held að heilsu hans sé þannig háttað að það sé eitthvað af honum dregið. Hann hefur lagt svo hart að sér við trumbusláttinn með Genesis á sínum tíma,“ segir Jack Magnet sem hefur hins vegar sjaldan verið brattari. Hann lætur þess jafnframt getið að svo gott sem uppselt sé á tónleikana annað kvöld og að vegna fjölda áskorana verði leikurinn endurtekinn þann 10. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Sjá meira