Fyrirbyggjandi ráðstafanir eðlilegar þegar kemur að flugöryggi Elín Margrét Böðvarsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 14. mars 2019 20:00 Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir eðlilegt að gripið sé til fyrirbyggjandi ráðstafanna þegar kemur að flugöryggi. Hann telur að mjög fljótlega muni liggja fyrir hvað nákvæmlega orsakaði tvö alvarleg flugslys í Eþíópíu og Indónesíu.Boeing flugvélaframleiðandinn hefur ákveðið að kyrrsetja allar 737 Max vélar sem framleiddar hafa verið eftir að rannsakendur flugslyssins í Eþíópíu komust að því að mikil líkindi eru með því slysi og fyrra slysi Lion Air sem fórst undan ströndum Jövu í október. Icelandair hafði tekið ákvörðun fyrr í vikunni um að kyrrsetja sínar þrjár Boeng 737 Max 8 flugvélar, í framhaldi af ákvörðun flugmálayfirvalda í Bretlandi og öðrum ríkjum, um að banna vélarnar í sinni lofthelgi. Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir um fyrirbyggjandi ráðstöfun að ræða. „Icelandair taka þarna mjög pro-active ákvörðun. Með öryggið í fyrirrúmi og sýna í raun farþegum sínum mjög mikla tillitssemi að þurfa ekkert að vera að velta vöngum yfir þessu. Það má líkja þessu kannski við veitingastað þar sem óvissa ríkir um einn rétt og þá er hann bara tekinn af matseðlinum og innihaldið kannað,“ segir Ingvar. Hugsanlega sé tilviljun að í tilfellum beggja flugslysanna hafi verið um flugvél sömu gerðar verið að ræða. „Í slysinu í Indónesíu þá var vélinni flogið af stað með bilaðan skynjara sem átti ekki að gera.“ Hvað gerðist nákvæmlega muni liggja ljóst fyrir á allra næstu dögum. „Flugritarnir fundust til allrar hamingju og göngin, að því er virðist ósködduð, og svona innan iðnaðarins mun mjög fljótt skýrast þessi atburðarás og menn fá mynd af því hvað gerðist þarna,“ segir Ingvar. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Óvíst með áformað útboð Icelandair Forstjóri Icelandair Group segir að eins og staðan sé núna líti tilboðin í Icelandair Hotels ágætlega út. 13. mars 2019 06:15 Bandaríkjamenn segja líkindi með flugslysum Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. 13. mars 2019 23:00 Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir eðlilegt að gripið sé til fyrirbyggjandi ráðstafanna þegar kemur að flugöryggi. Hann telur að mjög fljótlega muni liggja fyrir hvað nákvæmlega orsakaði tvö alvarleg flugslys í Eþíópíu og Indónesíu.Boeing flugvélaframleiðandinn hefur ákveðið að kyrrsetja allar 737 Max vélar sem framleiddar hafa verið eftir að rannsakendur flugslyssins í Eþíópíu komust að því að mikil líkindi eru með því slysi og fyrra slysi Lion Air sem fórst undan ströndum Jövu í október. Icelandair hafði tekið ákvörðun fyrr í vikunni um að kyrrsetja sínar þrjár Boeng 737 Max 8 flugvélar, í framhaldi af ákvörðun flugmálayfirvalda í Bretlandi og öðrum ríkjum, um að banna vélarnar í sinni lofthelgi. Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir um fyrirbyggjandi ráðstöfun að ræða. „Icelandair taka þarna mjög pro-active ákvörðun. Með öryggið í fyrirrúmi og sýna í raun farþegum sínum mjög mikla tillitssemi að þurfa ekkert að vera að velta vöngum yfir þessu. Það má líkja þessu kannski við veitingastað þar sem óvissa ríkir um einn rétt og þá er hann bara tekinn af matseðlinum og innihaldið kannað,“ segir Ingvar. Hugsanlega sé tilviljun að í tilfellum beggja flugslysanna hafi verið um flugvél sömu gerðar verið að ræða. „Í slysinu í Indónesíu þá var vélinni flogið af stað með bilaðan skynjara sem átti ekki að gera.“ Hvað gerðist nákvæmlega muni liggja ljóst fyrir á allra næstu dögum. „Flugritarnir fundust til allrar hamingju og göngin, að því er virðist ósködduð, og svona innan iðnaðarins mun mjög fljótt skýrast þessi atburðarás og menn fá mynd af því hvað gerðist þarna,“ segir Ingvar.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Óvíst með áformað útboð Icelandair Forstjóri Icelandair Group segir að eins og staðan sé núna líti tilboðin í Icelandair Hotels ágætlega út. 13. mars 2019 06:15 Bandaríkjamenn segja líkindi með flugslysum Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. 13. mars 2019 23:00 Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
Óvíst með áformað útboð Icelandair Forstjóri Icelandair Group segir að eins og staðan sé núna líti tilboðin í Icelandair Hotels ágætlega út. 13. mars 2019 06:15
Bandaríkjamenn segja líkindi með flugslysum Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. 13. mars 2019 23:00
Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30