Sakamálarannsókn á samningum Facebook við tæknirisa Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2019 11:03 Við höfuðstöðvar Facebook í Kaliforníu. Vísir/EPA Bandarískir alríkissaksóknarar rannsaka nú hvort að Facebook hafi brotið lög með samningum sem samfélagsmiðlarisinn gerði við nokkur stærstu tæknifyrirtæki heims. Samningarnir gáfu tæknifyrirtækjunum aðgang að miklu magni persónuupplýsinga um Facebook-notendur án vitundar þeirra. Amazon, Apple, Microsoft og Sony eru á meðal fleiri en 150 fyrirtækja sem Facebook samdi við um aðgang að upplýsingum um notendur samfélagsmiðilsins, þar á meðal um vini þeirra, skráningu þeirra og fleira, að sögn New York Times. Blaðið segir að fulltrúar tveggja stórra snjalltækjaframleiðenda hafi verið kallaðir fyrir ákærudómstól í New York vegna rannsóknarinnar. Bæði fyrirtæki höfðu gert samstarfssamninga við Facebook. „Við vinnum með rannsakendum og tökum þessar rannsóknir alvarlega,“ sagði talsmaður Facebook í yfirlýsingu. Fulltrúar bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkissaksóknara í austurumdæmi New York neituðu að tjá sig um rannsóknina. Greint var frá samsstarfssamningum Facebook við stór tæknifyrirtæki í fyrra. Samfélagsmiðlarisinn hefði veitt fyrirtækjunum aðgang að persónuupplýsingum notenda sinna á hátt sem hafi í raun farið í kringum persónuverndarstillingar notendanna. Á móti hafi Facebook getað gert notendum sínum kleift að eiga samskipti þvert á samfélagsmiðla og smáforrit. New York Times sagði frá því að samningarnir hafi meðal annars gert Bing-leitarvél Microsoft kleift að safna upplýsingum um vini nær allra Facebook-notenda án samþykkis þeirra, Amazon að safna nöfnum og samskiptaupplýsingum notenda í gegnum vini þeirra og Apple að fela fyrir Facebook-notendum að fyrirtækið safnaði upplýsingum um þá. Facebook hefur sagt að fyrirtækið hafi látið flesta samstarfssamningana renna út undanfarin tvö ár. Fyrirtækið sætir skoðun fleiri opinberra eftirlitsaðila vestanhafs, þar á meðal Viðskiptastofnunar Bandaríkjanna (FTC), Verðbréfa og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) og skuldabréfasvikadeildar dómsmálaráðuneytisins. Þær rannsóknir beinast meðal annars að því að breska ráðgjafarfyrirtækið Cambridge Analytica hafi komist yfir persónuupplýsingar tuga milljóna Facebook-notenda á ólögmætan hátt. Bandaríkin Facebook Tengdar fréttir Facebook gaf tæknirisum víðtækari aðgang en stjórnendur viðurkenndu Stjórnendur Facebook töldu að ekki þyrfti leyfi notenda fyrir að deila upplýsingunum með fyrirtækjunum því þeir litu á þau sem framlengingu á samfélagsmiðlinum sjálfum. 19. desember 2018 12:09 Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Bandarískir alríkissaksóknarar rannsaka nú hvort að Facebook hafi brotið lög með samningum sem samfélagsmiðlarisinn gerði við nokkur stærstu tæknifyrirtæki heims. Samningarnir gáfu tæknifyrirtækjunum aðgang að miklu magni persónuupplýsinga um Facebook-notendur án vitundar þeirra. Amazon, Apple, Microsoft og Sony eru á meðal fleiri en 150 fyrirtækja sem Facebook samdi við um aðgang að upplýsingum um notendur samfélagsmiðilsins, þar á meðal um vini þeirra, skráningu þeirra og fleira, að sögn New York Times. Blaðið segir að fulltrúar tveggja stórra snjalltækjaframleiðenda hafi verið kallaðir fyrir ákærudómstól í New York vegna rannsóknarinnar. Bæði fyrirtæki höfðu gert samstarfssamninga við Facebook. „Við vinnum með rannsakendum og tökum þessar rannsóknir alvarlega,“ sagði talsmaður Facebook í yfirlýsingu. Fulltrúar bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkissaksóknara í austurumdæmi New York neituðu að tjá sig um rannsóknina. Greint var frá samsstarfssamningum Facebook við stór tæknifyrirtæki í fyrra. Samfélagsmiðlarisinn hefði veitt fyrirtækjunum aðgang að persónuupplýsingum notenda sinna á hátt sem hafi í raun farið í kringum persónuverndarstillingar notendanna. Á móti hafi Facebook getað gert notendum sínum kleift að eiga samskipti þvert á samfélagsmiðla og smáforrit. New York Times sagði frá því að samningarnir hafi meðal annars gert Bing-leitarvél Microsoft kleift að safna upplýsingum um vini nær allra Facebook-notenda án samþykkis þeirra, Amazon að safna nöfnum og samskiptaupplýsingum notenda í gegnum vini þeirra og Apple að fela fyrir Facebook-notendum að fyrirtækið safnaði upplýsingum um þá. Facebook hefur sagt að fyrirtækið hafi látið flesta samstarfssamningana renna út undanfarin tvö ár. Fyrirtækið sætir skoðun fleiri opinberra eftirlitsaðila vestanhafs, þar á meðal Viðskiptastofnunar Bandaríkjanna (FTC), Verðbréfa og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) og skuldabréfasvikadeildar dómsmálaráðuneytisins. Þær rannsóknir beinast meðal annars að því að breska ráðgjafarfyrirtækið Cambridge Analytica hafi komist yfir persónuupplýsingar tuga milljóna Facebook-notenda á ólögmætan hátt.
Bandaríkin Facebook Tengdar fréttir Facebook gaf tæknirisum víðtækari aðgang en stjórnendur viðurkenndu Stjórnendur Facebook töldu að ekki þyrfti leyfi notenda fyrir að deila upplýsingunum með fyrirtækjunum því þeir litu á þau sem framlengingu á samfélagsmiðlinum sjálfum. 19. desember 2018 12:09 Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Facebook gaf tæknirisum víðtækari aðgang en stjórnendur viðurkenndu Stjórnendur Facebook töldu að ekki þyrfti leyfi notenda fyrir að deila upplýsingunum með fyrirtækjunum því þeir litu á þau sem framlengingu á samfélagsmiðlinum sjálfum. 19. desember 2018 12:09