Sigríður Andersen stígur til hliðar Birgir Olgeirsson skrifar 13. mars 2019 14:58 Sigríður Andersen í dómsmálaráðuneytinu Vísir/Vilhelm Sigríður Andersen hefur ákveðið að stíga til hliðar sem dómsmálaráðherra. Þetta tilkynnti Sigríður á blaðamannafundi í dómsmálaráðuneytinu rétt í þessu. Sigríður sagði að persóna hennar kunni að trufla ákvarðanir sem þarf að taka í Landsréttarmálinu og í því ljósi hefur hún ákveðið að stíga til hliðar næstu vikurnar. Hún bjóst við því að dómi Mannréttindadómstóls Evrópu, sem taldi skipan dómara í Landsrétt brjóta gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu, yrði skotið til Yfirréttar í Strassborg, sér í lagi í ljós harðorðrar gagnrýni tveggja dómara í sérákvæði. Mikilvægt sé að fá niðurstöðu í málið því það geti haft mikið fordæmi fyrir dómstóla um alla Evrópu. Á blaðamannafundinum fór hún yfir sögu Landsréttarmálsins og sagði skipan dómaranna hefði verið metin lögmæt af Hæstarétti þó svo að niðurstaða hans hefði verið að stjórnsýsla hans hafi ekki verið nógu góð. Enginn dómur, hvorki hérlendis eða erlendis, hafi komist að þeirri niðurstöðu að dómararnir í Landsrétti séu ekki hæfir. Sigríður sagði við fjölmiðlamenn að hún hefði ekki látið Katrínu Jakobsdóttur forsætisáðherra vita af ákvörðuninni fyrir blaðamannfundinn. Þá sagði hún að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefði ekki komið nálægt ákvörðuninni, þetta hefði verið hennar ákvörðun. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Katrín lýsti yfir áhyggjum sínum við Sigríði í gær Styður ákvörðun ráðherrans að stíga til hliðar. 13. mars 2019 15:22 Blaðamannafundur Sigríðar og viðbrögð þingmanna við ákvörðun hennar Bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra hafa boðað til funda í dag þar sem rætt verður við blaðamenn vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. 13. mars 2019 14:13 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Sjá meira
Sigríður Andersen hefur ákveðið að stíga til hliðar sem dómsmálaráðherra. Þetta tilkynnti Sigríður á blaðamannafundi í dómsmálaráðuneytinu rétt í þessu. Sigríður sagði að persóna hennar kunni að trufla ákvarðanir sem þarf að taka í Landsréttarmálinu og í því ljósi hefur hún ákveðið að stíga til hliðar næstu vikurnar. Hún bjóst við því að dómi Mannréttindadómstóls Evrópu, sem taldi skipan dómara í Landsrétt brjóta gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu, yrði skotið til Yfirréttar í Strassborg, sér í lagi í ljós harðorðrar gagnrýni tveggja dómara í sérákvæði. Mikilvægt sé að fá niðurstöðu í málið því það geti haft mikið fordæmi fyrir dómstóla um alla Evrópu. Á blaðamannafundinum fór hún yfir sögu Landsréttarmálsins og sagði skipan dómaranna hefði verið metin lögmæt af Hæstarétti þó svo að niðurstaða hans hefði verið að stjórnsýsla hans hafi ekki verið nógu góð. Enginn dómur, hvorki hérlendis eða erlendis, hafi komist að þeirri niðurstöðu að dómararnir í Landsrétti séu ekki hæfir. Sigríður sagði við fjölmiðlamenn að hún hefði ekki látið Katrínu Jakobsdóttur forsætisáðherra vita af ákvörðuninni fyrir blaðamannfundinn. Þá sagði hún að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefði ekki komið nálægt ákvörðuninni, þetta hefði verið hennar ákvörðun.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Katrín lýsti yfir áhyggjum sínum við Sigríði í gær Styður ákvörðun ráðherrans að stíga til hliðar. 13. mars 2019 15:22 Blaðamannafundur Sigríðar og viðbrögð þingmanna við ákvörðun hennar Bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra hafa boðað til funda í dag þar sem rætt verður við blaðamenn vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. 13. mars 2019 14:13 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Sjá meira
Katrín lýsti yfir áhyggjum sínum við Sigríði í gær Styður ákvörðun ráðherrans að stíga til hliðar. 13. mars 2019 15:22
Blaðamannafundur Sigríðar og viðbrögð þingmanna við ákvörðun hennar Bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra hafa boðað til funda í dag þar sem rætt verður við blaðamenn vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. 13. mars 2019 14:13